Lífið

Gillz vinsælli en Páll Óskar

Ellý Ármanns skrifar
Myndir/Baldvin Þeyr Pétursson
Bíladagar fóru fram um helgina á Akureyri  þar sem Egill „Gillz" Einarsson hélt svokallað Stuðlagaball í Sjallanum á laugardeginum.  Emmsje Gauti og Úlfur Úlfur skemmtu í Sjallanum á föstudeginum og svo sjálfur Páll Óskar Hjálmtýsson á sunnudeginum þar sem 350 gestir mættu. Egill sem notar listamannanafnið DJ MuscleBoy þegar hann kemur fram spilaði fyrir troðfullu húsi eða fyrir 850 manns sem dilluðu sér við taktfasta tónlistina.

Við heyrðum í skemmtanastjóra Sjallans og Agli.

Stemningin var rosaleg

 „Stemningin var rosaleg. Margir sem mættu í hlýrabolum og allir sem mættu skemmtu sér konunglega. Það var mjög gaman að sjá hversu margir gestir voru búnir að ná brjóstdansinum mínum sem ég er búinn að vinna í mörg ár. Allir höguðu sér vel og þetta var til fyrirmyndar," segir Egill spurður um andrúmsloftið í Sjallanum þetta umræda kvöld.

Tók lagið með Audda Blö

„Ég og Auddi tókum svo FM95Blö lagið, flutningurinn var óaðfinnanlegur hjá okkur félögunum og hver einn og einasti kjaftur í salnum söng með. Þetta var ekkert minna en stórkostlegt.“

Langbesta mætinginá Gillz

Spurður út í fjöldann sem mætti á Stuðlagaballið til að hlýða á DJ MuscleBoy eftir að Óli Geir hafði hitað upp sagði Davíð Rúnar skemmtanastjóri Sjallans:  „Það komu 850 manns í Sjallann að hlusta á Egil. Þetta er langbesta mætingin í húsið á árinu. Hrikalega flott."

Andrúmsloftið var rafmagnað.
Hlýrabolurinn var áberandi.
Egill dansaði með gestum. Óli Geir hitaði upp.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×