Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson er kominn í gamla landsliðsformið ef marka má frammistöðu hans í síðustu tveimur leikjum Hauka í Olísdeildinni.
Sigurbergur gat ekki beitt sér á fullu síðasta vetur vegna meiðsla en hefur greinilega tekið vel á því í sumar.
Sigurbergur skoraði reyndar aðeins þrjú mörk í tapi á móti Val í fyrsta leik en hefur síðan skorað samtals 23 mörk í sigurleikjum á ÍBV í Eyjum (11) og á FH á Ásvöllum (12) á fimmtudagskvöldið. Þessir tveir sigrar hafa skilað Haukum í toppsæti Olís-deildarinnar.
Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, ræddi við Sigurberg og fleiri góða menn á Hafnarfjarðaslagnum á fimmtudagskvöldið og má sjá það viðtal með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan.
Sigurbergur í flottu formi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn


Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn



Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti