Fótbolti

Robben: Þetta varð bara að gerast núna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arjen Robben með bikarinn eftir sigurinn í kvöld.
Arjen Robben með bikarinn eftir sigurinn í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty

Arjen Robben var hetja Bayern München í kvöld en hann skoraði sigurmark liðsins aðeins mínútu fyrir leikslok í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley-leikvanginum í London. Robben lagði einnig upp fyrra mark liðsins í leiknum.

„Ég á erfitt að lýsa þessari tilfinningu með orðum. Það fara í gegnum mig svo margar tilfinningar. Síðasta ár var svo mikil vonbrigði og þetta var þriðji úrslitaleikurinn minn á fjórum árum. Þetta varð bara að gerast núna," sagði Arjen Robben.

„Við þurftum samt að landa þessum sigri. Allur ferillinn rann fyrir augum mér eftir að ég skoraði sigurmarkið. Ég get bara ekki lýst tilfinningunni," sagði Robben.

„Þú vilt ekki alltaf lenda alltaf í 2. sæti. Við áttum sigurinn skilinn. Ég hef dreymt um þessa stund oft og mörgum sinnum. Það töluðu allir í liðinu um það fyrir leikinn að þetta væri okkar kvöld og það stóðst," sagði Robben.

„Við vissum það eftir síðasta tímabil að liðið varð að bæta sinn leik og það er einmitt það sem við gerðum. Við erum þegar komnir í sögubækurnar en núna eigum við möguleika á því að vinna þrennuna," sagði Robben.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×