Íslenski boltinn

Pétur Pétursson hafnaði ÍA | Þórður tekur ekki við

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þórður Guðjónsson, framkvæmdarstjóri ÍA, fékk að vita af því í gærkvöldi að Skagaliðið væri orðið þjálfaralaust en Þórður Þórðarson, fyrrum þjálfari liðsins, lét þá af störfum.

ÍA er aðeins með þrjú stig í Pepsi-deild karla eftir sjö umferðir og framundan mikil fallbarátta hjá liðinu.

„Þetta kom upp í gærkvöldi,“ segir Þórður Guðjónsson.

„Framundan er úrslitakeppni hjá liðinu þar sem næstu fjórir leikir Skagamanna geta skipt sköpum um framhaldið. Þórður [ Þórðarson] er það mikil Skagamaður að hann taldi vænlegast að stíga til hliðar.“

Skagamenn mæta Blikum á fimmtudagskvöldið í Borgunarbikarnum.

„Við erum svo sem ekki í vandræðum þegar kemur að þjálfurum. Eins og staðan er í dag munu Dean Martin og Jón Þór Hauksson stjórna liðinu á fimmtudaginn.“

Skagamenn leita nú að nýjum þjálfara til að taka við liðinu til frambúðar eða út tímabilið í það minnsta.

„Við erum að skoða í kringum okkur og ætlum að flýta okkur hægt. Ég mun ekki taka sjálfur við liðinu.“

Skagamenn höfðu fljótlega samband við Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfara KR, eftir að Þórður Þórðarson sagði starfi sínu lausu.

„Pétur Pétursson hefur hafnað starfinu og núna heldur okkur leit áfram.“




Tengdar fréttir

Þórður hættur með ÍA

Þórður Þórðarson er hættur sem þjálfari ÍA í Pepsi-deild karla. Hann ákvað að stíga sjálfur til hliðar, eftir því sem kemur fram í yfirlýsingu frá ÍA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×