Enski boltinn

Norwich skellti City og Nolan með þrennu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Kanarífuglarnir frá Norwich gerðu sér lítið fyrir og unnu 3-2 sigur á andlausu liði Manchester City á útivelli í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Gestirnir frá Norwich komust þrívegis yfir í leiknum. Jack Rodwell jafnaði tvisvar fyrir bláklædda heimamenn sem virðast ekki hafa jafnað sig á tapinu gegn Wigan í úrslitum enska bikarsins á dögunum.

Jonny Howson tryggði Norwich stigin þrjú með marki um miðjan síðari hálfleikinn.

Kevin Nolan skoraði þrennu í lokaleik tímabilsins.Nordicphotos/Getty

Kevin Nolan skoraði þrennu þegar West Ham lagði Reading að velli 4-2 í markaleik á Boylen Ground.

Önnur úrslit:

Wigan 2-2 Aston Villa

Southampton 1-1 Stoke

Swansea 0-3 Fulham

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

Mata og Torres sáu um Everton

Juan Mata og Fernando Torres skoruðu mörk Chelsea sem lagði Everton að velli 2-1 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Lukaku spillti kveðjustund Sir Alex

Romelu Lukaku kom inn á sem varamaður og skoraði þrennu í ótrúlegu 5-5 jafntefli West Brom og Manchester United í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Markaveislan í kveðjuleik Sir Alex

Leikmenn West Brom og Manchester United buðu til veislu á The Hawthorns í West Bromwich í dag. Lokatölurnar urðu 5-5 þar sem Romelu Lukaku stal senunni.

Carragher kvaddi með sigri

Liverpool kvaddi einn sinn dáðasta son, Jamie Carragher, þegar liðið lagði QPR að velli 1-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Draumamark Bale dugði ekki til | Myndband

Tottenham lagði Sunderland 1-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Sigurinn dugði liðinu þó ekki til sætis í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð þar sem Arsenal stóð sína vakt gegn Newcastle.

Koscielny tryggði Arsenal Meistaradeildarsætið

Arsenal lagði Newcastle að velli 1-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Sigurinn tryggir liðinu 4. sæti deildarinnar og sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×