"Út í hött að útrýma kanínum“ 14. ágúst 2013 14:41 "Það er það sama og með lúpínuna - út af því að þetta er eitthvað útlenskt,“ segir Jón Þorgeir. Mynd/Stefán „Mér finnst þessi umræða komin út í öfgar og hvernig fólk talar um kanínurnar - að þær séu að eyðileggja náttúruna? Dýr sem lifa á náttúrunni eru ekki að eyðileggja hana,“ segir listamaðurinn Jón Þorgeir Ragnarsson, íbúi við Skálará í Elliðaárdal. Eins og fram kom á Vísi í dag kannar Reykjavíkurborg nú hvort og hvar kanínur eru orðnar vandamál í borgarlandinu. Þá var haft eftir Guðmundi B. Friðrikssyni, skrifstofustjóra umhverfisgæða borgarinnar, að ekki væri hægt að tala um kanínur sem stórt vandamál nema þá ef til vill í Elliðaárdalnum, þar sem þeim er gefið yfir veturinn þannig að afföll verða minni en ella. Kanínurnar í Elliðaárdal sækja í heimili Jóns Þorgeirs Ragnarssonar og Halls Heiðars Hallssonar og hafa gert það um árabil eins og fram hefur komið. Sjálfur segir Jón Þorgeir að hann hafi aldrei keypt neina kanínu. „Fólk er að skilja þær eftir og þetta er orðið jafnvinsælt og Húsdýragarðurinn. Þær veita fólki mikla ánægju svo ég skil þetta bara ekki. En fólk verður svo sem alltaf að finna að einhverju,“ segir Jón Þorgeir. Honum finnst umsögn Náttúrufræðistofnunar um að útrýma beri öllum kanínum í íslenskri náttúru vera út í hött. „Það er það sama og með lúpínuna - út af því að þetta er eitthvað útlenskt. Ég held að við ættum þá að líta okkur nær og horfa á Litháana, Pólverjana og allt liðið,“ segir Jón Þorgeir. „Mér finnst líka svolítið sorglegt að það eru ömmur og afar að koma með barnabörnin hingað, fólk kemur af veitingastöðum til að gefa þeim að borða og svona. Þetta eru ekki bara við. Við sjáum það líka á börnunum að þau eru ekki hrædd við kanínurnar frekar en endur,“ segir Jón Þorgeir. „Þær hafa eitthvað heillandi og blítt. Þetta eru yndisleg dýr. Í raun og veru eru þær með besta áburðinn sem til er og engar bakteríur í honum. Grasið hjá okkur er grænna hjá okkur en hinum og það er kannski það sem veldur - öfund?“ Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira
„Mér finnst þessi umræða komin út í öfgar og hvernig fólk talar um kanínurnar - að þær séu að eyðileggja náttúruna? Dýr sem lifa á náttúrunni eru ekki að eyðileggja hana,“ segir listamaðurinn Jón Þorgeir Ragnarsson, íbúi við Skálará í Elliðaárdal. Eins og fram kom á Vísi í dag kannar Reykjavíkurborg nú hvort og hvar kanínur eru orðnar vandamál í borgarlandinu. Þá var haft eftir Guðmundi B. Friðrikssyni, skrifstofustjóra umhverfisgæða borgarinnar, að ekki væri hægt að tala um kanínur sem stórt vandamál nema þá ef til vill í Elliðaárdalnum, þar sem þeim er gefið yfir veturinn þannig að afföll verða minni en ella. Kanínurnar í Elliðaárdal sækja í heimili Jóns Þorgeirs Ragnarssonar og Halls Heiðars Hallssonar og hafa gert það um árabil eins og fram hefur komið. Sjálfur segir Jón Þorgeir að hann hafi aldrei keypt neina kanínu. „Fólk er að skilja þær eftir og þetta er orðið jafnvinsælt og Húsdýragarðurinn. Þær veita fólki mikla ánægju svo ég skil þetta bara ekki. En fólk verður svo sem alltaf að finna að einhverju,“ segir Jón Þorgeir. Honum finnst umsögn Náttúrufræðistofnunar um að útrýma beri öllum kanínum í íslenskri náttúru vera út í hött. „Það er það sama og með lúpínuna - út af því að þetta er eitthvað útlenskt. Ég held að við ættum þá að líta okkur nær og horfa á Litháana, Pólverjana og allt liðið,“ segir Jón Þorgeir. „Mér finnst líka svolítið sorglegt að það eru ömmur og afar að koma með barnabörnin hingað, fólk kemur af veitingastöðum til að gefa þeim að borða og svona. Þetta eru ekki bara við. Við sjáum það líka á börnunum að þau eru ekki hrædd við kanínurnar frekar en endur,“ segir Jón Þorgeir. „Þær hafa eitthvað heillandi og blítt. Þetta eru yndisleg dýr. Í raun og veru eru þær með besta áburðinn sem til er og engar bakteríur í honum. Grasið hjá okkur er grænna hjá okkur en hinum og það er kannski það sem veldur - öfund?“
Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira