Hljómsveitin Sigur Rós kom fram í þætti Jay Leno í gær. Hljómsveitin er nú á ferðalagi um Bandaríkin til þess að kynna nýja plötu sína, Kveikur, sem kemur út á þjóðhátíðardag okkar Íslendinga, 17. júní. Hljómsveitin hefur vakið mikla athygli að undanförnu en tónlist sem var í Simpsons þætti sem segja má að hafi verið tileinkaður Íslandi var einmitt samin af Sigur Rós.
Atriði þeirra í þætti Jay Leno í gær var allt hið glæsilegasta. Myndband Sigur Rósar úr Jay Leno þætti má finna á Vimeo síðu hljómsveitarinnar og má leiða að því líkum að hljómsveitin hafi fengið leyfi NBC stöðvarinnar, sem sýnir þætti Leno, til þess að birta þættina.
sigur rós - kveikur (live on the tonight show - with jay leno) from sigur rós on Vimeo.