Þakkir til Íslendings fyrir refsingar á bankamönnum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 25. desember 2013 18:54 „Halló. Þakka þér að Íslendingum fyrir að gefa frábært dæmi um baráttu og sigur gegn villainous bankamönnum.“ Þessi skilaboð fann Guðmundur Felix Grétarsson á bílnum sínum í morgun þar sem hann býr í Lyon í Frakklandi. Eins og margir eflaust vita er Guðmundur að bíða eftir að komast í aðgerð til þess að fá græddar á sig nýjar hendur, en hann missti báðar hendurnar í slysi sem hann varð fyrir árið 1998. Guðmundur þekkir manninn sem setti skilaboðin á bílrúðuna ekki neitt. Hann bætti honum þó við á Facebook síðu sína eftir að hann fékk skilaboðin og komst þá að því að maðurinn virðist vera mikill aðdáandi Íslands, hann er meðal annars með íslenska fánann sem opnumynd á síðunni sinni. Maðurinn hefur áttað sig á því að eigandi bílsins væri Íslendingur þar sem hann er með íslenskt bílnúmer með íslenska fánanum. „Þetta var plastað og textinn er á ensku og síðan er „Google-translate“ þýðing yfir á íslensku á miðanum,“ segir Guðmundur. Maðurinn er greinilega ánægður með það að íslenskum bankamönnum sé refsað á Íslandi og Guðmundur telur að það sé hann að vitna til nýrra frétta af Al Thani málinu.Bréfið sem Guðmundur fann á bílnum síum í morgun.Í bréfinu lýsir maðurinn því yfir hvað hann sé ánægður með Íslendinga og fordæmi þeirra í að refsa bankamönnum. Hið sama sé ekki uppi á teningnum í Frakklandi. Hann langi til að segja velkominn við Guðmund en það sé varla hægt að bjóða einhvern velkomin til lands eins og Frakklands þar sem hálfgert einræði ríki. Að lokum óskar hann Guðmundi velgengni og „Google-transelate“ þýðir setninguna svona: „fá mínar bestu óskir um velgengi fyrir það sem þú vilt takast á hendur.“ Guðmundi finnst kveðjan um hendurnar fyndin í ljósi aðstæðna hans. Hann segir þetta alls ekki eina dæmið um að Frakkar virðist ánægðir með Íslendinga. Foreldrar hans hafi nokkrum sinnum lent í því á röltinu að þegar fólk áttar sig á því að þau séu Íslendingar, að það minnist á það við þau hvað Ísland sé frábært fyrir að hafa tekið svona vel á málunum. Guðmundur heldur upp á jólin með fjölskyldu sinni, foreldrum tveimur dætrum og vini í Lyon. Yngri dóttir hans ætlar að vera hjá honum áfram og hefja skólagöngu þar eftir áramótin. „Samkvæmt nýjustu fréttum fer ég á listann strax eftir áramót,“ svarar Guðmundur um hvenær hann eigi von á því að komast í aðgerðina til að fá græddar nýjar hendur á sig. Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Sjá meira
„Halló. Þakka þér að Íslendingum fyrir að gefa frábært dæmi um baráttu og sigur gegn villainous bankamönnum.“ Þessi skilaboð fann Guðmundur Felix Grétarsson á bílnum sínum í morgun þar sem hann býr í Lyon í Frakklandi. Eins og margir eflaust vita er Guðmundur að bíða eftir að komast í aðgerð til þess að fá græddar á sig nýjar hendur, en hann missti báðar hendurnar í slysi sem hann varð fyrir árið 1998. Guðmundur þekkir manninn sem setti skilaboðin á bílrúðuna ekki neitt. Hann bætti honum þó við á Facebook síðu sína eftir að hann fékk skilaboðin og komst þá að því að maðurinn virðist vera mikill aðdáandi Íslands, hann er meðal annars með íslenska fánann sem opnumynd á síðunni sinni. Maðurinn hefur áttað sig á því að eigandi bílsins væri Íslendingur þar sem hann er með íslenskt bílnúmer með íslenska fánanum. „Þetta var plastað og textinn er á ensku og síðan er „Google-translate“ þýðing yfir á íslensku á miðanum,“ segir Guðmundur. Maðurinn er greinilega ánægður með það að íslenskum bankamönnum sé refsað á Íslandi og Guðmundur telur að það sé hann að vitna til nýrra frétta af Al Thani málinu.Bréfið sem Guðmundur fann á bílnum síum í morgun.Í bréfinu lýsir maðurinn því yfir hvað hann sé ánægður með Íslendinga og fordæmi þeirra í að refsa bankamönnum. Hið sama sé ekki uppi á teningnum í Frakklandi. Hann langi til að segja velkominn við Guðmund en það sé varla hægt að bjóða einhvern velkomin til lands eins og Frakklands þar sem hálfgert einræði ríki. Að lokum óskar hann Guðmundi velgengni og „Google-transelate“ þýðir setninguna svona: „fá mínar bestu óskir um velgengi fyrir það sem þú vilt takast á hendur.“ Guðmundi finnst kveðjan um hendurnar fyndin í ljósi aðstæðna hans. Hann segir þetta alls ekki eina dæmið um að Frakkar virðist ánægðir með Íslendinga. Foreldrar hans hafi nokkrum sinnum lent í því á röltinu að þegar fólk áttar sig á því að þau séu Íslendingar, að það minnist á það við þau hvað Ísland sé frábært fyrir að hafa tekið svona vel á málunum. Guðmundur heldur upp á jólin með fjölskyldu sinni, foreldrum tveimur dætrum og vini í Lyon. Yngri dóttir hans ætlar að vera hjá honum áfram og hefja skólagöngu þar eftir áramótin. „Samkvæmt nýjustu fréttum fer ég á listann strax eftir áramót,“ svarar Guðmundur um hvenær hann eigi von á því að komast í aðgerðina til að fá græddar nýjar hendur á sig.
Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Sjá meira