Vörugjöld eru ekki eðlileg gjaldtaka Guðný Rósa Þorvarðardóttir skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Félag atvinnurekenda hefur undanfarið kynnt fyrir stjórnvöldum Falda aflið sem eru tólf tillögur til aðgerða og umbóta fyrir íslenskt atvinnulíf. Við viljum að stjórnvöld hrindi þeim í framkvæmd fyrir þinglok 2014 og leggi þannig lið minni og meðalstórum fyrirtækjum sem eru 90% fyrirtækja landsins. Tvær tillögur FA fjalla um aðflutningsgjöld ríkissjóðs og vil ég vekja athygli á þeim í tveimur pistlum, annars vegar þeim sem hér fer á eftir og fjallar um fimmtu tillögu FA um afnám vörugjalda. Í öðrum pistli verður fjallað um elleftu tillögu FA um lögfestingu fleiri gjalddaga virðisaukaskatts í tolli.Mismunun vara í samkeppni Ríkissjóður hefur lengi notað vörugjöld á innfluttar vörur sem tekjuöflunarleið. Í tíð fyrri ríkisstjórnar var samþykkt að fjölga vöruflokkum með þessum tollum, enda allra leiða leitað til að auka tekjur ríkissjóðs. Fljótt á litið virðist hugmyndafræðin hafa snúist um að setja toll á lúxusvörur sem fólk gæti verið án. Vörugjöld voru því ekki sett á þær vörur sem embættismenn töldu vera nauðsynlegar neysluvörur, heldur sérvaldar vörur sem hugsanlega væru óhollar eða gætu flokkast sem óþarfar. Dæmi um þetta eru sykurvörur í flokki matvara sem bera vörugjöld og sambærilegar vörur sem innihalda ávaxtasykur án vörugjalda. Í vörugjaldafrumskóginum bera tölvur og fylgihlutir engin vörugjöld. Hins vegar er lagt 25-30% vörugjald á hljómflutningstæki, útvörp og sjónvörp. Erfitt er að sjá af hverju þessi munur stafar enda tölvur notaðar til að horfa á sjónvarp auk þess sem hægt er að nota sjónvarp til að vafra á netinu. Þetta eru skýr dæmi þess að vörugjöld skekki samkeppnisstöðu sambærilegra vara.Mismunun þegnanna Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina barist gegn innflutningshömlum en vörugjöldin eru klárlega hluti þeirra. Í september 2012 var viðtal við einn þingmann Sjálfstæðisflokksins, Guðlaug Þór Þórðarson, í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Þar sagði hann innflutningstolla á vörur fela í sér hrópandi mismunun þeirra sem eru efnaðir og þeirra sem hafa lítið milli handanna. Í því samhengi nefndi hann að flugfarþegar sem ferðast til annarra landa geta keypt ódýran varning þar upp að ákveðinni fjárhæð og flutt hann til landsins án þess að borga af honum tolla. Þeir sem heima sitja þurfa hins vegar að greiða tolla og vörugjöld af öllu sem þeir flytja til landsins. „Þetta er náttúrlega ótrúleg mismunun og skrítið hvað þetta er lítið í umræðunni,“ sagði Guðlaugur og taldi löngu tímabært að lækka gjöld og bæta lífskjör fólks. Aðspurður taldi hann ekki rétt að ríkið missi af tekjum ef það lækki tolla. Það eina sem tollarnir geri sé að fæla verslun burt úr landinu. Þarna hefur þingmaðurinn rétt fyrir sér. Nú þegar flokkur þingmannsins er kominn í stjórn ætti að vera lag að gera breytingar á tollakerfinu sem myndi jafna samkeppnisstöðu innflytjenda og fela um leið í sér kjarabætur fyrir landsmenn alla. Mikill kostnaður er fólginn í því að viðhalda núverandi eftirlitskerfi og spurning hvort ríkissjóður tapi miklu við að afnema þessi gjöld þar sem eftirspurn innanlands myndi án efa aukast mikið við samkeppnishæfara verð. Það má lesa meira um Falda aflið á atvinnurekendur.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur undanfarið kynnt fyrir stjórnvöldum Falda aflið sem eru tólf tillögur til aðgerða og umbóta fyrir íslenskt atvinnulíf. Við viljum að stjórnvöld hrindi þeim í framkvæmd fyrir þinglok 2014 og leggi þannig lið minni og meðalstórum fyrirtækjum sem eru 90% fyrirtækja landsins. Tvær tillögur FA fjalla um aðflutningsgjöld ríkissjóðs og vil ég vekja athygli á þeim í tveimur pistlum, annars vegar þeim sem hér fer á eftir og fjallar um fimmtu tillögu FA um afnám vörugjalda. Í öðrum pistli verður fjallað um elleftu tillögu FA um lögfestingu fleiri gjalddaga virðisaukaskatts í tolli.Mismunun vara í samkeppni Ríkissjóður hefur lengi notað vörugjöld á innfluttar vörur sem tekjuöflunarleið. Í tíð fyrri ríkisstjórnar var samþykkt að fjölga vöruflokkum með þessum tollum, enda allra leiða leitað til að auka tekjur ríkissjóðs. Fljótt á litið virðist hugmyndafræðin hafa snúist um að setja toll á lúxusvörur sem fólk gæti verið án. Vörugjöld voru því ekki sett á þær vörur sem embættismenn töldu vera nauðsynlegar neysluvörur, heldur sérvaldar vörur sem hugsanlega væru óhollar eða gætu flokkast sem óþarfar. Dæmi um þetta eru sykurvörur í flokki matvara sem bera vörugjöld og sambærilegar vörur sem innihalda ávaxtasykur án vörugjalda. Í vörugjaldafrumskóginum bera tölvur og fylgihlutir engin vörugjöld. Hins vegar er lagt 25-30% vörugjald á hljómflutningstæki, útvörp og sjónvörp. Erfitt er að sjá af hverju þessi munur stafar enda tölvur notaðar til að horfa á sjónvarp auk þess sem hægt er að nota sjónvarp til að vafra á netinu. Þetta eru skýr dæmi þess að vörugjöld skekki samkeppnisstöðu sambærilegra vara.Mismunun þegnanna Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina barist gegn innflutningshömlum en vörugjöldin eru klárlega hluti þeirra. Í september 2012 var viðtal við einn þingmann Sjálfstæðisflokksins, Guðlaug Þór Þórðarson, í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Þar sagði hann innflutningstolla á vörur fela í sér hrópandi mismunun þeirra sem eru efnaðir og þeirra sem hafa lítið milli handanna. Í því samhengi nefndi hann að flugfarþegar sem ferðast til annarra landa geta keypt ódýran varning þar upp að ákveðinni fjárhæð og flutt hann til landsins án þess að borga af honum tolla. Þeir sem heima sitja þurfa hins vegar að greiða tolla og vörugjöld af öllu sem þeir flytja til landsins. „Þetta er náttúrlega ótrúleg mismunun og skrítið hvað þetta er lítið í umræðunni,“ sagði Guðlaugur og taldi löngu tímabært að lækka gjöld og bæta lífskjör fólks. Aðspurður taldi hann ekki rétt að ríkið missi af tekjum ef það lækki tolla. Það eina sem tollarnir geri sé að fæla verslun burt úr landinu. Þarna hefur þingmaðurinn rétt fyrir sér. Nú þegar flokkur þingmannsins er kominn í stjórn ætti að vera lag að gera breytingar á tollakerfinu sem myndi jafna samkeppnisstöðu innflytjenda og fela um leið í sér kjarabætur fyrir landsmenn alla. Mikill kostnaður er fólginn í því að viðhalda núverandi eftirlitskerfi og spurning hvort ríkissjóður tapi miklu við að afnema þessi gjöld þar sem eftirspurn innanlands myndi án efa aukast mikið við samkeppnishæfara verð. Það má lesa meira um Falda aflið á atvinnurekendur.is
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun