Al Thani taldi sig vera fórnarlamb Freyr Bjarnason skrifar 9. nóvember 2013 07:00 Al Thani taldi að hann hefði verið blekktur í viðskiptunum við Hreiðar Má Sigurðsson, Sigurð Einarsson og félaga í Kaupþingi. Þetta kom fram í skýrslutöku yfir Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni. fréttablaðið/gva Al Thani taldi að hann hafi verið blekktur í viðskiptum sínum við Kaupþing er hann festi kaup á 5,01% hlut í bankanum skömmu fyrir hrun hans árið 2008. Þetta kom fram í vitnisburði Jóhannesar Rúnar Jóhannssonar úr slitastjórn Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. „Það má túlka viðbrögð hans þannig að hann hafi talið sig blekktan i þessum viðskiptum,“ sagði Jóhannes Rúnar. Slitastjórnin samdi við Al Thani um að hann skyldi greiða 26 milljónir dala til baka eftir að Kaupþing féll en sjálfsskuldaábyrgð hans var mun hærri. Fengnir voru lögmenn, m.a. frá Bretlandi, til að aðstoða við endurheimturnar. „Við fundum út með hjálp þeirra að það væri möguleiki á að endurheimta meiri fjármuni en útlit var fyrir,“ sagði Jóhannes Rúnar. Fundað var með lögmönnum Al Thani áður en honum var stefnt í málinu. „Við freistuðum þess að ná samkomulagi en það varð ekki. Þetta endaði með að við gáfum út þessa stefnu. Í framhaldinu var samið í málinu. Málið var aldrei þingfest.“ Jóhannes Rúnar var spurður af hverju slitastjórnin reyndi ekki að endurheimta meiri pening frá Al Thani. „Við gerðum hærri kröfu á hendur honum en allir sem þekkja til vita að það er ekki einfalt að standa í málaferlum í mörgum lögsögun. Sjeikinn hafði ýmsar varnir í málinu,“ sagði Jóhannes Rúnar. „Hann kom ekki með fullar hendur fjár og bauðst til að greiða þessa peninga. Hann taldi að búið ætti enga kröfu á hann, það kom skýrt fram,“ sagði hann og bætti við: „Miðað við viðbrögð lögmanna hans taldi hann sig vera fórnarlamb í þessum viðskiptum.“ Al Thani keypti 5,01% hlut sinn í Kaupþingi í gegnum félagið Q Iceland Finance sem var í eigu hans og Ólafs Ólafssonar. Þessi kaup voru fjármögnuð í gegnum þrjú félög, Brooks og Serval, sem voru bæði í eigu Al Thani og í gegnum Gerland, sem Ólafur Ólafsson átti. Sjálfsskuldaábyrgð fylgdi láninu til Brooks. Fram kom í réttarhöldunum í gær að þegar Kaupþing féll 8. október hafi fimmtíu milljónir dala verið á reikningi Brooks í Lúxemborg. Þá taldi slitastjórnin sig eiga góða möguleika á að endurheimta peningana. Daginn eftir var lánið til Brooks notað til að greiða upp lánið til Serval og þá var staða slitastjórnarinn orðin erfiðari. Rúmar fjögur hundruð milljónir vantaði upp á til að Serval væri skuldlaust og greiddi Ólafur Ólafsson þann pening. Serval hafði því gert upp skuldir sínar en skuldin við Brooks stóð enn eftir. Kaupþing átti einnig kröfu á félagið Gerland en enn hefur ekkert fengist upp í skuld þess, enda var það veitt án veða og trygginga, að sögn Jóhannesar Rúnars. Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Al Thani taldi að hann hafi verið blekktur í viðskiptum sínum við Kaupþing er hann festi kaup á 5,01% hlut í bankanum skömmu fyrir hrun hans árið 2008. Þetta kom fram í vitnisburði Jóhannesar Rúnar Jóhannssonar úr slitastjórn Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. „Það má túlka viðbrögð hans þannig að hann hafi talið sig blekktan i þessum viðskiptum,“ sagði Jóhannes Rúnar. Slitastjórnin samdi við Al Thani um að hann skyldi greiða 26 milljónir dala til baka eftir að Kaupþing féll en sjálfsskuldaábyrgð hans var mun hærri. Fengnir voru lögmenn, m.a. frá Bretlandi, til að aðstoða við endurheimturnar. „Við fundum út með hjálp þeirra að það væri möguleiki á að endurheimta meiri fjármuni en útlit var fyrir,“ sagði Jóhannes Rúnar. Fundað var með lögmönnum Al Thani áður en honum var stefnt í málinu. „Við freistuðum þess að ná samkomulagi en það varð ekki. Þetta endaði með að við gáfum út þessa stefnu. Í framhaldinu var samið í málinu. Málið var aldrei þingfest.“ Jóhannes Rúnar var spurður af hverju slitastjórnin reyndi ekki að endurheimta meiri pening frá Al Thani. „Við gerðum hærri kröfu á hendur honum en allir sem þekkja til vita að það er ekki einfalt að standa í málaferlum í mörgum lögsögun. Sjeikinn hafði ýmsar varnir í málinu,“ sagði Jóhannes Rúnar. „Hann kom ekki með fullar hendur fjár og bauðst til að greiða þessa peninga. Hann taldi að búið ætti enga kröfu á hann, það kom skýrt fram,“ sagði hann og bætti við: „Miðað við viðbrögð lögmanna hans taldi hann sig vera fórnarlamb í þessum viðskiptum.“ Al Thani keypti 5,01% hlut sinn í Kaupþingi í gegnum félagið Q Iceland Finance sem var í eigu hans og Ólafs Ólafssonar. Þessi kaup voru fjármögnuð í gegnum þrjú félög, Brooks og Serval, sem voru bæði í eigu Al Thani og í gegnum Gerland, sem Ólafur Ólafsson átti. Sjálfsskuldaábyrgð fylgdi láninu til Brooks. Fram kom í réttarhöldunum í gær að þegar Kaupþing féll 8. október hafi fimmtíu milljónir dala verið á reikningi Brooks í Lúxemborg. Þá taldi slitastjórnin sig eiga góða möguleika á að endurheimta peningana. Daginn eftir var lánið til Brooks notað til að greiða upp lánið til Serval og þá var staða slitastjórnarinn orðin erfiðari. Rúmar fjögur hundruð milljónir vantaði upp á til að Serval væri skuldlaust og greiddi Ólafur Ólafsson þann pening. Serval hafði því gert upp skuldir sínar en skuldin við Brooks stóð enn eftir. Kaupþing átti einnig kröfu á félagið Gerland en enn hefur ekkert fengist upp í skuld þess, enda var það veitt án veða og trygginga, að sögn Jóhannesar Rúnars.
Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira