Al Thani taldi sig vera fórnarlamb Freyr Bjarnason skrifar 9. nóvember 2013 07:00 Al Thani taldi að hann hefði verið blekktur í viðskiptunum við Hreiðar Má Sigurðsson, Sigurð Einarsson og félaga í Kaupþingi. Þetta kom fram í skýrslutöku yfir Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni. fréttablaðið/gva Al Thani taldi að hann hafi verið blekktur í viðskiptum sínum við Kaupþing er hann festi kaup á 5,01% hlut í bankanum skömmu fyrir hrun hans árið 2008. Þetta kom fram í vitnisburði Jóhannesar Rúnar Jóhannssonar úr slitastjórn Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. „Það má túlka viðbrögð hans þannig að hann hafi talið sig blekktan i þessum viðskiptum,“ sagði Jóhannes Rúnar. Slitastjórnin samdi við Al Thani um að hann skyldi greiða 26 milljónir dala til baka eftir að Kaupþing féll en sjálfsskuldaábyrgð hans var mun hærri. Fengnir voru lögmenn, m.a. frá Bretlandi, til að aðstoða við endurheimturnar. „Við fundum út með hjálp þeirra að það væri möguleiki á að endurheimta meiri fjármuni en útlit var fyrir,“ sagði Jóhannes Rúnar. Fundað var með lögmönnum Al Thani áður en honum var stefnt í málinu. „Við freistuðum þess að ná samkomulagi en það varð ekki. Þetta endaði með að við gáfum út þessa stefnu. Í framhaldinu var samið í málinu. Málið var aldrei þingfest.“ Jóhannes Rúnar var spurður af hverju slitastjórnin reyndi ekki að endurheimta meiri pening frá Al Thani. „Við gerðum hærri kröfu á hendur honum en allir sem þekkja til vita að það er ekki einfalt að standa í málaferlum í mörgum lögsögun. Sjeikinn hafði ýmsar varnir í málinu,“ sagði Jóhannes Rúnar. „Hann kom ekki með fullar hendur fjár og bauðst til að greiða þessa peninga. Hann taldi að búið ætti enga kröfu á hann, það kom skýrt fram,“ sagði hann og bætti við: „Miðað við viðbrögð lögmanna hans taldi hann sig vera fórnarlamb í þessum viðskiptum.“ Al Thani keypti 5,01% hlut sinn í Kaupþingi í gegnum félagið Q Iceland Finance sem var í eigu hans og Ólafs Ólafssonar. Þessi kaup voru fjármögnuð í gegnum þrjú félög, Brooks og Serval, sem voru bæði í eigu Al Thani og í gegnum Gerland, sem Ólafur Ólafsson átti. Sjálfsskuldaábyrgð fylgdi láninu til Brooks. Fram kom í réttarhöldunum í gær að þegar Kaupþing féll 8. október hafi fimmtíu milljónir dala verið á reikningi Brooks í Lúxemborg. Þá taldi slitastjórnin sig eiga góða möguleika á að endurheimta peningana. Daginn eftir var lánið til Brooks notað til að greiða upp lánið til Serval og þá var staða slitastjórnarinn orðin erfiðari. Rúmar fjögur hundruð milljónir vantaði upp á til að Serval væri skuldlaust og greiddi Ólafur Ólafsson þann pening. Serval hafði því gert upp skuldir sínar en skuldin við Brooks stóð enn eftir. Kaupþing átti einnig kröfu á félagið Gerland en enn hefur ekkert fengist upp í skuld þess, enda var það veitt án veða og trygginga, að sögn Jóhannesar Rúnars. Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Al Thani taldi að hann hafi verið blekktur í viðskiptum sínum við Kaupþing er hann festi kaup á 5,01% hlut í bankanum skömmu fyrir hrun hans árið 2008. Þetta kom fram í vitnisburði Jóhannesar Rúnar Jóhannssonar úr slitastjórn Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. „Það má túlka viðbrögð hans þannig að hann hafi talið sig blekktan i þessum viðskiptum,“ sagði Jóhannes Rúnar. Slitastjórnin samdi við Al Thani um að hann skyldi greiða 26 milljónir dala til baka eftir að Kaupþing féll en sjálfsskuldaábyrgð hans var mun hærri. Fengnir voru lögmenn, m.a. frá Bretlandi, til að aðstoða við endurheimturnar. „Við fundum út með hjálp þeirra að það væri möguleiki á að endurheimta meiri fjármuni en útlit var fyrir,“ sagði Jóhannes Rúnar. Fundað var með lögmönnum Al Thani áður en honum var stefnt í málinu. „Við freistuðum þess að ná samkomulagi en það varð ekki. Þetta endaði með að við gáfum út þessa stefnu. Í framhaldinu var samið í málinu. Málið var aldrei þingfest.“ Jóhannes Rúnar var spurður af hverju slitastjórnin reyndi ekki að endurheimta meiri pening frá Al Thani. „Við gerðum hærri kröfu á hendur honum en allir sem þekkja til vita að það er ekki einfalt að standa í málaferlum í mörgum lögsögun. Sjeikinn hafði ýmsar varnir í málinu,“ sagði Jóhannes Rúnar. „Hann kom ekki með fullar hendur fjár og bauðst til að greiða þessa peninga. Hann taldi að búið ætti enga kröfu á hann, það kom skýrt fram,“ sagði hann og bætti við: „Miðað við viðbrögð lögmanna hans taldi hann sig vera fórnarlamb í þessum viðskiptum.“ Al Thani keypti 5,01% hlut sinn í Kaupþingi í gegnum félagið Q Iceland Finance sem var í eigu hans og Ólafs Ólafssonar. Þessi kaup voru fjármögnuð í gegnum þrjú félög, Brooks og Serval, sem voru bæði í eigu Al Thani og í gegnum Gerland, sem Ólafur Ólafsson átti. Sjálfsskuldaábyrgð fylgdi láninu til Brooks. Fram kom í réttarhöldunum í gær að þegar Kaupþing féll 8. október hafi fimmtíu milljónir dala verið á reikningi Brooks í Lúxemborg. Þá taldi slitastjórnin sig eiga góða möguleika á að endurheimta peningana. Daginn eftir var lánið til Brooks notað til að greiða upp lánið til Serval og þá var staða slitastjórnarinn orðin erfiðari. Rúmar fjögur hundruð milljónir vantaði upp á til að Serval væri skuldlaust og greiddi Ólafur Ólafsson þann pening. Serval hafði því gert upp skuldir sínar en skuldin við Brooks stóð enn eftir. Kaupþing átti einnig kröfu á félagið Gerland en enn hefur ekkert fengist upp í skuld þess, enda var það veitt án veða og trygginga, að sögn Jóhannesar Rúnars.
Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira