Þótti líklegra að bróðir sinn yrði sjálfur einhverjum að bana Freyr Bjarnason skrifar 4. desember 2013 07:00 Tæknideild lögreglu var við störf á vettvangi í gær. Á myndinni sést inn í íbúð Sævars Rafns, og kúlnagöt á veggnum eftir að hann skaut á lögreglumenn. Fréttablaðið/Vilhelm Gunnar Kristján Jónasson, bróðir Sævars Rafns Jónassonar, sem var skotinn til bana í Hraunbæ á mánudaginn, telur að lögreglan hafi brugðist rétt við á vettvangi. „Ég hugsa til þeirra sem lentu í kúlnahríðinni og get ekki séð að þeir hafi getað brugðist á nokkurn annan hátt við. Satt best að segja átti maður alltaf von á því að fá fréttir af þessum manni á hinn veginn, að hann hefði orðið einhverjum að bana,“ segir Gunnar. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær sagði Anna Jóna Jónasdóttir, systir Sævars, að hann hafi fyrir nokkrum mánuðum hótað því að grípa til vopna og drepa annað fólk. „Við erum harmi slegin yfir þessum atburði, en þökkum fyrir að hann hafi fallið en ekki einhver annar.“Ummerkin á stigaganginum í Hraunbæ leyna sér ekki. Skotgöt eru á vegg og hurð næstu íbúðar.Fréttablaðið/VilhelmSystkini Sævars vilja að harmleikurinn verði nýttur til góðs, þannig að hægt verði að benda á það sem betur má fara í geðheilbrigðismálum. „Það er mjög sérstakt að svona fólk skuli búa á meðal venjulegs fólks þegar vitað er að það stafar af því hætta,“ segir Gunnar. „Þetta er sorgarsaga fyrir geðheilbrigðismál á Íslandi hvernig tekið er á þessu. Við viljum að það fari í gang umræða um þessi mál.“ Gunnar segist hafa verið í litlu sambandi við Sævar. „Því miður hefur það verið þannig. Það var ekki hægt að vera í miklu sambandi við hann. Systur hans lögðu það á sig svolítið en hann var bara ekki hæfur til neinna samskipta, hann var það veikur. Hann var búinn að vera veikur í áratugi, frá því hann var um tvítugt. Hann hafði „droppað“ inn og út úr fangelsum og verið í stuttum heimsóknum á stofnunum. Síðan var honum bara hent út í strauminn sem hann ræður ekkert við og kann engin sundtök.“ Gunnar heldur áfram: „Þetta var mjög hæfileikaríkur einstaklingur sem ungur maður en um leið og fíknin náði tökum á honum þá hvarf karakterinn og einhver annar, bara fíkill, varð til og réð síðan ríkjum. Því miður er þetta bara sorgarsaga.“Hrannar JónssonSérsveitin hefði aldrei átt að ráðast í íbúðinaHrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar, telur að sérsveitin hefði ekki átt að ráðast til inngöngu gegn Sævari Rafni. „Þeir ráðast til inngöngu eftir tvo klukkutíma þegar allt fólkið er farið og engin hætta á ferðum. Þegar upp er staðið er ein manneskja sem hefur beðið varanlegan skaða af þessu og það er þessi maður,“ segir Hrannar, aðspurður. Hann telur að sá sem gaf skipunina um að ráðast inn í íbúð mannsins hafi brugðist. „Þegar menn gefa svona skipun eru miklar líkur á að einhver deyi. Þetta eru menn sem fá þjálfun í að skjóta til að taka menn út. Ég held að það sé mjög gott að fjölmiðlar séu gagnrýnir og haldi umræðunni áfram, því þetta er mjög stórt mál.“ Hrannar telur einnig að best væri ef lögreglan gæti kallað í vettvangs-„geðteymi“ sem gæti brugðist við í tilfellum sem þessum. Hann kallar einnig eftir því að gerð verði opinber rannsókn á aðdraganda aðgerðarinnar og vill ekki að ríkissaksóknari annist hana. Honum finnst að ekki ætti að einblína á geðröskun mannsins og kenna henni um það sem gerðist. „Rannsóknir sýna fram á að fólk með geðraskanir er ekkert hættulegra en aðrir. En þegar menn eru komnir með fíkniefni og önnur lyf þá getur allt gerst,“ segir hann og telur að fleiri úrræði vanti fyrir fólk eins og hann. „Þetta er tvöfaldur vandi. Langvarandi fíkniefnanotkun, skilst mér, og geðraskanir. Það er spurning hvar annað byrjar og hitt endar.“Tæknideild lögreglu við störf á vettvangiFréttablaðið/VilhelmMeð sérþjálfaða samningamenn Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru sérþjálfaðir samningamenn, sem eru hluti af sérsveitinni, á vettvangi í Hraunbæ á mánudaginn. Reyndu þeir ítrekað að ná sambandi við Sævar Rafn en án árangurs. Fréttablaðið hefur reynt að fá upplýsingar um fleiri aðgerðir lögreglunnar, þar á meðal hvort hægt hafi verið að fá starfsmann heilbrigðissviðs á vettvang til að reyna að ræða við Sævar og hvort ekki hefði verið hægt að bíða eftir því að hann kláraði skotfæri sín og ráðast svo inn til hans, en fékk þau svör frá embætti ríkislögreglustjóra að það mætti ekki veita slíkar upplýsingar á meðan rannsókn málsins stæði yfir. Byssumaður í Árbæ Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Gunnar Kristján Jónasson, bróðir Sævars Rafns Jónassonar, sem var skotinn til bana í Hraunbæ á mánudaginn, telur að lögreglan hafi brugðist rétt við á vettvangi. „Ég hugsa til þeirra sem lentu í kúlnahríðinni og get ekki séð að þeir hafi getað brugðist á nokkurn annan hátt við. Satt best að segja átti maður alltaf von á því að fá fréttir af þessum manni á hinn veginn, að hann hefði orðið einhverjum að bana,“ segir Gunnar. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær sagði Anna Jóna Jónasdóttir, systir Sævars, að hann hafi fyrir nokkrum mánuðum hótað því að grípa til vopna og drepa annað fólk. „Við erum harmi slegin yfir þessum atburði, en þökkum fyrir að hann hafi fallið en ekki einhver annar.“Ummerkin á stigaganginum í Hraunbæ leyna sér ekki. Skotgöt eru á vegg og hurð næstu íbúðar.Fréttablaðið/VilhelmSystkini Sævars vilja að harmleikurinn verði nýttur til góðs, þannig að hægt verði að benda á það sem betur má fara í geðheilbrigðismálum. „Það er mjög sérstakt að svona fólk skuli búa á meðal venjulegs fólks þegar vitað er að það stafar af því hætta,“ segir Gunnar. „Þetta er sorgarsaga fyrir geðheilbrigðismál á Íslandi hvernig tekið er á þessu. Við viljum að það fari í gang umræða um þessi mál.“ Gunnar segist hafa verið í litlu sambandi við Sævar. „Því miður hefur það verið þannig. Það var ekki hægt að vera í miklu sambandi við hann. Systur hans lögðu það á sig svolítið en hann var bara ekki hæfur til neinna samskipta, hann var það veikur. Hann var búinn að vera veikur í áratugi, frá því hann var um tvítugt. Hann hafði „droppað“ inn og út úr fangelsum og verið í stuttum heimsóknum á stofnunum. Síðan var honum bara hent út í strauminn sem hann ræður ekkert við og kann engin sundtök.“ Gunnar heldur áfram: „Þetta var mjög hæfileikaríkur einstaklingur sem ungur maður en um leið og fíknin náði tökum á honum þá hvarf karakterinn og einhver annar, bara fíkill, varð til og réð síðan ríkjum. Því miður er þetta bara sorgarsaga.“Hrannar JónssonSérsveitin hefði aldrei átt að ráðast í íbúðinaHrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar, telur að sérsveitin hefði ekki átt að ráðast til inngöngu gegn Sævari Rafni. „Þeir ráðast til inngöngu eftir tvo klukkutíma þegar allt fólkið er farið og engin hætta á ferðum. Þegar upp er staðið er ein manneskja sem hefur beðið varanlegan skaða af þessu og það er þessi maður,“ segir Hrannar, aðspurður. Hann telur að sá sem gaf skipunina um að ráðast inn í íbúð mannsins hafi brugðist. „Þegar menn gefa svona skipun eru miklar líkur á að einhver deyi. Þetta eru menn sem fá þjálfun í að skjóta til að taka menn út. Ég held að það sé mjög gott að fjölmiðlar séu gagnrýnir og haldi umræðunni áfram, því þetta er mjög stórt mál.“ Hrannar telur einnig að best væri ef lögreglan gæti kallað í vettvangs-„geðteymi“ sem gæti brugðist við í tilfellum sem þessum. Hann kallar einnig eftir því að gerð verði opinber rannsókn á aðdraganda aðgerðarinnar og vill ekki að ríkissaksóknari annist hana. Honum finnst að ekki ætti að einblína á geðröskun mannsins og kenna henni um það sem gerðist. „Rannsóknir sýna fram á að fólk með geðraskanir er ekkert hættulegra en aðrir. En þegar menn eru komnir með fíkniefni og önnur lyf þá getur allt gerst,“ segir hann og telur að fleiri úrræði vanti fyrir fólk eins og hann. „Þetta er tvöfaldur vandi. Langvarandi fíkniefnanotkun, skilst mér, og geðraskanir. Það er spurning hvar annað byrjar og hitt endar.“Tæknideild lögreglu við störf á vettvangiFréttablaðið/VilhelmMeð sérþjálfaða samningamenn Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru sérþjálfaðir samningamenn, sem eru hluti af sérsveitinni, á vettvangi í Hraunbæ á mánudaginn. Reyndu þeir ítrekað að ná sambandi við Sævar Rafn en án árangurs. Fréttablaðið hefur reynt að fá upplýsingar um fleiri aðgerðir lögreglunnar, þar á meðal hvort hægt hafi verið að fá starfsmann heilbrigðissviðs á vettvang til að reyna að ræða við Sævar og hvort ekki hefði verið hægt að bíða eftir því að hann kláraði skotfæri sín og ráðast svo inn til hans, en fékk þau svör frá embætti ríkislögreglustjóra að það mætti ekki veita slíkar upplýsingar á meðan rannsókn málsins stæði yfir.
Byssumaður í Árbæ Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira