Víking Heiðar vantar hundrað taktmæla Bergsteinn Sigurðsson skrifar 7. júní 2013 08:00 Víkingur Heiðar hefur lengi haft áhuga á straumum og stefnum sem hafa gengið í endurnýjun lífdaga á mismunandi tímum. Reykjavík Midsummer Music er helguð tímaskekkju í ár. Fréttablaðið/Vilhelm „Við ætlum að setja tímann út af sporinu með margvíslegum ráðum.“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson, upphafsmaður og listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Reykjavík Midsummer Music sem haldin verður í Hörpu dagana 19. til 21. júní. Titillinn á hátíðinni í ár er Anochronism eða Tímaskekkja og dregur dagskráin dám af því, bæði í formi tónlistar og kvikmynda. Setningaratriði hátíðarinnar nefnist Poème symphonique eftir György Ligeti, ljóðasinfónía fyrir 100 taktmæla. „Mælunum verður raðað upp á ólíkum stöðum og stilltir á mismunandi tempó. Útkoman er stórskemmtileg; margir rytmar sem fara úr algjörri kakófóníu og yfir í afmarkaðri tímapælingar.“ Verkið hefur aldrei verið flutt á Íslandi áður, svo Víkingur Heiðar viti til, enda hægara sagt en gert að verða sér úti um 100 taktmæla. Hann biðlar því til þeirra sem eiga slíka mæla til að verða sér að liði. „Við erum að leita að gamaldags mælum með upptrekktu gangverki, ekki með rafhlöðum,“ segir hann. „Ef fólk væri reiðubúið til að lána okkur slíkan mæli væri það afar kærkomið.“ Á annan tug viðburða verða á hátíðinni í Hörpu, auk „off venue“-viðburðar á Volta, þar sem sýndar verða nýjar kvikmyndir í þöglum stíl og rýnt í tónverk gamaldags tónskálda sem voru þó á undan framtíðinni. „Ég hef alltaf haft áhuga á stefnum og straumum sem hafa flogið inn og út um gluggann og svo aftur inn í gegnum tíðina. Einn viðburðurinn snýst til dæmis um hvernig við metum hluti öðruvísi í samtíma okkar en í stærra samhengi. Á opnunartónleikunum leik ég til dæmis verk eftir Bach og Rachmaninoff. Sumir segja Bach vera mesta tónskáld allra tíma en enginn tók mark á honum síðustu 20 ár ævi hans. Hann þótti staðnaður og fastur í gömlum klisjum, sem síðar kom í ljós að var mjög framúrstefnuleg músík. Það sama var uppi á teningnum með Rachmaninoff; hann fékk harðar umsagnir í lifanda lífi og var sagður semja sykursætar tuggur. Það var ekki fyrr en eftir hans dag sem menn fóru að átta sig á hvað var að finna í tónlist hans.“ Á opnunartónleikunum fléttar Víkingur kvikmyndum vesturíslenska kvikmyndagerðarmannsins Guy Maddin saman við tónlistina. Á hátíðinni verður líka sýnd mynd Werners Herzog, Death for Five Voices, sem fjallar um ítalska prinsinn, endurreisnartónskáldið og morðingjann Carlo Gesúaldo. „Hann samdi madrígala í kringum 1600 sem voru í raun hátt í 300 árum á undan sínum tíma; það var ekki fyrr en undir lok 19. aldar sem við komumst á sama hljómræna stað og hann var á.“ Þeir sem vilja lána Víkingi Heiðari taktmæli fyrir setningaratriðið geta afhent hann í afgreiðslu Hörpu. Þar verða þeir skráðir samviskusamlega niður og skilað að lokinni hátíðinni. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á reykjavikmidsummermusic.com. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Við ætlum að setja tímann út af sporinu með margvíslegum ráðum.“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson, upphafsmaður og listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Reykjavík Midsummer Music sem haldin verður í Hörpu dagana 19. til 21. júní. Titillinn á hátíðinni í ár er Anochronism eða Tímaskekkja og dregur dagskráin dám af því, bæði í formi tónlistar og kvikmynda. Setningaratriði hátíðarinnar nefnist Poème symphonique eftir György Ligeti, ljóðasinfónía fyrir 100 taktmæla. „Mælunum verður raðað upp á ólíkum stöðum og stilltir á mismunandi tempó. Útkoman er stórskemmtileg; margir rytmar sem fara úr algjörri kakófóníu og yfir í afmarkaðri tímapælingar.“ Verkið hefur aldrei verið flutt á Íslandi áður, svo Víkingur Heiðar viti til, enda hægara sagt en gert að verða sér úti um 100 taktmæla. Hann biðlar því til þeirra sem eiga slíka mæla til að verða sér að liði. „Við erum að leita að gamaldags mælum með upptrekktu gangverki, ekki með rafhlöðum,“ segir hann. „Ef fólk væri reiðubúið til að lána okkur slíkan mæli væri það afar kærkomið.“ Á annan tug viðburða verða á hátíðinni í Hörpu, auk „off venue“-viðburðar á Volta, þar sem sýndar verða nýjar kvikmyndir í þöglum stíl og rýnt í tónverk gamaldags tónskálda sem voru þó á undan framtíðinni. „Ég hef alltaf haft áhuga á stefnum og straumum sem hafa flogið inn og út um gluggann og svo aftur inn í gegnum tíðina. Einn viðburðurinn snýst til dæmis um hvernig við metum hluti öðruvísi í samtíma okkar en í stærra samhengi. Á opnunartónleikunum leik ég til dæmis verk eftir Bach og Rachmaninoff. Sumir segja Bach vera mesta tónskáld allra tíma en enginn tók mark á honum síðustu 20 ár ævi hans. Hann þótti staðnaður og fastur í gömlum klisjum, sem síðar kom í ljós að var mjög framúrstefnuleg músík. Það sama var uppi á teningnum með Rachmaninoff; hann fékk harðar umsagnir í lifanda lífi og var sagður semja sykursætar tuggur. Það var ekki fyrr en eftir hans dag sem menn fóru að átta sig á hvað var að finna í tónlist hans.“ Á opnunartónleikunum fléttar Víkingur kvikmyndum vesturíslenska kvikmyndagerðarmannsins Guy Maddin saman við tónlistina. Á hátíðinni verður líka sýnd mynd Werners Herzog, Death for Five Voices, sem fjallar um ítalska prinsinn, endurreisnartónskáldið og morðingjann Carlo Gesúaldo. „Hann samdi madrígala í kringum 1600 sem voru í raun hátt í 300 árum á undan sínum tíma; það var ekki fyrr en undir lok 19. aldar sem við komumst á sama hljómræna stað og hann var á.“ Þeir sem vilja lána Víkingi Heiðari taktmæli fyrir setningaratriðið geta afhent hann í afgreiðslu Hörpu. Þar verða þeir skráðir samviskusamlega niður og skilað að lokinni hátíðinni. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á reykjavikmidsummermusic.com.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira