Kvennalandslið Íslands í handbolta og fótbolta leiddu saman hesta sína í einvígi í báðum íþróttagreinum í Valsheimilinu í gær.
Um ágóðaframtak var að ræða til styrktar Barnaspítala Hringsins. Fjölmargir sjálfboðaliðar komu að verkefninu auk landsliðsstelpnanna. Alls söfnuðust um 300 þúsund krónur sem munu vonandi nýtast spítalanum vel.
Góð stemmning var á leiknum í gær og vöktu tilþrif knattspyrnustelpnanna í handbolta sérstaklega mikla athygli. Gekk leikmönnum misvel að kasta handboltanum í átt að marki.
Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók fjölda góðra mynda á einvíginu sem má sjá hér.
Landsliðsstelpurnar söfnuðu 300 þúsund krónum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti


Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti
