Sunna bar sigur úr býtum í fyrsta bardaganum Sara McMahon skrifar 19. febrúar 2013 12:00 Sunna Rannveig Davíðsdóttir eyðir þremur mánuðum í þjálfunarbúðum á taílensku eyjunni Phuket þar sem hún æfir blandaðar bardagaíþróttir. „Mig hefur dreymt um að koma hingað í mörg ár, alveg frá því ég byrjaði fyrst að æfa muay thai. Uppáhaldsbardagamaðurinn minn var og er Buakaw Por Pramuk og hann var kveikjan að því að ég kom hingað," segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir sem dvelur í þrjá mánuði í þjálfunarbúðum á taílensku eyjunni Phuket þar sem hún æfir blandaðar bardagaíþróttir og muay thai. „Ég skoðaði myndband á Youtube fyrir mörgum árum síðan og fann þannig Tiger Muay Thai MMA-gymmið þar sem ég bý núna. Hér er allt sem ég þarf og frábærir þjálfarar, bæði taílenskir og annars staðar frá." Einungis viku eftir komuna til Taílands keppti Sunna Rannveig sinn fyrsta bardaga inni í hring. Hún mætti ástralskri stúlku og bar sigur úr býtum eftir þrjár þriggja mínútna lotur. „Ég fékk dags fyrirvara og var aðeins búin að taka fjórar æfingar fyrir bardagann, en ákvað að slá til og hafa gaman. Ég lærði mikið af þessu og fékk smá tilfinningu fyrir því hvernig er að berjast í hringnum. Þetta var góð upphitun fyrir næsta bardaga sem verður á laugardag og er minn fyrsti í búrinu," segir Sunna Rannveig sem hefur æft muay thai frá árinu 2009 og lagt stund á MMA hjá Mjölni síðustu tvö ár. Hún kennir jafnframt víkingaþrek hjá félaginu auk þess sem hún ekur leigubíl um helgar. Hún segir daginn í þjálfunarbúðunum byrja snemma og einkennast af stöndum æfingum. „Ég byrja á því að fara í jóga klukkan sjö um morguninn og síðan taka við harðar muay thai-æfingar til hádegis. Svo hvíli ég mig og borða og svo tek ég annað hvort MMA- eða boxæfingu um fjögur og um kvöldmatarleytið er BJJ æfing." Sunna Rannveig á dótturina Önnu Rakel sem bíður spennt eftir heimkomu móður sinnar, en sú stutta æfir einnig hjá Mjölni. „Það erfiðasta sem ég hef gert er að kveðja Önnu Rakel, en ég hefði aldrei farið án hennar samþykkis, Hún er líka lítil íþróttakona og hefur stundað æfingar hjá Mjölni frá sex ára aldri. Ég er ótrúlega stolt af henni, sama hvað hún tekur sér fyrir hendur, en það er einstaklega gaman að eiga sama áhugamál og hún," segir Sunna að lokum. Hægt er að sjá Sunnu á léttari nótum þegar hún barðist við Nilla í Týndu kynslóðinni hér á sjónvarpssíðu Vísis. Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
„Mig hefur dreymt um að koma hingað í mörg ár, alveg frá því ég byrjaði fyrst að æfa muay thai. Uppáhaldsbardagamaðurinn minn var og er Buakaw Por Pramuk og hann var kveikjan að því að ég kom hingað," segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir sem dvelur í þrjá mánuði í þjálfunarbúðum á taílensku eyjunni Phuket þar sem hún æfir blandaðar bardagaíþróttir og muay thai. „Ég skoðaði myndband á Youtube fyrir mörgum árum síðan og fann þannig Tiger Muay Thai MMA-gymmið þar sem ég bý núna. Hér er allt sem ég þarf og frábærir þjálfarar, bæði taílenskir og annars staðar frá." Einungis viku eftir komuna til Taílands keppti Sunna Rannveig sinn fyrsta bardaga inni í hring. Hún mætti ástralskri stúlku og bar sigur úr býtum eftir þrjár þriggja mínútna lotur. „Ég fékk dags fyrirvara og var aðeins búin að taka fjórar æfingar fyrir bardagann, en ákvað að slá til og hafa gaman. Ég lærði mikið af þessu og fékk smá tilfinningu fyrir því hvernig er að berjast í hringnum. Þetta var góð upphitun fyrir næsta bardaga sem verður á laugardag og er minn fyrsti í búrinu," segir Sunna Rannveig sem hefur æft muay thai frá árinu 2009 og lagt stund á MMA hjá Mjölni síðustu tvö ár. Hún kennir jafnframt víkingaþrek hjá félaginu auk þess sem hún ekur leigubíl um helgar. Hún segir daginn í þjálfunarbúðunum byrja snemma og einkennast af stöndum æfingum. „Ég byrja á því að fara í jóga klukkan sjö um morguninn og síðan taka við harðar muay thai-æfingar til hádegis. Svo hvíli ég mig og borða og svo tek ég annað hvort MMA- eða boxæfingu um fjögur og um kvöldmatarleytið er BJJ æfing." Sunna Rannveig á dótturina Önnu Rakel sem bíður spennt eftir heimkomu móður sinnar, en sú stutta æfir einnig hjá Mjölni. „Það erfiðasta sem ég hef gert er að kveðja Önnu Rakel, en ég hefði aldrei farið án hennar samþykkis, Hún er líka lítil íþróttakona og hefur stundað æfingar hjá Mjölni frá sex ára aldri. Ég er ótrúlega stolt af henni, sama hvað hún tekur sér fyrir hendur, en það er einstaklega gaman að eiga sama áhugamál og hún," segir Sunna að lokum. Hægt er að sjá Sunnu á léttari nótum þegar hún barðist við Nilla í Týndu kynslóðinni hér á sjónvarpssíðu Vísis.
Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira