Minna selst af sígarettum eftir miklar hækkanir Lovísa Eiríksdóttir skrifar 8. ágúst 2013 07:30 Í ár hefur sala á sígarettum minnkað um 10,4 prósent frá árinu 2012 en samdrátturinn nam einungis 2,9 prósentum milli áranna 2011 og 2012. Beint samband er á milli skattlagningar á tóbaki og neyslu þess. Sala á sígarettum hefur minnkað um 10,4% á þessu ári eftir mikla hækkun um áramót. „Skattur á tóbaki er vænlegasta leiðin til þess að draga úr neyslu tóbaks og það er greinilega samband þarna á milli,“ segir Viðar Jensson, verkefnastjóri í tóbaksvörnum hjá Embætti landlæknis. Sala á tóbaki hefur dregist saman um ellefu prósent á árinu. Tóbaksgjald var hækkað um fimmtán prósent um áramótin og hefur það aldrei verið hækkað jafn mikið.Viðar JenssonSem dæmi um áhrif tóbaksgjaldsins fór gjald ríkisins á sígarettupakkann úr 365,64 krónum árið 2012 í 439,83 krónur árið 2013, sem samsvarar um sautján prósenta hækkun. Nýjar tölur frá fjármálaráðuneytinu um greiðsluafkomu ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins sýna að tekjur af tóbaksgjaldi hafa aukist um 11,5 prósent frá því í fyrra. Hins vegar eru tekjurnar um tíu prósentum undir áætlun, sem rekja má til samdráttar í sölu. Viðar segir að alþjóðlegar rannsóknir hafi lengi sýnt fram á að auknar álögur dragi úr neyslu og sölu á tóbaki, en samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er aukin verðlagning á tóbak helsti áhrifavaldur þess að neysla á tóbaki dragist saman. „Þetta er afar ánægjuleg þróun en aukinn samdráttur tengist eflaust hækkun tóbaksgjaldsins. Nú hefur verð á tóbaki loksins hækkað umfram verðbólgu og því er verðið kannski fyrst að bíta núna.“ Embætti landlæknis hefur ekki tekið saman tölur um neyslu á tóbaki fyrir árið 2013 en Viðar á von á að niðurstaðan endurspegli nýjar sölutölur að einhverju leyti. Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá ÁTVR, segir að erfitt sé að fullyrða um ástæður samdráttar. „Auk skattahækkana getur samdráttur tengst kaupmætti, gengisbreytingum, forvörnum og öðru slíku.“ Í fyrra voru tekjur ríkisins af tóbaksgjaldi um fimm milljarðar króna en gjaldið er fyrst og fremst sett á til þess að koma til móts við beinan kostnað ríkisins af afleiðingum neyslu þessara vara. Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Beint samband er á milli skattlagningar á tóbaki og neyslu þess. Sala á sígarettum hefur minnkað um 10,4% á þessu ári eftir mikla hækkun um áramót. „Skattur á tóbaki er vænlegasta leiðin til þess að draga úr neyslu tóbaks og það er greinilega samband þarna á milli,“ segir Viðar Jensson, verkefnastjóri í tóbaksvörnum hjá Embætti landlæknis. Sala á tóbaki hefur dregist saman um ellefu prósent á árinu. Tóbaksgjald var hækkað um fimmtán prósent um áramótin og hefur það aldrei verið hækkað jafn mikið.Viðar JenssonSem dæmi um áhrif tóbaksgjaldsins fór gjald ríkisins á sígarettupakkann úr 365,64 krónum árið 2012 í 439,83 krónur árið 2013, sem samsvarar um sautján prósenta hækkun. Nýjar tölur frá fjármálaráðuneytinu um greiðsluafkomu ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins sýna að tekjur af tóbaksgjaldi hafa aukist um 11,5 prósent frá því í fyrra. Hins vegar eru tekjurnar um tíu prósentum undir áætlun, sem rekja má til samdráttar í sölu. Viðar segir að alþjóðlegar rannsóknir hafi lengi sýnt fram á að auknar álögur dragi úr neyslu og sölu á tóbaki, en samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er aukin verðlagning á tóbak helsti áhrifavaldur þess að neysla á tóbaki dragist saman. „Þetta er afar ánægjuleg þróun en aukinn samdráttur tengist eflaust hækkun tóbaksgjaldsins. Nú hefur verð á tóbaki loksins hækkað umfram verðbólgu og því er verðið kannski fyrst að bíta núna.“ Embætti landlæknis hefur ekki tekið saman tölur um neyslu á tóbaki fyrir árið 2013 en Viðar á von á að niðurstaðan endurspegli nýjar sölutölur að einhverju leyti. Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá ÁTVR, segir að erfitt sé að fullyrða um ástæður samdráttar. „Auk skattahækkana getur samdráttur tengst kaupmætti, gengisbreytingum, forvörnum og öðru slíku.“ Í fyrra voru tekjur ríkisins af tóbaksgjaldi um fimm milljarðar króna en gjaldið er fyrst og fremst sett á til þess að koma til móts við beinan kostnað ríkisins af afleiðingum neyslu þessara vara.
Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira