Enski boltinn

Koscielny tryggði Arsenal Meistaradeildarsætið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Wenger og strákarnir fögnuðu fjórða sætinu vel í dag.
Wenger og strákarnir fögnuðu fjórða sætinu vel í dag. Nordicphotos/AFP

Arsenal lagði Newcastle að velli 1-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Sigurinn tryggir liðinu 4. sæti deildarinnar og sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð.

Gestirnir frá Lundúnum réðu ferðinni á St. James' Park í dag en gekk illa að skora. Eina mark leiksins kom á sjöundu mínútu í síðari hálfleik þegar miðvörðurinn Laurent Koscielny skoraði.

Steve Harper lék sinn síðasta leik fyrir Newcastle í dag og litlu munaði að hann þyrfti að sækja knöttin í net sitt öðru sinni þegar skot Theo Walcott í viðbótartíma hafnaði í stönginni.

Arsenal hafnar því í fjórða sæti en Tottenham, sem lagði Sunderland með draumamarki Gareth Bale, hafnar í því fimmta. Með sigri hefði Newcastle hafnaði í 12. sæti deildarinnar en tap skilur liðið eftir í 16. sæti.


Tengdar fréttir

Norwich skellti City og Nolan með þrennu

Kanarífuglarnir frá Norwich gerðu sér lítið fyrir og unnu 3-2 sigur á andlausu liði Manchester City á útivelli í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×