Útlitskröfur samfélagsins hlægilegar Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar 27. desember 2013 12:00 Anna Margrét Björnsdóttir skúffuskáld og verðandi skjalaþýðandi. Fréttablaðið/Valli Bókin Að vera kona kom nýlega út hjá útgáfufélaginu Uppheimum. Þýðandi bókarinnar er ungt skúffuskáld og verðandi skjalaþýðandi, Anna Margrét Björnsdóttir. „Bókin er ævisöguleg og alveg sprenghlægileg á köflum,“ segir Anna Margrét. Útgáfufélagið hafði samband við hana og fór þess á leit að hún þýddi bókina. „Ég kynntist bókinni þegar ég var beðin um að þýða hana og varð alveg ástfangin af henni. Nú hefur hún verið barnið mitt í heilt ár og mér þykir rosalega vænt um hana.“ Frásagnarháttur bókarinnar er inn á milli mjög kankvíslegur. „Tilgangur bókarinnar er að sýna fram á hvað margt af því rugli sem konur standa frammi fyrir er í raun fáránlegt. Stundum áttar maður sig á fáránleika hlutanna þegar maður er farinn að hlæja að þeim. Margt af því sem ég las um í bókinni fékk mig til að hugsa með mér: „Guð minn góður, þetta er alveg rétt hjá henni!“ Hún spyr til dæmis hvers vegna nærbuxur kvenna fara sífellt minnkandi, og hvers vegna konur láta það yfir sig ganga. Ef maður er í vafa um hvort um kynjamisrétti sé að ræða er ágætis þumalputtaregla að spyrja sig: er þetta eitthvað sem karlmenn þurfa líka að hafa áhyggjur af? Oftar en ekki er það ekki svo. Þá spyr maður sig hvaðan þessi krafa kemur.“ Þó að bókin sé spaugileg er líka alvarlegur undirtónn í henni, enda umfjöllunarefnið alls ekki alltaf broslegt. „Það eru dekkri hliðar á bókinni líka sem eru ótrúlega áhugaverðar. Það er einn kafli til dæmis þar sem hún fjallar um fóstureyðingar sem fékk mig til að sjá það málefni alveg í glænýju ljósi. Í kaflanum skrifar hún um eigin reynslu en hún fór sjálf í fóstureyðingu. Hún sagðist aldrei hafa verið í neinum vafa um það hvort hún ætti að eignast barnið, hún vissi að það vildi hún alls ekki gera. Konur í þessum aðstæðum eru svo oft málaðar sem fórnarlömb en hún upplifði sig alls ekki þannig. Ef kona getur ekki réttlætt fóstureyðinguna með því að hún hafi lent í að verða ófrísk og hún geti alls ekki eignast barnið, virðist viðhorfið vera að hún sé einfaldlega vond. Caitlin spyr hvers vegna konum er gert að skammast sín í þessum aðstæðum og hvers vegna þær fá ekki bara að ráða yfir sínum líkama sjálfar,“ segir Anna Margrét. „Ég er ekki að þýða neitt eins og er en bókmenntir eru algjörlega mín ástríða. Ég er skúffuskáld og hef enn ekki gefið út eftir mig en er á leið á smásagnanámskeið í febrúar svo það er aldrei að vita hvert næsta skref verður.“ Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Bókin Að vera kona kom nýlega út hjá útgáfufélaginu Uppheimum. Þýðandi bókarinnar er ungt skúffuskáld og verðandi skjalaþýðandi, Anna Margrét Björnsdóttir. „Bókin er ævisöguleg og alveg sprenghlægileg á köflum,“ segir Anna Margrét. Útgáfufélagið hafði samband við hana og fór þess á leit að hún þýddi bókina. „Ég kynntist bókinni þegar ég var beðin um að þýða hana og varð alveg ástfangin af henni. Nú hefur hún verið barnið mitt í heilt ár og mér þykir rosalega vænt um hana.“ Frásagnarháttur bókarinnar er inn á milli mjög kankvíslegur. „Tilgangur bókarinnar er að sýna fram á hvað margt af því rugli sem konur standa frammi fyrir er í raun fáránlegt. Stundum áttar maður sig á fáránleika hlutanna þegar maður er farinn að hlæja að þeim. Margt af því sem ég las um í bókinni fékk mig til að hugsa með mér: „Guð minn góður, þetta er alveg rétt hjá henni!“ Hún spyr til dæmis hvers vegna nærbuxur kvenna fara sífellt minnkandi, og hvers vegna konur láta það yfir sig ganga. Ef maður er í vafa um hvort um kynjamisrétti sé að ræða er ágætis þumalputtaregla að spyrja sig: er þetta eitthvað sem karlmenn þurfa líka að hafa áhyggjur af? Oftar en ekki er það ekki svo. Þá spyr maður sig hvaðan þessi krafa kemur.“ Þó að bókin sé spaugileg er líka alvarlegur undirtónn í henni, enda umfjöllunarefnið alls ekki alltaf broslegt. „Það eru dekkri hliðar á bókinni líka sem eru ótrúlega áhugaverðar. Það er einn kafli til dæmis þar sem hún fjallar um fóstureyðingar sem fékk mig til að sjá það málefni alveg í glænýju ljósi. Í kaflanum skrifar hún um eigin reynslu en hún fór sjálf í fóstureyðingu. Hún sagðist aldrei hafa verið í neinum vafa um það hvort hún ætti að eignast barnið, hún vissi að það vildi hún alls ekki gera. Konur í þessum aðstæðum eru svo oft málaðar sem fórnarlömb en hún upplifði sig alls ekki þannig. Ef kona getur ekki réttlætt fóstureyðinguna með því að hún hafi lent í að verða ófrísk og hún geti alls ekki eignast barnið, virðist viðhorfið vera að hún sé einfaldlega vond. Caitlin spyr hvers vegna konum er gert að skammast sín í þessum aðstæðum og hvers vegna þær fá ekki bara að ráða yfir sínum líkama sjálfar,“ segir Anna Margrét. „Ég er ekki að þýða neitt eins og er en bókmenntir eru algjörlega mín ástríða. Ég er skúffuskáld og hef enn ekki gefið út eftir mig en er á leið á smásagnanámskeið í febrúar svo það er aldrei að vita hvert næsta skref verður.“
Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira