Segir Ögmund hafa ógnað sjálfstæði ákæruvaldsins 12. febrúar 2013 17:17 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. „Því miður, þótt Ögmundur hafi oft verið trúverðugur í sínu þá ógnaði þessi ákvörðun hans sjálfstæði ákæruvaldsins," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sat á sameiginlegum fundi allsherjar- og menntamálanefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem fram fór í dag vegna komu FBI hingað til lands árið 2011. Meðal þeirra sem voru kallaðir á fund nefndarinnar voru Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari auk Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Ráðherrann segir í samtali við fjölmiðla að réttarbeiðni FBI, sem gerði þeim kleift að athafna sig hér á landi til þess að rannsaka yfirvofandi tölvuárás í júní árið 2011, hafi ekki verið gildi í ágúst sama ár, þegar þeir snéru aftur, til þess að ræða við ungan íslenskan ríkisborgara sem tengdist Wikileaks. Ögmundur segir rannsóknina þá hafa snúist um Wikileaks, ekki tölvuárásina sem snéri að stjórnarráðinu og var afstýrt samkvæmt fulltrúa ríkislögreglustjóra. Þorgerður er alfarið ósammála Ögmundi um að þarna hafi verið um tvær ólíkar rannsóknir að ræða. Meðal annars segir Þorgerður að það hafi verið skýr skilningur ríkissaksóknara að þarna væri um sama mál að ræða og fyrri réttarbeiðni í gildi. Því hafi það verið rangt, að mati Þorgerðar, að afturkalla beiðnina og í raun hafi Ögmundur haft óeðlileg afskipti af rannsókn ákæruvaldsins. Vísir spurði Ögmund sérstaklega eftir fundinn í dag hvort hann liti svo á að ákvörðunin um að afturkalla réttarbeiðnina fæli meðal annars í sér óeðlilegt afskipti af ákæruvaldinu. Því neitaði Ögmundur alfarið og sagði rannsókn FBI í seinna skiptið snúa að allt öðru en því sem beiðnin heimilaði upphaflega. Það er að segja rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks samtökunum og einstaklingum þeim tengdum. Spurð um þessa afstöðu Ögmundar svarar Þorgerður: „Þetta er bara eftiráskýring." Þorgerður segir málflutning Ögmundar tilfinningalegan og við hann blandar Ögmundur pólitískum spuna að hennar sögn. „En þarna urðu einfaldlega mistök," segir hún um ákvörðun ráðherrans að afturkalla beiðnina. Hún segir málið bera keim taugaveiklunar, „og kanafóbíu," bætir hún við og segir ákvörðunina vega alvarlega að sjálfstæði ákæruvaldsins. „Fundurinn kallar í raun á fleiri spurningar en hann svaraði," segir Þorgerður Katrín að lokum. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
„Því miður, þótt Ögmundur hafi oft verið trúverðugur í sínu þá ógnaði þessi ákvörðun hans sjálfstæði ákæruvaldsins," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sat á sameiginlegum fundi allsherjar- og menntamálanefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem fram fór í dag vegna komu FBI hingað til lands árið 2011. Meðal þeirra sem voru kallaðir á fund nefndarinnar voru Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari auk Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Ráðherrann segir í samtali við fjölmiðla að réttarbeiðni FBI, sem gerði þeim kleift að athafna sig hér á landi til þess að rannsaka yfirvofandi tölvuárás í júní árið 2011, hafi ekki verið gildi í ágúst sama ár, þegar þeir snéru aftur, til þess að ræða við ungan íslenskan ríkisborgara sem tengdist Wikileaks. Ögmundur segir rannsóknina þá hafa snúist um Wikileaks, ekki tölvuárásina sem snéri að stjórnarráðinu og var afstýrt samkvæmt fulltrúa ríkislögreglustjóra. Þorgerður er alfarið ósammála Ögmundi um að þarna hafi verið um tvær ólíkar rannsóknir að ræða. Meðal annars segir Þorgerður að það hafi verið skýr skilningur ríkissaksóknara að þarna væri um sama mál að ræða og fyrri réttarbeiðni í gildi. Því hafi það verið rangt, að mati Þorgerðar, að afturkalla beiðnina og í raun hafi Ögmundur haft óeðlileg afskipti af rannsókn ákæruvaldsins. Vísir spurði Ögmund sérstaklega eftir fundinn í dag hvort hann liti svo á að ákvörðunin um að afturkalla réttarbeiðnina fæli meðal annars í sér óeðlilegt afskipti af ákæruvaldinu. Því neitaði Ögmundur alfarið og sagði rannsókn FBI í seinna skiptið snúa að allt öðru en því sem beiðnin heimilaði upphaflega. Það er að segja rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks samtökunum og einstaklingum þeim tengdum. Spurð um þessa afstöðu Ögmundar svarar Þorgerður: „Þetta er bara eftiráskýring." Þorgerður segir málflutning Ögmundar tilfinningalegan og við hann blandar Ögmundur pólitískum spuna að hennar sögn. „En þarna urðu einfaldlega mistök," segir hún um ákvörðun ráðherrans að afturkalla beiðnina. Hún segir málið bera keim taugaveiklunar, „og kanafóbíu," bætir hún við og segir ákvörðunina vega alvarlega að sjálfstæði ákæruvaldsins. „Fundurinn kallar í raun á fleiri spurningar en hann svaraði," segir Þorgerður Katrín að lokum.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira