Á sjöunda þúsund sendinga frá AliExpress í október Þorgils Jónsson skrifar 19. nóvember 2013 07:00 Verðlag á þeim vörum sem vinsælast er að kaupa með þessum hætti, til dæmis fatnaði, skóm og minni raftækjum og íhlutum, er almennt talsvert lægra á síðunni en í smásölu hér á landi. mynd / jupiterimages Pöntunum Íslendinga í gegnum kínversku síðuna AliExpress hefur fjölgað nær fimmtugfalt síðasta árið og þær hafa meira en þrefaldast frá öðrum ársfjórðungi í ár til hins þriðja. Þetta kemur fram í svari AliExpress við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fram hefur komið í umfjöllun Fréttablaðsins að póstsendingum frá Kína fjölgaði fimmfalt á fyrstu tíu mánuðum ársins miðað við síðasta ár, en nýjar tölur frá Póstinum sýna að í október fjölgaði sendingum áttfalt miðað við sama mánuð í fyrra. Fréttablaðið hefur öruggar heimildir fyrir því að í síðasta mánuði hafi á sjöunda þúsund sendinga frá AliExpress borist hingað til lands. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins sagði Sovanna Fung, fulltrúi frá AliExpress, að þar væru aldrei gefnar upp nákvæmar magntölur um viðskipti, „en við getum sagt þér að við höfum orðið vör við nokkra aukningu í pöntunum frá Íslandi undanfarið ár.“ Samkvæmt hlutfallstölum frá fyrirtækinu frá þriðja fjórðungi þessa árs jókst verðmæti pantana frá Íslandi um 928% eða rúmlega tífalt, en heildarfjöldi einstakra sendinga jókst um 4.735% eða 48-falt frá þriðja ársfjórðungi í fyrra til sama tímabils í ár. Enn virðist vera mikil stígandi í þessari þróun þar sem verðmæti pantana milli annars og þriðja ársfjórðungs í ár jókst um 166% og pöntunum fjölgaði um 334%. Fung segir að mögulega megi skýra þessa miklu fjölgun í pöntunum umfram aukningu verðmætis með því að notendur séu að venjast því að versla á þennan hátt þannig að þeir panti oftar og þá minna í hvert sinn.Verðlag á þeim vörum sem vinsælast er að kaupa með þessum hætti, til dæmis fatnaði, skóm og minni raftækjum og íhlutum, er almennt talsvert lægra á síðunni en í smásölu hér á landi, jafnvel þótt greidd séu öll innflutningsgjöld. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að þetta sé jákvæð þróun fyrir neytendur hér á landi. „Við neytendur megum panta okkur löglegar vörur í gegnum erlendar vefsíður, enda borgum við af þeim öll tilskilin gjöld. Þetta eykur bara samkeppni og um leið aðhald að innlendri verslun.“ Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Pöntunum Íslendinga í gegnum kínversku síðuna AliExpress hefur fjölgað nær fimmtugfalt síðasta árið og þær hafa meira en þrefaldast frá öðrum ársfjórðungi í ár til hins þriðja. Þetta kemur fram í svari AliExpress við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fram hefur komið í umfjöllun Fréttablaðsins að póstsendingum frá Kína fjölgaði fimmfalt á fyrstu tíu mánuðum ársins miðað við síðasta ár, en nýjar tölur frá Póstinum sýna að í október fjölgaði sendingum áttfalt miðað við sama mánuð í fyrra. Fréttablaðið hefur öruggar heimildir fyrir því að í síðasta mánuði hafi á sjöunda þúsund sendinga frá AliExpress borist hingað til lands. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins sagði Sovanna Fung, fulltrúi frá AliExpress, að þar væru aldrei gefnar upp nákvæmar magntölur um viðskipti, „en við getum sagt þér að við höfum orðið vör við nokkra aukningu í pöntunum frá Íslandi undanfarið ár.“ Samkvæmt hlutfallstölum frá fyrirtækinu frá þriðja fjórðungi þessa árs jókst verðmæti pantana frá Íslandi um 928% eða rúmlega tífalt, en heildarfjöldi einstakra sendinga jókst um 4.735% eða 48-falt frá þriðja ársfjórðungi í fyrra til sama tímabils í ár. Enn virðist vera mikil stígandi í þessari þróun þar sem verðmæti pantana milli annars og þriðja ársfjórðungs í ár jókst um 166% og pöntunum fjölgaði um 334%. Fung segir að mögulega megi skýra þessa miklu fjölgun í pöntunum umfram aukningu verðmætis með því að notendur séu að venjast því að versla á þennan hátt þannig að þeir panti oftar og þá minna í hvert sinn.Verðlag á þeim vörum sem vinsælast er að kaupa með þessum hætti, til dæmis fatnaði, skóm og minni raftækjum og íhlutum, er almennt talsvert lægra á síðunni en í smásölu hér á landi, jafnvel þótt greidd séu öll innflutningsgjöld. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að þetta sé jákvæð þróun fyrir neytendur hér á landi. „Við neytendur megum panta okkur löglegar vörur í gegnum erlendar vefsíður, enda borgum við af þeim öll tilskilin gjöld. Þetta eykur bara samkeppni og um leið aðhald að innlendri verslun.“
Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira