Segir Ögmund hafa ógnað sjálfstæði ákæruvaldsins 12. febrúar 2013 17:17 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. „Því miður, þótt Ögmundur hafi oft verið trúverðugur í sínu þá ógnaði þessi ákvörðun hans sjálfstæði ákæruvaldsins," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sat á sameiginlegum fundi allsherjar- og menntamálanefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem fram fór í dag vegna komu FBI hingað til lands árið 2011. Meðal þeirra sem voru kallaðir á fund nefndarinnar voru Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari auk Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Ráðherrann segir í samtali við fjölmiðla að réttarbeiðni FBI, sem gerði þeim kleift að athafna sig hér á landi til þess að rannsaka yfirvofandi tölvuárás í júní árið 2011, hafi ekki verið gildi í ágúst sama ár, þegar þeir snéru aftur, til þess að ræða við ungan íslenskan ríkisborgara sem tengdist Wikileaks. Ögmundur segir rannsóknina þá hafa snúist um Wikileaks, ekki tölvuárásina sem snéri að stjórnarráðinu og var afstýrt samkvæmt fulltrúa ríkislögreglustjóra. Þorgerður er alfarið ósammála Ögmundi um að þarna hafi verið um tvær ólíkar rannsóknir að ræða. Meðal annars segir Þorgerður að það hafi verið skýr skilningur ríkissaksóknara að þarna væri um sama mál að ræða og fyrri réttarbeiðni í gildi. Því hafi það verið rangt, að mati Þorgerðar, að afturkalla beiðnina og í raun hafi Ögmundur haft óeðlileg afskipti af rannsókn ákæruvaldsins. Vísir spurði Ögmund sérstaklega eftir fundinn í dag hvort hann liti svo á að ákvörðunin um að afturkalla réttarbeiðnina fæli meðal annars í sér óeðlilegt afskipti af ákæruvaldinu. Því neitaði Ögmundur alfarið og sagði rannsókn FBI í seinna skiptið snúa að allt öðru en því sem beiðnin heimilaði upphaflega. Það er að segja rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks samtökunum og einstaklingum þeim tengdum. Spurð um þessa afstöðu Ögmundar svarar Þorgerður: „Þetta er bara eftiráskýring." Þorgerður segir málflutning Ögmundar tilfinningalegan og við hann blandar Ögmundur pólitískum spuna að hennar sögn. „En þarna urðu einfaldlega mistök," segir hún um ákvörðun ráðherrans að afturkalla beiðnina. Hún segir málið bera keim taugaveiklunar, „og kanafóbíu," bætir hún við og segir ákvörðunina vega alvarlega að sjálfstæði ákæruvaldsins. „Fundurinn kallar í raun á fleiri spurningar en hann svaraði," segir Þorgerður Katrín að lokum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Því miður, þótt Ögmundur hafi oft verið trúverðugur í sínu þá ógnaði þessi ákvörðun hans sjálfstæði ákæruvaldsins," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sat á sameiginlegum fundi allsherjar- og menntamálanefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem fram fór í dag vegna komu FBI hingað til lands árið 2011. Meðal þeirra sem voru kallaðir á fund nefndarinnar voru Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari auk Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Ráðherrann segir í samtali við fjölmiðla að réttarbeiðni FBI, sem gerði þeim kleift að athafna sig hér á landi til þess að rannsaka yfirvofandi tölvuárás í júní árið 2011, hafi ekki verið gildi í ágúst sama ár, þegar þeir snéru aftur, til þess að ræða við ungan íslenskan ríkisborgara sem tengdist Wikileaks. Ögmundur segir rannsóknina þá hafa snúist um Wikileaks, ekki tölvuárásina sem snéri að stjórnarráðinu og var afstýrt samkvæmt fulltrúa ríkislögreglustjóra. Þorgerður er alfarið ósammála Ögmundi um að þarna hafi verið um tvær ólíkar rannsóknir að ræða. Meðal annars segir Þorgerður að það hafi verið skýr skilningur ríkissaksóknara að þarna væri um sama mál að ræða og fyrri réttarbeiðni í gildi. Því hafi það verið rangt, að mati Þorgerðar, að afturkalla beiðnina og í raun hafi Ögmundur haft óeðlileg afskipti af rannsókn ákæruvaldsins. Vísir spurði Ögmund sérstaklega eftir fundinn í dag hvort hann liti svo á að ákvörðunin um að afturkalla réttarbeiðnina fæli meðal annars í sér óeðlilegt afskipti af ákæruvaldinu. Því neitaði Ögmundur alfarið og sagði rannsókn FBI í seinna skiptið snúa að allt öðru en því sem beiðnin heimilaði upphaflega. Það er að segja rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks samtökunum og einstaklingum þeim tengdum. Spurð um þessa afstöðu Ögmundar svarar Þorgerður: „Þetta er bara eftiráskýring." Þorgerður segir málflutning Ögmundar tilfinningalegan og við hann blandar Ögmundur pólitískum spuna að hennar sögn. „En þarna urðu einfaldlega mistök," segir hún um ákvörðun ráðherrans að afturkalla beiðnina. Hún segir málið bera keim taugaveiklunar, „og kanafóbíu," bætir hún við og segir ákvörðunina vega alvarlega að sjálfstæði ákæruvaldsins. „Fundurinn kallar í raun á fleiri spurningar en hann svaraði," segir Þorgerður Katrín að lokum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira