"Þeir vissu betur" Karen Kjartansdóttir skrifar 14. maí 2013 19:02 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins, segir fráfarandi ríkisstjórn hafa beitt blekkingum þegar kom að fjárhagsstöðu ríkisins. Tekjur ríkissjóðs verði minni en gefið hafi verið í skyn og kostnaður við verkefni sem á að fara í meiri. Grunnvinnu í ríkisstjórnarviðræðunum er lokið að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins. Ekkert liggi enn fyrir um skiptingu ráðuneytanna á milli flokka en rætt hafi verið um að skipta upp atvinnuvega- og velferðarráðuneytinu. Ekki hafi þó enn verið tekin ákvörðun um útfærsluna. Sigmundur segir segir fráfarandi ríkisstjórn hafa beitt blekkingum þegar kom að fjárhagsstöðu ríkisins og það kalli á endurskoðun. Tekjur ríkissjóðs verði minni en gefið hafi verið í skyn og kostnaður við verkefni sem á að fara í meiri. „Bæði útlitið hvað varðar væntanlegar tekjur ríkisins og kostnaðarhliðina, það er að segja útgjöldin. Ef að ráðist verður í öll þau verkefni sem ýmist er búið að taka ákvörðun um að fara í eða gefa fyrirheit að ráðist verði í þá verður staðan allt önnur heldur en gefið hefur verið í skyn, svo allt krefst þetta endurskoðunnar. Þetta er samt fyrst og fremst áminning um mikilvægi þess að fara skapa meiri verðmæti og búa til þær aðstæður sem skapa meiri verðmæti."En lá þetta ekki ljóst fyrir til dæmis í Hagtíðinum sem Hagstofa Íslands gaf út í apríl? „Eitthvað af þessu höfum við auðvitað séð og við höfum verið að benda á, til dæmis að fjárlögin 2013 myndu ekki ganga eftir svo ég nefni eitt dæmi. Þegar væri búið að benda á útgjaldaliði sem hefði bara verið litið framhjá.Hvað ertu að tala um háar upphæðir sem standast ekki þessar áætlanir sem þið gerðuð? Það fer eftir því að hvað maður tekur margt í reikninginn en þegar allt er talið þá nemur þetta tugum milljarða."Skil ég þig rétt, ertu að segja að fráfarandi ríkisstjórn hafi beitt blekkingum í aðdraganda kosninga? „Ég hef nú til dæmis verið afdráttarlaus með það að fjárlögin hafi falið í sér blekkingar og að tala út frá þeim eins og þau væru staðreynd og hér væri hallalaus ríkisrekstur á þessu ári var eitthvað sem menn hefðu ekki átt að gera vegna þess að þeir vissu betur." Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins, segir fráfarandi ríkisstjórn hafa beitt blekkingum þegar kom að fjárhagsstöðu ríkisins. Tekjur ríkissjóðs verði minni en gefið hafi verið í skyn og kostnaður við verkefni sem á að fara í meiri. Grunnvinnu í ríkisstjórnarviðræðunum er lokið að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins. Ekkert liggi enn fyrir um skiptingu ráðuneytanna á milli flokka en rætt hafi verið um að skipta upp atvinnuvega- og velferðarráðuneytinu. Ekki hafi þó enn verið tekin ákvörðun um útfærsluna. Sigmundur segir segir fráfarandi ríkisstjórn hafa beitt blekkingum þegar kom að fjárhagsstöðu ríkisins og það kalli á endurskoðun. Tekjur ríkissjóðs verði minni en gefið hafi verið í skyn og kostnaður við verkefni sem á að fara í meiri. „Bæði útlitið hvað varðar væntanlegar tekjur ríkisins og kostnaðarhliðina, það er að segja útgjöldin. Ef að ráðist verður í öll þau verkefni sem ýmist er búið að taka ákvörðun um að fara í eða gefa fyrirheit að ráðist verði í þá verður staðan allt önnur heldur en gefið hefur verið í skyn, svo allt krefst þetta endurskoðunnar. Þetta er samt fyrst og fremst áminning um mikilvægi þess að fara skapa meiri verðmæti og búa til þær aðstæður sem skapa meiri verðmæti."En lá þetta ekki ljóst fyrir til dæmis í Hagtíðinum sem Hagstofa Íslands gaf út í apríl? „Eitthvað af þessu höfum við auðvitað séð og við höfum verið að benda á, til dæmis að fjárlögin 2013 myndu ekki ganga eftir svo ég nefni eitt dæmi. Þegar væri búið að benda á útgjaldaliði sem hefði bara verið litið framhjá.Hvað ertu að tala um háar upphæðir sem standast ekki þessar áætlanir sem þið gerðuð? Það fer eftir því að hvað maður tekur margt í reikninginn en þegar allt er talið þá nemur þetta tugum milljarða."Skil ég þig rétt, ertu að segja að fráfarandi ríkisstjórn hafi beitt blekkingum í aðdraganda kosninga? „Ég hef nú til dæmis verið afdráttarlaus með það að fjárlögin hafi falið í sér blekkingar og að tala út frá þeim eins og þau væru staðreynd og hér væri hallalaus ríkisrekstur á þessu ári var eitthvað sem menn hefðu ekki átt að gera vegna þess að þeir vissu betur."
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira