Nýr Álftanesvegur er ekki sagður bæta umferðaröryggi Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 25. september 2013 11:45 Hraunavinir ætla að standa vaktina áfram í Gálgahrauni. Sjálfstæðir umhverfissinnar sem segjast hliðhollir Sjálfstæðisflokknum skora á bæjarstjórn að hætta framkvæmdum. Fréttablaðið/GVA „Það er engin ástæða til að ráðast í veglagningu í gegnum Gálgahraun vegna tíðra slysa á Álftanesvegi. Það eru margir mun hættulegri vegkaflar hér á landi en hann,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður FÍB og tæknistjóri EuroRAP á Íslandi. Hann nefnir sem dæmi um hættulega vegi gamla Hafnarfjarðarveginn, Vífilsstaðaveg og Flugvallarveg og segir að þeir séu margir fleiri vegirnir og vegarspottarnir þar sem slysatíðni sé mun hærri en á þessum kafla Álftanesvegar. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa sagt að það sé nauðsynlegt að færa Álftanesveg til norðurs og leggja hann í gegnum Gálgahraun vegna þess að gamli vegurinn beri ekki mikla og hraða umferð. Á honum séu margar krappar beygjur og blindhæðir auk þess sem vegurinn sé ekki nógu breiður. Á vegkaflanum sé mikil slysahætta. Ólafur segist hafa skoðað öll slys og umferðaróhöpp sem urðu á þeim vegkafla Álftanesvegar sem á að færa. Frá árinu 2007 til 2012 hafi ekki orðið banaslys á veginum, þar hafi orðið tvö alvarleg slys, fimmtán óhöpp hafi orðið þar sem minniháttar meiðsl urðu á fólki og 55 sinnum hafi orðið eignatjón. „Bæði slysin sem flokkast sem alvarleg gætu allt eins gerst á veginum sem á að leggja í gegnum Gálgahraun, í öðru tilvikinu fór bíll þvert yfir veginn og hafnaði utan vegar, í hinu tilvikinu ók bíll yfir á öfugan vegarhelming og ók framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt.“ Á nýja veginum segir Ólafur ekki gert ráð fyrir vegriðum, mislægum gatnamótum, hringtorgum eða öðrum umferðarmannvirkjum sem gætu komið í veg fyrir slys eins og orðið hafi á veginum. „Út frá umferðaröryggissjónarmiðum get ég ekki séð nauðsyn þess að færa Álftanesveg í gegnum Gálgahraun,“ segir hann. Sjálfstæðir umhverfisverndarsinnar sem segjast hliðhollir Sjálfstæðisflokknum sendu í gær frá sér tilkynningu þar sem borin var fram einlæg ósk um að bæjarstjórn Garðabæjar endurskoðaði afstöðu til vegaframkvæmda í Gálgahrauni. Gunnar Einarsson bæjarstjóri segir að málið sé í höndum Vegagerðarinnar og verktakans. Bæjarstjórn ætli hins vegar að fara eftir niðurstöðu dómstóla hver svo sem hún verði. Skúli Bjarnason, lögmaður Hraunavina, segir að á fimmtudag fari fram málflutningur fyrir héraðsdómi um þá kröfu fjögurra umhverfisverndarsamtaka um að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um það hvort samtökin hefðu lögvarða hagsmuni í lögbannsmáli vegna lagningar Álftanesvegar um Gálgahraun. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Það er engin ástæða til að ráðast í veglagningu í gegnum Gálgahraun vegna tíðra slysa á Álftanesvegi. Það eru margir mun hættulegri vegkaflar hér á landi en hann,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður FÍB og tæknistjóri EuroRAP á Íslandi. Hann nefnir sem dæmi um hættulega vegi gamla Hafnarfjarðarveginn, Vífilsstaðaveg og Flugvallarveg og segir að þeir séu margir fleiri vegirnir og vegarspottarnir þar sem slysatíðni sé mun hærri en á þessum kafla Álftanesvegar. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa sagt að það sé nauðsynlegt að færa Álftanesveg til norðurs og leggja hann í gegnum Gálgahraun vegna þess að gamli vegurinn beri ekki mikla og hraða umferð. Á honum séu margar krappar beygjur og blindhæðir auk þess sem vegurinn sé ekki nógu breiður. Á vegkaflanum sé mikil slysahætta. Ólafur segist hafa skoðað öll slys og umferðaróhöpp sem urðu á þeim vegkafla Álftanesvegar sem á að færa. Frá árinu 2007 til 2012 hafi ekki orðið banaslys á veginum, þar hafi orðið tvö alvarleg slys, fimmtán óhöpp hafi orðið þar sem minniháttar meiðsl urðu á fólki og 55 sinnum hafi orðið eignatjón. „Bæði slysin sem flokkast sem alvarleg gætu allt eins gerst á veginum sem á að leggja í gegnum Gálgahraun, í öðru tilvikinu fór bíll þvert yfir veginn og hafnaði utan vegar, í hinu tilvikinu ók bíll yfir á öfugan vegarhelming og ók framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt.“ Á nýja veginum segir Ólafur ekki gert ráð fyrir vegriðum, mislægum gatnamótum, hringtorgum eða öðrum umferðarmannvirkjum sem gætu komið í veg fyrir slys eins og orðið hafi á veginum. „Út frá umferðaröryggissjónarmiðum get ég ekki séð nauðsyn þess að færa Álftanesveg í gegnum Gálgahraun,“ segir hann. Sjálfstæðir umhverfisverndarsinnar sem segjast hliðhollir Sjálfstæðisflokknum sendu í gær frá sér tilkynningu þar sem borin var fram einlæg ósk um að bæjarstjórn Garðabæjar endurskoðaði afstöðu til vegaframkvæmda í Gálgahrauni. Gunnar Einarsson bæjarstjóri segir að málið sé í höndum Vegagerðarinnar og verktakans. Bæjarstjórn ætli hins vegar að fara eftir niðurstöðu dómstóla hver svo sem hún verði. Skúli Bjarnason, lögmaður Hraunavina, segir að á fimmtudag fari fram málflutningur fyrir héraðsdómi um þá kröfu fjögurra umhverfisverndarsamtaka um að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um það hvort samtökin hefðu lögvarða hagsmuni í lögbannsmáli vegna lagningar Álftanesvegar um Gálgahraun.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira