Lífið

Verður jafn stórt og Gay pride

Palli segir Eurobandið hafa yfir 60 lög á lagalista og að það verði eflaust risadjamm á sviðinu í Silfurbergi.
Palli segir Eurobandið hafa yfir 60 lög á lagalista og að það verði eflaust risadjamm á sviðinu í Silfurbergi.
"Eurobandið á lagalista sem telur yfir 60 lög og ef ég þekki þennan hóp flytjenda rétt kunnum við þau öll utanbókar. Við þurfum því bara að fara yfir listann og velja úr. Þetta verður bara risadjamm á sviðinu," segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem verður á sviðinu á Eurovision-tónleikunum í Hörpu. "Mér líst rosalega vel á þetta og er mjög spenntur, bæði fyrir tónleikunum og líka fyrir hátíðinni sjálfri," segir hann. "Ég hef trú á að með Rainbow Reykjavík-hátíðinni sé Pink Iceland að sá fræi sem stækkar með árunum og verður á endanum jafn stórt og Gay Pride er á sumrin," bætir hann við.

Páll Óskar er einn mesti Eurovision-spekingur landsins og frá árinu 2003 hefur hann haldið stór Eurovision-böll á skemmtistaðnum Nasa kvöldið sem aðalkeppnin fer fram. Á því verður þó breyting í ár í ljósi þess að búið er að loka staðnum. "Mig dreymir um að halda tvo viðburði í Reykjavík á árinu, Eurovision-ballið og Gay Pride-ballið. Einmitt núna hef ég ekki hugmynd um hvernig það fer en ég er að leita logandi ljósi að hentugum ballstað í miðbænum," segir hann.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.