Hef endalausa trú á þessum strákum Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2013 06:00 Patrekur Jóhannesson er áægður hjá Haukum og ætlar með liðið áfram í EHF-keppninni. Haukar mæta OCI Lions í kvöld .fréttablaðið/ernir Haukar mæta OCI Lions frá Hollandi í fyrstu umferð EHF-bikarsins í handknattleik í kvöld en leikurinn fer fram að Ásvöllum og hefst hann klukkan 19.00. „Þetta verður vonandi skemmtilegt verkefni,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Strákarnir fengu tveggja vikna frí eftir mót og síðan hófst undirbúningstímabilið okkar. Menn eru því alveg tilbúnir í slaginn.“ Haukar höfnuðu í öðru sæti á síðasta Íslandsmóti eftir að hafa tapað gegn Fram í úrslitaeinvíginu. Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka, hefur verið að glíma við meiðsli í sumar en að sögn Patreks er leikstjórnandinn klár í leikinn gegn OCI-Lions. „Liðið er búið að undirbúa sig gríðarlega vel fyrir þessa leiki og ég hef endalaust mikla trú á þessum strákum,“ segir Patrekur en hann tók við Haukum fyrir tímabilið. Aron Kristjánsson hætti með Hauka eftir síðasta tímabil en Aron er landsliðsþjálfari Íslands í handbolta. „Mér líkar mjög vel við mig í Haukum en hér er ótrúlegt fólk að vinna og andinn magnaður. Það er ákveðin menning í Haukum sem erfitt er að lýsa, vinnusemin og aginn er með ólíkindum hjá þessum drengjum. Maður tók vissulega við góðu búi af Aroni en ég kom með ákveðnar áherslubreytingar inn í liðið.“ OCI Lions varð í öðru sæti í hollensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. „Maður veit nokkuð mikið um þetta hollenska lið og ég hef náð að komast yfir fullt af myndböndum frá þeirra leikjum. Liðið byrjar vel í hollensku deildinni og hefur unnið fyrstu tvö leikina en þeir hafa verið að ganga í gegnum töluverðar breytingar og leika til að mynda ekki með örvhenta skyttu sem stendur.“ OCI Lions mætti þýska liðinu Rhein Neckar Löwen í leik fyrir tveimur árum og völtuðu lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar yfir hollensku ljónin með tíu marka mun. Þess má geta að Rhein Neckar Löwen hafði tíu marka forystu í hálfleik og því skoruðu liðin jafn mörg mörk í síðari hálfleiknum. Patrekur vill meina að hættulegt sé að vanmeta Hollendingana. „Það er mikill uppgangur í hollenskum handbolta og við verðum að bera virðingu fyrir andstæðingnum. Við ætlum okkur samt sem áður áfram í þessari keppni og förum inn í þessa viðureign sem sigurstranglegri aðilinn. Það hentar þessum strákum vel og menn eru virkilega spenntir fyrir fyrsta alvöru leik tímabilsins.“ Síðari leikur liðanna fer síðan fram á morgun einnig á Ásvöllum. Takist Haukum að komast áfram í aðra umferð keppninnar mætir liðið portúgalska liðinu SL Benfica í annarri umferðinni í október. Olís-deild karla Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Íslenski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Sjá meira
Haukar mæta OCI Lions frá Hollandi í fyrstu umferð EHF-bikarsins í handknattleik í kvöld en leikurinn fer fram að Ásvöllum og hefst hann klukkan 19.00. „Þetta verður vonandi skemmtilegt verkefni,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Strákarnir fengu tveggja vikna frí eftir mót og síðan hófst undirbúningstímabilið okkar. Menn eru því alveg tilbúnir í slaginn.“ Haukar höfnuðu í öðru sæti á síðasta Íslandsmóti eftir að hafa tapað gegn Fram í úrslitaeinvíginu. Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka, hefur verið að glíma við meiðsli í sumar en að sögn Patreks er leikstjórnandinn klár í leikinn gegn OCI-Lions. „Liðið er búið að undirbúa sig gríðarlega vel fyrir þessa leiki og ég hef endalaust mikla trú á þessum strákum,“ segir Patrekur en hann tók við Haukum fyrir tímabilið. Aron Kristjánsson hætti með Hauka eftir síðasta tímabil en Aron er landsliðsþjálfari Íslands í handbolta. „Mér líkar mjög vel við mig í Haukum en hér er ótrúlegt fólk að vinna og andinn magnaður. Það er ákveðin menning í Haukum sem erfitt er að lýsa, vinnusemin og aginn er með ólíkindum hjá þessum drengjum. Maður tók vissulega við góðu búi af Aroni en ég kom með ákveðnar áherslubreytingar inn í liðið.“ OCI Lions varð í öðru sæti í hollensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. „Maður veit nokkuð mikið um þetta hollenska lið og ég hef náð að komast yfir fullt af myndböndum frá þeirra leikjum. Liðið byrjar vel í hollensku deildinni og hefur unnið fyrstu tvö leikina en þeir hafa verið að ganga í gegnum töluverðar breytingar og leika til að mynda ekki með örvhenta skyttu sem stendur.“ OCI Lions mætti þýska liðinu Rhein Neckar Löwen í leik fyrir tveimur árum og völtuðu lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar yfir hollensku ljónin með tíu marka mun. Þess má geta að Rhein Neckar Löwen hafði tíu marka forystu í hálfleik og því skoruðu liðin jafn mörg mörk í síðari hálfleiknum. Patrekur vill meina að hættulegt sé að vanmeta Hollendingana. „Það er mikill uppgangur í hollenskum handbolta og við verðum að bera virðingu fyrir andstæðingnum. Við ætlum okkur samt sem áður áfram í þessari keppni og förum inn í þessa viðureign sem sigurstranglegri aðilinn. Það hentar þessum strákum vel og menn eru virkilega spenntir fyrir fyrsta alvöru leik tímabilsins.“ Síðari leikur liðanna fer síðan fram á morgun einnig á Ásvöllum. Takist Haukum að komast áfram í aðra umferð keppninnar mætir liðið portúgalska liðinu SL Benfica í annarri umferðinni í október.
Olís-deild karla Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Íslenski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Sjá meira