Fyrir hverja er tónlistargagnrýni? Jónas Sen skrifar 27. desember 2013 09:30 Schola cantorum. Mynd/Gunnar Freyr Steinsson Stjörnugjöf í dagblöðum er stundum umdeild í listaheiminum. En hún er veruleiki sem þarf að sætta sig við. Stjörnudómar eru úti um allt á netinu. Kosturinn við stjörnurnar er að maður veit strax hvort dómurinn er góður eða vondur. Þegar ég lít yfir þá gagnrýni sem ég skrifaði á árinu, sé ég að ég hef átta sinnum gefið fimm stjörnur, tuttugu og fimm sinnum fjórar stjörnur, tuttugu og einu sinni þrjár stjörnur, átta sinnum tvær stjörnur og tvisvar sinnum eina stjörnu. Þetta endurspeglar auðvitað ekki nákvæmlega hvernig tónlistarlífið var á árinu sem er að líða. Ég skrifa ekki um allt sem gerist. Það væri ekki nokkur leið, slíkt er framboðið. Markmið mitt er að greinarnar mínar séu eins konar þverskurður af því sem á sér stað. Því reyni ég að fjalla bæði um stórviðburði og minni tónleika. Mikilvægt er að umfjöllunin sé fjölbreytt. Hvaða fútt væri í því að gagnrýna bara Sinfóníutónleika og óperusýningar?Hreinskilni er nauðsynleg Stjörnurnar eru þó ekki aðalatriðið, heldur textinn. Hann verður að vera skrifaður af hreinskilni. Grundvallaratriði er að lesandinn treysti gagnrýnandanum. Hann er auðvitað ekki óskeikull og veit ekki allt. Gagnrýnin er því ekki einhver vísindaleg niðurstaða. Hún er skoðun einnar manneskju. En skoðunin á samt að vera byggð á þekkingu og yfirsýn og sett fram af heiðarleika. Hún á því að hafa vægi í umræðunni um það hvernig tiltekinn listviðburður heppnaðist. En vægi fyrir hvern? Fyrir hverja er tónlistargagnrýni hér í blaðinu? Stundum verður vart við þann misskilning að gagnrýnendur eigi að „rýna til gagns“ fyrir listafólkið sem stóð að viðburðinum. Að greinarnar eigi að vera ábending til tónlistarmannanna, borin fram í silkiumbúðum. Að gagnrýnendurnir séu einhvers konar auðmjúkir leiðbeinendur listafólksins. Svo er ekki. Gagnrýni í Fréttablaðinu er ætluð hinum almenna lesanda. Hún er til þess að almenningur átti sig betur á því hvað er að gerast í listalífinu. Margir þeirra sem halda tónleika fá styrki frá hinu opinbera í einhverri mynd. Það eru starfslaun listamanna, Tónlistarsjóður, Kraumur, Musica nova, ýmis niðurgreiðsla til Sinfóníuhljómsveitar Íslands, RÚV og fleiri aðila, svo maður tali nú ekki um allt sem Harpan kostaði. Hvaðan koma þessir peningar? Jú, frá fólki sem borgar skatta. Listamenn sem njóta hlunninda í formi styrkja og starfslauna eiga því að vera á tánum. Tónskáld, söngvarar og hljóðfæraleikarar verða að gera sitt besta. Ef þeir standa ekki undir væntingum á að segja frá því. Að sjálfsögðu á líka að hrósa því sem vel er gert. Hér er ég ekki að tala illa um styrki og starfslaun. Þau eru nauðsynleg til að ýta undir nýsköpun og fjölbreytni í menningarlífinu. Listaheimurinn yrði harla fátæklegur ef lögmál markaðarins ættu þar ein að gilda. En listamenn sem þiggja slíka aðstoð verða að þola það að fundið sé að verkum þeirra, ef ástæða er til. Þeir verða að átta sig á að gagnrýni er ekki skrifuð til þeirra og fyrir þá, heldur um þá í blaði sem er ætlað öllum almenningi.Reynt að banna gagnrýni Því miður er til fólk í tónlistarheiminum sem vill að umfjöllun um tónlist sé aðeins í formi frétta og fréttatilkynninga á undan tónleikum. Með öðrum orðum, það vill ókeypis auglýsingar. Það vill banna neikvæða gagnrýni. Upp kemur í hugann þegar Josef Göbbels, áróðursmeistari Þriðja ríkisins, gaf út yfirlýsingu um listgagnrýni. Frá því segir í bókinni Classical Music Criticism eftir Robert Schick (þýðing mín): „Þar sem árið 1936 hefur liðið án nokkurra fullnægjandi framfara í listgagnrýni, þá banna ég hér með iðkun listgagnrýni eins og hún hefur verið stunduð hingað til. Héðan í frá munu fréttir af listum koma í stað listgagnrýni… Listgagnrýnandinn mun nú víkja fyrir menningarritstjóranum… Í framtíðinni verður aðeins þeim menningarritstjórum leyft að fjalla um listir sem nálgast verkefni sitt með hreint hjarta og fullvissu [um réttmæti] þjóðernissósíalismans.“ Nú má segja að það sé ósmekklegt að kalla einhvern Göbbels! En það er samt sannleikskorn í þessari ýktu samlíkingu. Bannið á gagnrýni í Þriðja ríkinu hafði slæm áhrif. Listsköpun varð að samfelldum áróðri fyrir hið opinbera. Hvers konar tónlistarlíf yrði hér ef styrkjahöfðingjarnir fengju að vaða uppi óáreittir án þess að fá nokkru sinni slæma gagnrýni? Að öll menningarumfjöllun væri kranablaðamennska? Sumir kvarta líka undan því að gagnrýni sé ekki nógu fagleg. En Fréttablaðið er ekki fagtímarit. Greinar um tónlist hér þurfa að vera stuttar, læsilegar og snarpar. Og ekki er verra að þær séu skemmtilegar. Þær verða að vera á máli sem almenningur skilur, skrifaðar tæpitungulaust. Það þýðir að þær móðga einhverja af og til. Hjá því verður ekki komist. Samt eru þær byggðar á faglegu mati. Þeir sem geta ekki sætt sig við þannig gagnrýni ættu að gera eitthvað annað en að halda tónleika. Að svo mæltu óska ég lesendum mínum gleðilegs árs og þakka þeim samfylgdina á árinu sem er að líða. Frá mínum bæjardyrum séð var 2013 flott ár í klassísku tónlistinni. Stjörnurnar sem ég minntist á hér í byrjun gefa það til kynna. Ég er viss um að komandi ár verður fleiri stjörnum prýtt og enn þá skemmtilegra! Fréttir ársins 2013 Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Stjörnugjöf í dagblöðum er stundum umdeild í listaheiminum. En hún er veruleiki sem þarf að sætta sig við. Stjörnudómar eru úti um allt á netinu. Kosturinn við stjörnurnar er að maður veit strax hvort dómurinn er góður eða vondur. Þegar ég lít yfir þá gagnrýni sem ég skrifaði á árinu, sé ég að ég hef átta sinnum gefið fimm stjörnur, tuttugu og fimm sinnum fjórar stjörnur, tuttugu og einu sinni þrjár stjörnur, átta sinnum tvær stjörnur og tvisvar sinnum eina stjörnu. Þetta endurspeglar auðvitað ekki nákvæmlega hvernig tónlistarlífið var á árinu sem er að líða. Ég skrifa ekki um allt sem gerist. Það væri ekki nokkur leið, slíkt er framboðið. Markmið mitt er að greinarnar mínar séu eins konar þverskurður af því sem á sér stað. Því reyni ég að fjalla bæði um stórviðburði og minni tónleika. Mikilvægt er að umfjöllunin sé fjölbreytt. Hvaða fútt væri í því að gagnrýna bara Sinfóníutónleika og óperusýningar?Hreinskilni er nauðsynleg Stjörnurnar eru þó ekki aðalatriðið, heldur textinn. Hann verður að vera skrifaður af hreinskilni. Grundvallaratriði er að lesandinn treysti gagnrýnandanum. Hann er auðvitað ekki óskeikull og veit ekki allt. Gagnrýnin er því ekki einhver vísindaleg niðurstaða. Hún er skoðun einnar manneskju. En skoðunin á samt að vera byggð á þekkingu og yfirsýn og sett fram af heiðarleika. Hún á því að hafa vægi í umræðunni um það hvernig tiltekinn listviðburður heppnaðist. En vægi fyrir hvern? Fyrir hverja er tónlistargagnrýni hér í blaðinu? Stundum verður vart við þann misskilning að gagnrýnendur eigi að „rýna til gagns“ fyrir listafólkið sem stóð að viðburðinum. Að greinarnar eigi að vera ábending til tónlistarmannanna, borin fram í silkiumbúðum. Að gagnrýnendurnir séu einhvers konar auðmjúkir leiðbeinendur listafólksins. Svo er ekki. Gagnrýni í Fréttablaðinu er ætluð hinum almenna lesanda. Hún er til þess að almenningur átti sig betur á því hvað er að gerast í listalífinu. Margir þeirra sem halda tónleika fá styrki frá hinu opinbera í einhverri mynd. Það eru starfslaun listamanna, Tónlistarsjóður, Kraumur, Musica nova, ýmis niðurgreiðsla til Sinfóníuhljómsveitar Íslands, RÚV og fleiri aðila, svo maður tali nú ekki um allt sem Harpan kostaði. Hvaðan koma þessir peningar? Jú, frá fólki sem borgar skatta. Listamenn sem njóta hlunninda í formi styrkja og starfslauna eiga því að vera á tánum. Tónskáld, söngvarar og hljóðfæraleikarar verða að gera sitt besta. Ef þeir standa ekki undir væntingum á að segja frá því. Að sjálfsögðu á líka að hrósa því sem vel er gert. Hér er ég ekki að tala illa um styrki og starfslaun. Þau eru nauðsynleg til að ýta undir nýsköpun og fjölbreytni í menningarlífinu. Listaheimurinn yrði harla fátæklegur ef lögmál markaðarins ættu þar ein að gilda. En listamenn sem þiggja slíka aðstoð verða að þola það að fundið sé að verkum þeirra, ef ástæða er til. Þeir verða að átta sig á að gagnrýni er ekki skrifuð til þeirra og fyrir þá, heldur um þá í blaði sem er ætlað öllum almenningi.Reynt að banna gagnrýni Því miður er til fólk í tónlistarheiminum sem vill að umfjöllun um tónlist sé aðeins í formi frétta og fréttatilkynninga á undan tónleikum. Með öðrum orðum, það vill ókeypis auglýsingar. Það vill banna neikvæða gagnrýni. Upp kemur í hugann þegar Josef Göbbels, áróðursmeistari Þriðja ríkisins, gaf út yfirlýsingu um listgagnrýni. Frá því segir í bókinni Classical Music Criticism eftir Robert Schick (þýðing mín): „Þar sem árið 1936 hefur liðið án nokkurra fullnægjandi framfara í listgagnrýni, þá banna ég hér með iðkun listgagnrýni eins og hún hefur verið stunduð hingað til. Héðan í frá munu fréttir af listum koma í stað listgagnrýni… Listgagnrýnandinn mun nú víkja fyrir menningarritstjóranum… Í framtíðinni verður aðeins þeim menningarritstjórum leyft að fjalla um listir sem nálgast verkefni sitt með hreint hjarta og fullvissu [um réttmæti] þjóðernissósíalismans.“ Nú má segja að það sé ósmekklegt að kalla einhvern Göbbels! En það er samt sannleikskorn í þessari ýktu samlíkingu. Bannið á gagnrýni í Þriðja ríkinu hafði slæm áhrif. Listsköpun varð að samfelldum áróðri fyrir hið opinbera. Hvers konar tónlistarlíf yrði hér ef styrkjahöfðingjarnir fengju að vaða uppi óáreittir án þess að fá nokkru sinni slæma gagnrýni? Að öll menningarumfjöllun væri kranablaðamennska? Sumir kvarta líka undan því að gagnrýni sé ekki nógu fagleg. En Fréttablaðið er ekki fagtímarit. Greinar um tónlist hér þurfa að vera stuttar, læsilegar og snarpar. Og ekki er verra að þær séu skemmtilegar. Þær verða að vera á máli sem almenningur skilur, skrifaðar tæpitungulaust. Það þýðir að þær móðga einhverja af og til. Hjá því verður ekki komist. Samt eru þær byggðar á faglegu mati. Þeir sem geta ekki sætt sig við þannig gagnrýni ættu að gera eitthvað annað en að halda tónleika. Að svo mæltu óska ég lesendum mínum gleðilegs árs og þakka þeim samfylgdina á árinu sem er að líða. Frá mínum bæjardyrum séð var 2013 flott ár í klassísku tónlistinni. Stjörnurnar sem ég minntist á hér í byrjun gefa það til kynna. Ég er viss um að komandi ár verður fleiri stjörnum prýtt og enn þá skemmtilegra!
Fréttir ársins 2013 Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira