Innlent

"Þetta er hræðilegt"

Boði Logason skrifar
Við marklínuna í Boston
Við marklínuna í Boston
„Þetta er bara hræðilegt ástand hérna,“ segir Erla Gunnarsdóttir hlaupari sem tók þátt í Boston Maraþoninu í dag.

Tvær öflugar sprengjur sprungu í grennd við marklínu maraþonsins nú fyrir stundu. Yfir tuttugu eru særðir og þrír látnir, að sögn FOX sjónvarpsstöðvarinnar.

„Ég var nýlega komin í mark og var að fá verðlaunapeninginn þegar ég heyri mikinn hvell. Ég sný mér við og sé mikinn reyk og fólk hlaupa í burtu. Svo heyrðist strax aftur mikill hvellur strax á eftir. Ég veit ekki meira, þetta er bara hræðilegt,“ segir Erla í samtali við Vísi.

Að minnsta kosti þrjátíu og fimm Íslendingar tóku þátt í hlaupinu í dag og segir Erla að einhverjir séu farnir upp á hótel en nú sé unnið að því að safna hópnum saman. Ekki er vitað að Íslendingar hafi slasast í sprengingunum en Utanríkisráðuneytið fylgist grannt með.

Magnús Þór Jónsson er einnig staddur í Boston. „Það er bara algjört „kaós“ hérna - sjúkrabílar og löggubílar út um allt. Fólk heldur samt ró sinni og það er enginn að hlaupa í burtu. Það er allt lokað við marklínuna,“ segir hann.

Nánari fréttir þegar þær berast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×