Heiða Kristín Helgadóttir, frambjóðandi Bjartrar framtíðar, er komin á þing fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður samkvæmt nýjustu tölum í kjördæminu þegar rétt rúm 59 prósent atkvæða hafa verið talin í kjördæminu.
Þá kemur Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og þjóðfræðingur einnig ný inn á þing fyrir Framsóknarflokkinn sem er að ná tveimur mönnum inn í kjördæminu eins og Björt framtíð. Píratarnir eru enn þá ekki með mann í kjördæminu.
Uppfært: Þegar upp var staðið komst Heiða Kristín ekki á þing, en Björt Framtíð náði sex mönnum inn.
Heiða Kristín inni á þingi
