Fyrsta konan í fimmtán ár til að stýra skráðu fyrirtæki Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 2. maí 2013 09:00 Sigrún Ragna Ólafsdóttir, sem er upphaflega frá Stykkishólmi, varð margfaldur Íslandsmeistari í körfubolta með KR í kringum 1980. Fréttablaðið/Vilhelm Sigrún Ragna Ólafsdóttir varð á dögunum fyrsta konan í fimmtán ár og sú önnur alls til að stýra skráðu fyrirtæki á Íslandi þegar viðskipti hófust með hlutabréf í VÍS í Kauphöllinni. Markaðurinn ræddi við Sigrúnu í tilefni af skráningunni. „Það er búið að vera mjög krefjandi og ánægjulegt að taka þátt í söluferlinu og skráningu félagsins á markað. Þetta var ný reynsla,“ segir Sigrún Ragna, sem var í framkvæmdastjórn Íslandsbanka áður en hún var ráðin forstjóri VÍS í ágúst 2011. Þar áður starfaði hún sem endurskoðandi hjá Deloitte í tuttugu ár. „Þegar ég hætti hjá Deloitte var ég stjórnarformaður félagsins og hafði um árabil tekið þátt í að byggja upp þetta stóra sérþekkingarfyrirtæki. Hjá Íslandsbanka tók ég svo þátt í því að byggja upp nýjan banka eftir hrunið, sem var mjög lærdómsríkt og skemmtilegt að takast á við,“ segir Sigrún. Þátttakan í hlutafjárútboði VÍS var mikil og reyndist tíföld umframeftirspurn eftir hlutabréfum. Sigrún Ragna segir að í útboði félagsins hafi fjárfestum boðist nýr valkostur sem augljóslega hafi verið tekið fagnandi. „Þetta er fyrsta tryggingafélagið til að fara á markað eftir hrun. Þetta er arðgreiðslufélag og félag með langa og trausta sögu um ágætis afkomu. Ég held að það hafi endurspeglast í áhuga fjárfesta,“ segir Sigrún. Sigrún Ragna er uppalin í Stykkishólmi og eins og Hólmara er háttur spilaði hún körfubolta á sínum yngri árum. „Þegar yngri flokkunum sleppti spilaði ég með KR og menn hafa stunduð kallað það lið gullaldarlið kvennakörfunnar í KR enda tókum við þó nokkra titla á þessum árum.“ Utan skrifstofunnar er Sigrún mikil útivistarmanneskja, en henni finnst fátt betra en að komast í stangveiði. „Mér finnst rosalega gott að vera úti við. Mér finnst gaman að fara út að hlaupa eða ganga og ef ég get gengið á eftir golfbolta er það ágætt. Svo finnst mér mjög gaman að fara á skíði. Þetta eru aðaláhugamálin, áhugamál sem fjölskyldan getur tekið þátt í saman,“ segir Sigrún, sem er gift Eiríki Jónssyni viðskiptafræðingi og eiga þau saman tvo drengi. Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Ólöf til liðs við Athygli Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Lög um Bankasýsluna verði afnumin Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi Sjá meira
Sigrún Ragna Ólafsdóttir varð á dögunum fyrsta konan í fimmtán ár og sú önnur alls til að stýra skráðu fyrirtæki á Íslandi þegar viðskipti hófust með hlutabréf í VÍS í Kauphöllinni. Markaðurinn ræddi við Sigrúnu í tilefni af skráningunni. „Það er búið að vera mjög krefjandi og ánægjulegt að taka þátt í söluferlinu og skráningu félagsins á markað. Þetta var ný reynsla,“ segir Sigrún Ragna, sem var í framkvæmdastjórn Íslandsbanka áður en hún var ráðin forstjóri VÍS í ágúst 2011. Þar áður starfaði hún sem endurskoðandi hjá Deloitte í tuttugu ár. „Þegar ég hætti hjá Deloitte var ég stjórnarformaður félagsins og hafði um árabil tekið þátt í að byggja upp þetta stóra sérþekkingarfyrirtæki. Hjá Íslandsbanka tók ég svo þátt í því að byggja upp nýjan banka eftir hrunið, sem var mjög lærdómsríkt og skemmtilegt að takast á við,“ segir Sigrún. Þátttakan í hlutafjárútboði VÍS var mikil og reyndist tíföld umframeftirspurn eftir hlutabréfum. Sigrún Ragna segir að í útboði félagsins hafi fjárfestum boðist nýr valkostur sem augljóslega hafi verið tekið fagnandi. „Þetta er fyrsta tryggingafélagið til að fara á markað eftir hrun. Þetta er arðgreiðslufélag og félag með langa og trausta sögu um ágætis afkomu. Ég held að það hafi endurspeglast í áhuga fjárfesta,“ segir Sigrún. Sigrún Ragna er uppalin í Stykkishólmi og eins og Hólmara er háttur spilaði hún körfubolta á sínum yngri árum. „Þegar yngri flokkunum sleppti spilaði ég með KR og menn hafa stunduð kallað það lið gullaldarlið kvennakörfunnar í KR enda tókum við þó nokkra titla á þessum árum.“ Utan skrifstofunnar er Sigrún mikil útivistarmanneskja, en henni finnst fátt betra en að komast í stangveiði. „Mér finnst rosalega gott að vera úti við. Mér finnst gaman að fara út að hlaupa eða ganga og ef ég get gengið á eftir golfbolta er það ágætt. Svo finnst mér mjög gaman að fara á skíði. Þetta eru aðaláhugamálin, áhugamál sem fjölskyldan getur tekið þátt í saman,“ segir Sigrún, sem er gift Eiríki Jónssyni viðskiptafræðingi og eiga þau saman tvo drengi.
Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Ólöf til liðs við Athygli Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Lög um Bankasýsluna verði afnumin Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi Sjá meira