Lögregla skuli fá að gabba níðinga Sunna Valgerðardóttir skrifar 16. janúar 2013 07:00 Fjölmennur fundur um kynferðisbrot Allsherjar- og menntamálanefnd kallaði meðal annars til sín fulltrúa frá Barnaverndarstofu, lögreglu, Stígamótum, Mannréttindaskrifstofu, Ríkissaksóknara og innanríkisráðuneytinu í gær til að ræða kynferðisbrot gegn börnum.Fréttablaðið/Anton „Ég og fleiri úr nefndinni munum beita okkur fyrir þessum forvirku heimildum. Mín skoðun er sú að í þessum málaflokki einum, og engum öðrum, er réttlætanlegt að beita róttækari aðgerðum en gengur og gerist," segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.Samstaða um tálbeitur Nefndin hélt fund í gær með fjölmörgum fulltrúum kerfisins þar sem rætt var um kynferðisbrot gegn börnum. Rauði þráðurinn á fundinum var rannsóknarheimildir lögreglu til að beita svonefndum virkum tálbeitum á netinu gegn kynferðisbrotamönnum. Almenn samstaða ríkti meðal fundarmanna um að sá veruleiki sem blasti við samfélaginu í dag, að kynferðisbrotamenn væru í auknum mæli að nýta sér netið til að komast í kynni við börn til að brjóta á, kallaði á róttækari aðgerðir gegn þeim. „Menn eru að fara yfir á netið og það er veruleg ógn í því," sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri. „Níðingar koma sér þar fyrir til að komast í samband við börn og sumum tekst það. Það tekur styttri tíma en áður og það er mun breiðara mengi sem þeir ná yfir. Þetta kallar á önnur viðbrögð af hálfu yfirvalda." Í dag hefur lögreglan heimild til að taka yfir samskipti tveggja raunverulegra einstaklinga, eins og til dæmis að taka sæti barns í samskiptum þess við grunaðan mann. Hún hefur ekki heimild til að búa til skáldaða persónu frá grunni til að komast í samskipti við mögulega barnaníðinga. „Það vantar heimild til að búa til tálbeitur á netinu og kanna hvað er þarna úti," segir Stefán. „Ég geri mér grein fyrir því að það er langt gengið og að nauðsynlegt er að bera það saman við mannréttindasáttmála Evrópu. En við verðum að takast á við veruleikann eins og hann er. Við þurfum að ganga lengra, en eingöngu á þessu sviði."Umdeildar aðferðir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari benti á að það væru nú þegar heimildir til staðar um notkun tálbeitna. „En það verður að hafa í huga að með þessu er í raun verið að láta menn fremja brot sem þeir hefðu kannski ekki annars framið. Það eru gríðarleg inngrip með þessum virku tálbeitum," sagði hún. „En það á ekki að ýta þessu út af borðinu, heldur verður að skoða hvort við getum beitt þessu." Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu, Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, og Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, tóku öll undir þá skoðun á fundinum að Alþingi bæri að veita lögreglu þessar auknu heimildir. Fulltrúar innanríkisráðuneytisins bentu á, líkt og ríkissaksóknari, að nú þegar væru tálbeituheimildir til staðar, en tjáðu sig ekki frekar um rýmkun þeirra.Mikill fælingarmáttur Björgvin bendir á að hann hafi rætt um notkun tálbeitna og aðrar umdeildar rannsóknaraðferðir lögreglu fyrir nokkrum árum síðan og nú beri að fikra sig í átt að því. „Við eigum að veita lögreglu þessar heimildir því ég tel fælingarmáttinn sem í þeim felst vera mikinn gagnvart þeim sem hyggjast nota þennan galopna vettvang sem netið er," segir hann. „Við verðum að stíga skref í þessa átt þó að í því felist ýmislegt umdeilanlegt. Ég tel að það sé réttlætanlegt og hef einungis styrkst í þeirri skoðun." Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
„Ég og fleiri úr nefndinni munum beita okkur fyrir þessum forvirku heimildum. Mín skoðun er sú að í þessum málaflokki einum, og engum öðrum, er réttlætanlegt að beita róttækari aðgerðum en gengur og gerist," segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.Samstaða um tálbeitur Nefndin hélt fund í gær með fjölmörgum fulltrúum kerfisins þar sem rætt var um kynferðisbrot gegn börnum. Rauði þráðurinn á fundinum var rannsóknarheimildir lögreglu til að beita svonefndum virkum tálbeitum á netinu gegn kynferðisbrotamönnum. Almenn samstaða ríkti meðal fundarmanna um að sá veruleiki sem blasti við samfélaginu í dag, að kynferðisbrotamenn væru í auknum mæli að nýta sér netið til að komast í kynni við börn til að brjóta á, kallaði á róttækari aðgerðir gegn þeim. „Menn eru að fara yfir á netið og það er veruleg ógn í því," sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri. „Níðingar koma sér þar fyrir til að komast í samband við börn og sumum tekst það. Það tekur styttri tíma en áður og það er mun breiðara mengi sem þeir ná yfir. Þetta kallar á önnur viðbrögð af hálfu yfirvalda." Í dag hefur lögreglan heimild til að taka yfir samskipti tveggja raunverulegra einstaklinga, eins og til dæmis að taka sæti barns í samskiptum þess við grunaðan mann. Hún hefur ekki heimild til að búa til skáldaða persónu frá grunni til að komast í samskipti við mögulega barnaníðinga. „Það vantar heimild til að búa til tálbeitur á netinu og kanna hvað er þarna úti," segir Stefán. „Ég geri mér grein fyrir því að það er langt gengið og að nauðsynlegt er að bera það saman við mannréttindasáttmála Evrópu. En við verðum að takast á við veruleikann eins og hann er. Við þurfum að ganga lengra, en eingöngu á þessu sviði."Umdeildar aðferðir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari benti á að það væru nú þegar heimildir til staðar um notkun tálbeitna. „En það verður að hafa í huga að með þessu er í raun verið að láta menn fremja brot sem þeir hefðu kannski ekki annars framið. Það eru gríðarleg inngrip með þessum virku tálbeitum," sagði hún. „En það á ekki að ýta þessu út af borðinu, heldur verður að skoða hvort við getum beitt þessu." Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu, Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, og Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, tóku öll undir þá skoðun á fundinum að Alþingi bæri að veita lögreglu þessar auknu heimildir. Fulltrúar innanríkisráðuneytisins bentu á, líkt og ríkissaksóknari, að nú þegar væru tálbeituheimildir til staðar, en tjáðu sig ekki frekar um rýmkun þeirra.Mikill fælingarmáttur Björgvin bendir á að hann hafi rætt um notkun tálbeitna og aðrar umdeildar rannsóknaraðferðir lögreglu fyrir nokkrum árum síðan og nú beri að fikra sig í átt að því. „Við eigum að veita lögreglu þessar heimildir því ég tel fælingarmáttinn sem í þeim felst vera mikinn gagnvart þeim sem hyggjast nota þennan galopna vettvang sem netið er," segir hann. „Við verðum að stíga skref í þessa átt þó að í því felist ýmislegt umdeilanlegt. Ég tel að það sé réttlætanlegt og hef einungis styrkst í þeirri skoðun."
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira