Innlent

Óli Geir og félagar biðjast afsökunar

Forsvarsmenn Keflavík Music Festival, þeir Óli Geir Jónsson og Pálmi Þór Erlingsson biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis á hátíðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim félögum þar sem þeir þakka einnig góðar viðtökur gesta á hátíðinni.

Eins og Vísir greindi frá á föstudaginn voru tónlistarmenn afar ósáttir við skipulag hátíðarinnar og gagnrýndu þá félaga harðlega. Í tilkynningu frá Óla Geir og Pálma segir:

„Kappsemi íslendings er stundum meira en viðkomandi ræður við og má með sanni segja að það eigi vissulega við í okkar tilviki. 129 tónlistaratriði á einni helgi hefði verið meiriháttar árangur á okkar litla Íslandi en varð okkur sem stjórnendum ofviða um leið og fyrstu vandamálin komu upp. Sú staða valt síðan uppá sig þannig að erfitt var að ná til okkar sem aftur orsakaði fleiri uppákomur og vandamál. Á þessu öllu biðjumst við innilegrar afsökunar.“

Þá þakka félagarnir öllum þeim sem komu að hátíðinni einnig. Hægt er að lesa tilkynningu félaganna í heild sinni hér fyrir neðan:

Við undirritaðir viljum byrja á að þakka gestum hátíðarinnar fyrir komuna og ekki síður fyrir þá hegðun og umgegni sem lögregluyfirvöld hafa séð ástæðu til þakka sérstaklega. Einnig erum við gríðarlega þakklátir öllum þeim sem komu fram og stóðu með okkur sem og starfsmönnum hina ýmsu aðila sem gerðu þessa tónlistaveislu mögulega.

Þetta tækifæri viljum við þó sérstaklega nýta til að biðjast afsökunar á því sem úrskeiðis fór hjá okkur sjálfum. Kappsemi íslendings er stundum meira en viðkomandi ræður við og má með sanni segja að það eigi vissulega við í okkar tilviki. 129 tónlistaratriði á einni helgi hefði verið meiriháttar árangur á okkar litla Íslandi en varð okkur sem stjórnendum ofviða um leið og fyrstu vandamálin komu upp. Sú staða valt síðan uppá sig þannig að erfitt var að ná til okkar sem aftur orsakaði fleiri uppákomur og vandamál. Á þessu öllu biðjumst við innilegrar afsökunar.

Að lokum liggur fyrir að þrátt fyrir allt var gríðarleg stemming á Keflavik Music Festival og skemmtu tónlistargestir sér frábærlega. Fyrir þá staðreynd erum við stoltir og þakklátir þeim sem það gerðu mögulegt.

Með það veganesti munum við takast á við frágang þessarar hátíðar og gera okkar besta svo Keflavík Music Festival geti orðið árlegur viðburður um ókomin ár.

Ólafur Geir Jónsson

Pálmi Þór Erlingsson


Tengdar fréttir

Steed Lord og Sísí Ey hætta líka við - Romero mun spila

Fleiri listamenn hafa bæst í hóp þeirra sem troða ekki upp á Keflavík Music Festival um helgina en hljómsveitirnar Steed Lord og Sísí Ey hafa báðar afboðað komu sína á hátíðina samkvæmt tilkynningum á Facebook-síðum bandanna.

Ensími með sárabótatónleika vegna Keflavik Music Festival

Hljómsveitin Ensími ætlar, ásamt fleiri tónlistarmönnum, að halda ókeypis tónleika í tilefni þess að sveitin þurfti að afboða komu sína á Keflavik Music Festival. Tónleikarnir fara fram í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur föstudaginn eftir viku.

Óli Geir ætlar að klára hátíðina með stæl

Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Keflavík Music Festival ætla að halda sínu striki þrátt fyrir mótlætið sem þeir hafa orðið fyrir. "Keflavik Music Festival ætlar að standa undir nafni, klára tónlistarhátíðina með stæl og bjóða uppá frábæra tónleika,“ segir í yfirlýsingu Óla Geirs og félaga.

Ekkert að stressa okkur á veðurspánni

Keflavík Music Festival hefst formlega í kvöld og lýkur á sunnudag. Vont veður hefur verið í Keflavík en skipuleggjandinn Óli Geir er ekkert stressaður yfir því.

Lögreglan ánægð með Keflavík Music Festival

Gestir til fyrirmyndar á Keflavík Music Festival Tónlistarhátíðin Keflavík Music Festival hefur farið vel fram frá því hún hófst síðastliðinn fimmtudag samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

"Íslenskri tónlistarmenningu til skammar"

Hljómsveitin Skálmöld gaf frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði Keflavík Music Festival "fíaskó" og segir hátíðina jaðra við "glæpastarfsemi"

Keflavík Music Festival í uppnámi

Tvær hljómsveitir af fjórum sem spila áttu í Tuborg-tjaldinu á Keflavík Musik Festival hættu við að koma fram. Ekkert verður af tónleikum Micha Moor, sem spila átti á hátíðinni í kvöld, þar sem hann fékk enga flugmiða. Erfiðasta nótt lífs míns, segir tónleikahaldarinn Óli Geir.

KK og Bubbi hætta einnig við KMF

Enn fækkar þeim listamönnum sem koma áttu fram á Keflavík Music Festival. KK og Bubbi Morthens hafa báðir afboðað komu sína.

Outlandish hæstánægðir með KMF

Danska hiphop hljómsveitin Outlandish steig á stokk í Reykjaneshöllinni á Keflavík Music Festival í gærkvöldi og virtust ánægðir með tónleikana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×