Erlent

Tvö lík fundust í Costa Concordia

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Skemmdir skipsins kannaðar.
Skemmdir skipsins kannaðar. Mynd/AP
Líkamsleifar hafa fundist um borð í ítalska skemmtiferðaskipinu Costa Concordia, sem strandaði við strendur Toskanahéraðs í Ítalíu í byrjun síðasta árs.

Kafarar fundu tvö lík verður nú kannað hvort þarna séu komin lík þeirra tveggja farþega sem saknað hafði verið frá því skipið strandaði.

Alls fórust 32 með skipinu, sem brátt verður dregið burt og rifið í brotajárn. Skipstjóri skipsins er nú fyrir dómi, sakaður um vanrækslu á skyldum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×