Börn af erlendum uppruna líklegri fórnarlömb eineltis Elimar Hauksson skrifar 16. október 2013 07:00 Um fimm prósent íslenskra barna segjast hafa orðið þolendur eineltis. Mynd/ap Börn af erlendum uppruna eru mun líklegri en íslensk til að verða fyrir einelti. Þetta sýnir ný doktorsrannsókn sem fjallar um vina- og félagasamskipti barna af íslenskum og erlendum uppruna. Rannsóknin er hluti af doktorsrannsókn Eyrúnar Maríu Rúnarsdóttur við Leiden-háskóla í Hollandi. Hún hlaut á dögunum styrk frá styrktarsjóði Margaret og Bent Scheving Magnússonar en Háskóli Íslands sér um úthlutunina. „Hluti af mínu verkefni er að skoða einelti í þessum hópi sérstaklega. Því miður kemur fram að töluvert algengara er að börn af erlendu bergi brotin séu þolendur og jafnframt eru þau gerendur eineltis í meiri mæli en íslensk. Það er hærra hlutfall þeirra í öllum hópum sem rannsakaðir voru,“ segir Eyrún. Í fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar voru fjórir hópar aðgreindir eftir því hvort tungumálið á heimilinu var íslenska, pólska, asískt mál (víetnamska, filippseysk mál og taílenska) eða vesturevrópskt mál. Eyrún segir rannsókninni ekki lokið en hún er meðal annars að skrifa um einelti, auk þess sem hún kannar þætti eins og líðan í skólanum, lífsánægju, vanlíðan og hvernig hópurinn upplifir stuðning frá foreldrum og vinum að ógleymdu einelti. „Niðurstöðurnar benda til þess að asísku börnin standi verst að vígi þegar litið er til þessara þátta. Auk þess er hæsta hlutfall þeirra sem eru bæði þolendur og gerendur í einelti asísk börn eða fjórtán prósent,“ segir Eyrún. Um það bil tvö prósent íslenskra barna sögðust leggja önnur börn í einelti en rúmlega ellefu prósent pólskra barna greindu frá að þau væru gerendur. Rannsóknin sýnir einnig að minni stuðnings gætir frá vinum og foreldrum og upplifun á bekkjarbrag er neikvæðari hjá börnum af erlendum uppruna en íslenskum. Reyndist upplifun asískra barna þar vera verst. „Það virðist margt benda til þess að börn sem eru af erlendu bergi brotin standi auk þess verr að vígi en þau íslensku í félagasamskiptum og eigi jafnframt erfitt með að eignast íslenska vini,“ segir Eyrún María. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Börn af erlendum uppruna eru mun líklegri en íslensk til að verða fyrir einelti. Þetta sýnir ný doktorsrannsókn sem fjallar um vina- og félagasamskipti barna af íslenskum og erlendum uppruna. Rannsóknin er hluti af doktorsrannsókn Eyrúnar Maríu Rúnarsdóttur við Leiden-háskóla í Hollandi. Hún hlaut á dögunum styrk frá styrktarsjóði Margaret og Bent Scheving Magnússonar en Háskóli Íslands sér um úthlutunina. „Hluti af mínu verkefni er að skoða einelti í þessum hópi sérstaklega. Því miður kemur fram að töluvert algengara er að börn af erlendu bergi brotin séu þolendur og jafnframt eru þau gerendur eineltis í meiri mæli en íslensk. Það er hærra hlutfall þeirra í öllum hópum sem rannsakaðir voru,“ segir Eyrún. Í fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar voru fjórir hópar aðgreindir eftir því hvort tungumálið á heimilinu var íslenska, pólska, asískt mál (víetnamska, filippseysk mál og taílenska) eða vesturevrópskt mál. Eyrún segir rannsókninni ekki lokið en hún er meðal annars að skrifa um einelti, auk þess sem hún kannar þætti eins og líðan í skólanum, lífsánægju, vanlíðan og hvernig hópurinn upplifir stuðning frá foreldrum og vinum að ógleymdu einelti. „Niðurstöðurnar benda til þess að asísku börnin standi verst að vígi þegar litið er til þessara þátta. Auk þess er hæsta hlutfall þeirra sem eru bæði þolendur og gerendur í einelti asísk börn eða fjórtán prósent,“ segir Eyrún. Um það bil tvö prósent íslenskra barna sögðust leggja önnur börn í einelti en rúmlega ellefu prósent pólskra barna greindu frá að þau væru gerendur. Rannsóknin sýnir einnig að minni stuðnings gætir frá vinum og foreldrum og upplifun á bekkjarbrag er neikvæðari hjá börnum af erlendum uppruna en íslenskum. Reyndist upplifun asískra barna þar vera verst. „Það virðist margt benda til þess að börn sem eru af erlendu bergi brotin standi auk þess verr að vígi en þau íslensku í félagasamskiptum og eigi jafnframt erfitt með að eignast íslenska vini,“ segir Eyrún María.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira