Lagning Suðurnesjalínu strandar á kæru og eignarnámi Heimir Már Pétursson skrifar 28. ágúst 2013 13:23 Guðmundur Ingi Ásmundsson aðstoðarforstjóri Landsnets segir að fyrirtækið hefði viljað hefja lagningu línunnar í vor. Lagning raforkulínu um Reykjanes sem gagnast myndi álveri í Helguvík strandar m.a. á útgáfu framkvæmdaleyfis sem ekki verður gefið út fyrr en niðurstaða er komin í kærumál vegna umsóknar Landsnets um framkvæmdir. Iðnaðarráðherra á síðan eftir að taka ákvörðun um eignarnám á landi í framhaldi af því. Tvær megin hindranir eru í vegi fyrir því að hægt sé að reisa álver í Helguvík. Annars vegar á eftir að ljúka raforkusamningum við orkufyrirtæki og hins vegar á eftir að leggja raflínu um Reykjanes, Suðurnesjalínu tvö, svo hægt sé að flytja rafmagn til álversins ef samningar nást um orkuna. Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi til lagningu raflínunnar til Orkustofnunar og sveitarfélaga á svæðinu. En eigendur um fimm jarða á Reykjanesi kærðu þá ákvörðun Orkustofnunar hinn 18. mars síðast liðinn, að veita landeigendum ekki ótakmarkaðan aðgang að þeim upplýsingum sem fram koma í umsókn Landsnets til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Guðmundur Ingi Ásmundsson aðstoðarforstjóri Landsnets segir að fyrirtækið hefði viljað hefja lagningu línunnar í vor. „Jú, það er alveg rétt. Við vorum með byggingu Suðurnesjalínu tvö á áætlun þessa árs og áformuðum að hefja framkvæmdir í ár. En það mál hefur tafist og útséð með það að miklar framkvæmdir verði í ár á þessari línu,“ segir Guðmundur Ingi.Hvenær heldur þú að framkvæmdir geti þá hafist?„Við vitum það ekki. Við erum að bíða eftir að fá leyfi frá orkustofnun,“ segir hann. Og það leyfi strandar á úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Forstöðumaður hennar var með málið á sinni könnu en hann fór í rannsóknarleyfi hinn fyrsta júli og að því loknu lætur hann af störfum sökum aldurs. Ómar Stefánsson staðgengill hans segist reikna með að klárað verði að fara yfir málið í næstu viku og niðurstaða ætti að liggja fyrir innan hálfs mánaðar.En þá eru eftir landamál, þið farið í gegnum jarðir sem þarf að taka eignanámi, er það ekki?„Jú, það liggja fyrir hjá ráðherra beiðnir um eignanám hjá nokkrum landeigendum og þau mál eru einnig að sama skapi í biðstöðu þar sem ráðherra vill væntanlega fá úrskurð í öllum vafaatriðum áður en hann úrskurðar í því máli,“ segir Guðmundur Ingi. Og sá ráðherra er Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sem lýst hefur yfir að ekki muni stranda á stjórnvöldum í þessu máli. Suðurnesjalína tvö kemur til með að þjóna byggð á Reykjanesi og þörf virkjana þar samkvæmt rammaáætlun, en nú er aðeins ein raflína frá Hafnarfirði út á Reykjanes. Guðmundur Ingi segir taka tvö ár að leggja línuna. „Auðvitað er það dálítið háð því hvernig við byrjum og á hvaða árstíma , en svona almennt tæki þetta tvö ár,“ segir hann. Og þar af leiðandi ekki hægt að flytja raforku til stóriðju ef að yrði fyrr en eftir þau tvö ár? „Reyndar ekki,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson. Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Lagning raforkulínu um Reykjanes sem gagnast myndi álveri í Helguvík strandar m.a. á útgáfu framkvæmdaleyfis sem ekki verður gefið út fyrr en niðurstaða er komin í kærumál vegna umsóknar Landsnets um framkvæmdir. Iðnaðarráðherra á síðan eftir að taka ákvörðun um eignarnám á landi í framhaldi af því. Tvær megin hindranir eru í vegi fyrir því að hægt sé að reisa álver í Helguvík. Annars vegar á eftir að ljúka raforkusamningum við orkufyrirtæki og hins vegar á eftir að leggja raflínu um Reykjanes, Suðurnesjalínu tvö, svo hægt sé að flytja rafmagn til álversins ef samningar nást um orkuna. Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi til lagningu raflínunnar til Orkustofnunar og sveitarfélaga á svæðinu. En eigendur um fimm jarða á Reykjanesi kærðu þá ákvörðun Orkustofnunar hinn 18. mars síðast liðinn, að veita landeigendum ekki ótakmarkaðan aðgang að þeim upplýsingum sem fram koma í umsókn Landsnets til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Guðmundur Ingi Ásmundsson aðstoðarforstjóri Landsnets segir að fyrirtækið hefði viljað hefja lagningu línunnar í vor. „Jú, það er alveg rétt. Við vorum með byggingu Suðurnesjalínu tvö á áætlun þessa árs og áformuðum að hefja framkvæmdir í ár. En það mál hefur tafist og útséð með það að miklar framkvæmdir verði í ár á þessari línu,“ segir Guðmundur Ingi.Hvenær heldur þú að framkvæmdir geti þá hafist?„Við vitum það ekki. Við erum að bíða eftir að fá leyfi frá orkustofnun,“ segir hann. Og það leyfi strandar á úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Forstöðumaður hennar var með málið á sinni könnu en hann fór í rannsóknarleyfi hinn fyrsta júli og að því loknu lætur hann af störfum sökum aldurs. Ómar Stefánsson staðgengill hans segist reikna með að klárað verði að fara yfir málið í næstu viku og niðurstaða ætti að liggja fyrir innan hálfs mánaðar.En þá eru eftir landamál, þið farið í gegnum jarðir sem þarf að taka eignanámi, er það ekki?„Jú, það liggja fyrir hjá ráðherra beiðnir um eignanám hjá nokkrum landeigendum og þau mál eru einnig að sama skapi í biðstöðu þar sem ráðherra vill væntanlega fá úrskurð í öllum vafaatriðum áður en hann úrskurðar í því máli,“ segir Guðmundur Ingi. Og sá ráðherra er Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sem lýst hefur yfir að ekki muni stranda á stjórnvöldum í þessu máli. Suðurnesjalína tvö kemur til með að þjóna byggð á Reykjanesi og þörf virkjana þar samkvæmt rammaáætlun, en nú er aðeins ein raflína frá Hafnarfirði út á Reykjanes. Guðmundur Ingi segir taka tvö ár að leggja línuna. „Auðvitað er það dálítið háð því hvernig við byrjum og á hvaða árstíma , en svona almennt tæki þetta tvö ár,“ segir hann. Og þar af leiðandi ekki hægt að flytja raforku til stóriðju ef að yrði fyrr en eftir þau tvö ár? „Reyndar ekki,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson.
Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira