Þurfti að selja vegna skatta Haraldur Guðmundsson skrifar 17. október 2013 07:00 Friðrik segir að sér hafi verið refsað fyrir að nota arð af fyrirtæki sínu til að byggja það upp. Fréttablaðið/Pjetur „Hér á landi er fólki refsað fyrir að reka fyrirtæki sín skynsamlega og á heiðarlegan hátt,“ segir Friðrik Skúlason, fyrrverandi eigandi hugbúnaðarfyrirtækisins Frisk Software. Friðrik neyddist að eigin sögn til að selja fyrirtækið á síðasta ári vegna auðlegðarskatts stjórnvalda. Á þeim tíma var fyrirtækið að hans sögn skuldlaust og nokkurra hundraða milljóna króna virði. Þar sem Friðrik og eiginkona hans, Björg M. Ólafsdóttir, áttu nánast öll hlutabréf í fyrirtækinu voru þau skilgreind sem eigendur stórrar eignar og rukkuð um auðlegðarskatt út frá eigin fé fyrirtækisins. „Einu tekjurnar sem við höfðum af eigninni voru launin okkar því við vildum ekki greiða okkur út arð heldur nota hann til að byggja fyrirtækið upp. Á sama tíma vorum við rukkuð um svo háan auðlegðarskatt að við höfðum engin laun í fjóra mánuði á ári. Okkur var því refsað fyrir að vilja nota arðinn af eigninni til að byggja hana upp,“ segir Friðrik. Fyrirtækið er í dag í eigu erlendra aðila og heitir nú Commtouch Iceland ehf. Eftir söluna voru nokkrar deildir innan þess lagðar niður eða fluttar úr landi og við það misstu um 20 manns vinnuna. Allur framtíðarhagnaður af sölu á vörum fyrirtækisins, sem sérhæfir sig í að þróa forrit til að finna tölvuveirur og annan óæskilegan hugbúnað, verður nú eftir í útlöndum og skilar ekki lengur gjaldeyri inn í landið. Á þeim árum sem fyrirtækið starfaði að öllu leyti á Íslandi skilaði það að sögn Friðriks nokkrum milljörðum króna í erlendum gjaldeyri til landsins. „Áður en ég tók ákvörðum um að selja fyrirtækið hafði ég nokkra valkosti í stöðunni. Ég gat skuldsett fyrirtækið til að borga mér hærri laun svo ég gæti borgað auðlegðarskattinn. Ég gat einnig hætt að láta arðinn fara inn í fyrirtækið og farið að reka fólk og skera niður til að geta borgað sjálfum mér arð til að eiga fyrir skattinum. Á endanum var einfaldast að selja fyrirtækið,“ segir Friðrik. Gjaldeyrishöftin eru oft nefnd sem ein aðalástæðan fyrir því að íslensk tæknifyrirtæki geti ekki nálgast nauðsynlegt fjármagn til að vaxa og dafna. Friðrik segir að höftin hafi ekki spilað inn í ákvörðun hans. „Við vorum ekki að leitast eftir fjármagni heldur rákum fyrirtækið á eigin fé. Við rákum það eins og litla gula hænan gerði hlutina, ein og óstudd. En litla gula hænan virðist ekki vera vel liðin á Íslandi og því var það eina sem ég gat gert að fara leið hennar og segja, ég tek þá bara brauðið mitt og borða það sjálfur,“ segir Friðrik. Hann nefnir ýmsar aðrar ástæður þess að hann er ekki bjartsýnn á þróun tæknigeirans hér á landi. Friðrik nefnir sem dæmi að íslenska menntakerfið skili ekki þeim fjölda tæknimenntaðra einstaklinga sem atvinnulífið þarf á að halda. „Mín ráðlegging til þeirra sem eru í sömu sporum og ég var árið 1987, þegar ég lagði grunninn að stofnun fyrirtækisins, er að byrja á því að flytja fyrirtækin úr landi. Ísland er of fjandsamlegt tæknifyrirtækjum til að það sé nokkuð vit í að vera hérna.“ Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
„Hér á landi er fólki refsað fyrir að reka fyrirtæki sín skynsamlega og á heiðarlegan hátt,“ segir Friðrik Skúlason, fyrrverandi eigandi hugbúnaðarfyrirtækisins Frisk Software. Friðrik neyddist að eigin sögn til að selja fyrirtækið á síðasta ári vegna auðlegðarskatts stjórnvalda. Á þeim tíma var fyrirtækið að hans sögn skuldlaust og nokkurra hundraða milljóna króna virði. Þar sem Friðrik og eiginkona hans, Björg M. Ólafsdóttir, áttu nánast öll hlutabréf í fyrirtækinu voru þau skilgreind sem eigendur stórrar eignar og rukkuð um auðlegðarskatt út frá eigin fé fyrirtækisins. „Einu tekjurnar sem við höfðum af eigninni voru launin okkar því við vildum ekki greiða okkur út arð heldur nota hann til að byggja fyrirtækið upp. Á sama tíma vorum við rukkuð um svo háan auðlegðarskatt að við höfðum engin laun í fjóra mánuði á ári. Okkur var því refsað fyrir að vilja nota arðinn af eigninni til að byggja hana upp,“ segir Friðrik. Fyrirtækið er í dag í eigu erlendra aðila og heitir nú Commtouch Iceland ehf. Eftir söluna voru nokkrar deildir innan þess lagðar niður eða fluttar úr landi og við það misstu um 20 manns vinnuna. Allur framtíðarhagnaður af sölu á vörum fyrirtækisins, sem sérhæfir sig í að þróa forrit til að finna tölvuveirur og annan óæskilegan hugbúnað, verður nú eftir í útlöndum og skilar ekki lengur gjaldeyri inn í landið. Á þeim árum sem fyrirtækið starfaði að öllu leyti á Íslandi skilaði það að sögn Friðriks nokkrum milljörðum króna í erlendum gjaldeyri til landsins. „Áður en ég tók ákvörðum um að selja fyrirtækið hafði ég nokkra valkosti í stöðunni. Ég gat skuldsett fyrirtækið til að borga mér hærri laun svo ég gæti borgað auðlegðarskattinn. Ég gat einnig hætt að láta arðinn fara inn í fyrirtækið og farið að reka fólk og skera niður til að geta borgað sjálfum mér arð til að eiga fyrir skattinum. Á endanum var einfaldast að selja fyrirtækið,“ segir Friðrik. Gjaldeyrishöftin eru oft nefnd sem ein aðalástæðan fyrir því að íslensk tæknifyrirtæki geti ekki nálgast nauðsynlegt fjármagn til að vaxa og dafna. Friðrik segir að höftin hafi ekki spilað inn í ákvörðun hans. „Við vorum ekki að leitast eftir fjármagni heldur rákum fyrirtækið á eigin fé. Við rákum það eins og litla gula hænan gerði hlutina, ein og óstudd. En litla gula hænan virðist ekki vera vel liðin á Íslandi og því var það eina sem ég gat gert að fara leið hennar og segja, ég tek þá bara brauðið mitt og borða það sjálfur,“ segir Friðrik. Hann nefnir ýmsar aðrar ástæður þess að hann er ekki bjartsýnn á þróun tæknigeirans hér á landi. Friðrik nefnir sem dæmi að íslenska menntakerfið skili ekki þeim fjölda tæknimenntaðra einstaklinga sem atvinnulífið þarf á að halda. „Mín ráðlegging til þeirra sem eru í sömu sporum og ég var árið 1987, þegar ég lagði grunninn að stofnun fyrirtækisins, er að byrja á því að flytja fyrirtækin úr landi. Ísland er of fjandsamlegt tæknifyrirtækjum til að það sé nokkuð vit í að vera hérna.“
Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira