Gæti reynst fordæmisgefandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. apríl 2013 08:30 Útlit er fyrir að Kári muni ekki spila félagsliðshandbolta aftur fyrr en á næsta tímabili, en þá verður hann genginn til liðs við Bjerringbro/Silkeborg í Danmörku.fréttablaðið/stefán Kári Kristján Kristjánsson segist hafa spilað með íslenska landsliðinu gegn Slóveníu á miðvikudagskvöldið í góðri trú, enda hafi hann fengið leyfi frá læknum Wetzlar til að taka sig af sjúkralista félagsins. Svo virðist hins vegar að það hafi ekki verið gert og að nú standi orð gegn orði. Wetzlar sagði upp samningi Kára strax daginn eftir leik. Það kom línumanninum sterka í opna skjöldu og kippti strákunum öllum niður á jörðina eftir frækilegan sigur í Slóveníu, þar sem Kári var í lykilhlutverki á lokamínútunum. „Vinnubrögðin hjá Wetzlar í þessu máli eru gjörsamlega fáránleg og óskiljanleg," sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir enn fremur að enginn frá HSÍ hefði heyrt neitt frá Wetzlar um að hann mætti ekki spila. „Ekki orð. Ég var búinn að hafa samband við öll þau félög sem eiga leikmenn í landsliðinu og biðja um að fá þá lausa á ákveðnum tímum. Ef félög vilja setja sig upp á móti því verða þau að hafa samband. Það var ekki gert," segir hann. Svo virðist sem mönnum beri ekki saman um málavexti. Kári segir að hann hafi verið skráður á sjúkralista Wetzlar til 4. apríl en fengið leyfi tveggja lækna félagsins til að flýta þeirri dagsetningu um tvo daga. Til grundvallar lá læknisskoðun hjá íslenska landsliðinu þar sem Kári var metinn leikfær. „Ég fékk mjög skýrt svar frá tveimur læknum Wetzlar. Þeir sögðu báðir já," sagði Kári við Fréttablaðið. „Ég stóð við mitt og sinnti tilkynningaskyldunni. Viðbrögðin komu mér svo algjörlega í opna skjöldu – annars væri ég ekki að segja mína hlið málsins." Kári er byrjaður að skoða sína stöðu í samstarfi við HSÍ og lögfræðinga og umboðsmenn í Þýskalandi. Málið er því á viðkvæmu stigi og gæti reynst fordæmisgefandi fyrir öll landslið handboltaheimsins, eftir því sem Aron segir. „Ef félög hafa völd til að halda mönnum á sjúkralista þó svo að þeir séu leikfærir er alþjóðlegur handbolti í mikilli hættu. Kári var að koma til baka eftir erfiða aðgerð þar sem æxli var fjarlægt úr baki hans. Hann hafði lagt hart að sér til að ná heilsu og reynist svo í lagi fyrir mikilvægan landsleik, þar sem hann stendur sig vel. Svo fær hann þessa tusku í andlitið. Mér finnst mjög skrýtin lykt af þessu máli." Olís-deild karla Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Íslenski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson segist hafa spilað með íslenska landsliðinu gegn Slóveníu á miðvikudagskvöldið í góðri trú, enda hafi hann fengið leyfi frá læknum Wetzlar til að taka sig af sjúkralista félagsins. Svo virðist hins vegar að það hafi ekki verið gert og að nú standi orð gegn orði. Wetzlar sagði upp samningi Kára strax daginn eftir leik. Það kom línumanninum sterka í opna skjöldu og kippti strákunum öllum niður á jörðina eftir frækilegan sigur í Slóveníu, þar sem Kári var í lykilhlutverki á lokamínútunum. „Vinnubrögðin hjá Wetzlar í þessu máli eru gjörsamlega fáránleg og óskiljanleg," sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir enn fremur að enginn frá HSÍ hefði heyrt neitt frá Wetzlar um að hann mætti ekki spila. „Ekki orð. Ég var búinn að hafa samband við öll þau félög sem eiga leikmenn í landsliðinu og biðja um að fá þá lausa á ákveðnum tímum. Ef félög vilja setja sig upp á móti því verða þau að hafa samband. Það var ekki gert," segir hann. Svo virðist sem mönnum beri ekki saman um málavexti. Kári segir að hann hafi verið skráður á sjúkralista Wetzlar til 4. apríl en fengið leyfi tveggja lækna félagsins til að flýta þeirri dagsetningu um tvo daga. Til grundvallar lá læknisskoðun hjá íslenska landsliðinu þar sem Kári var metinn leikfær. „Ég fékk mjög skýrt svar frá tveimur læknum Wetzlar. Þeir sögðu báðir já," sagði Kári við Fréttablaðið. „Ég stóð við mitt og sinnti tilkynningaskyldunni. Viðbrögðin komu mér svo algjörlega í opna skjöldu – annars væri ég ekki að segja mína hlið málsins." Kári er byrjaður að skoða sína stöðu í samstarfi við HSÍ og lögfræðinga og umboðsmenn í Þýskalandi. Málið er því á viðkvæmu stigi og gæti reynst fordæmisgefandi fyrir öll landslið handboltaheimsins, eftir því sem Aron segir. „Ef félög hafa völd til að halda mönnum á sjúkralista þó svo að þeir séu leikfærir er alþjóðlegur handbolti í mikilli hættu. Kári var að koma til baka eftir erfiða aðgerð þar sem æxli var fjarlægt úr baki hans. Hann hafði lagt hart að sér til að ná heilsu og reynist svo í lagi fyrir mikilvægan landsleik, þar sem hann stendur sig vel. Svo fær hann þessa tusku í andlitið. Mér finnst mjög skrýtin lykt af þessu máli."
Olís-deild karla Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Íslenski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Sjá meira