Ný fatalína með ljósmyndum af íslenskri náttúru Marín Manda skrifar 13. desember 2013 22:00 Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir Myndir/ Atli Már Hafsteinsson "Ég stofnaði fyrirtækið mitt, Dimmblá, snemma á þessu ári og hannaði fyrstu fatalínuna með norðurljósin sem þema því þau eru glæsilegt sjónarspil í einstakri náttúrufegurð Íslands,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Dimmblá. Fatalínan kemur á markað innan skamms en hún varð að veruleika í samstarfi við landslagsljósmyndarann Sigurð Hrafn Stefnisson en ljósmyndir hans af norðurljósunum eru prentaðar á flíkurnar. "Það er mikill heiður að fá að nota myndir Sigurðar í fyrstu línu Dimmblár því hann er talinn meðal þeirra fremstu á þessu sviði á Íslandi,“ segir Heiðrún Ósk. Hún segist bera mikla umhyggju fyrir íslenskri náttúru og telur mjög dýrmætt að Íslendingar eigi ósnortna náttúru. Verkefni af þessu tagi kostar skildinginn og því hefur Heiðrún Ósk óskað eftir aðstoð frá velunnurum til að greiða niður framleiðslukostnaðinn. Hægt er að styrkja verkefnið á hópfjármögnunarvefsíðunni Karolina Fund til 31. desember. „Þetta er frábær leið fyrir lítil fyrirtæki sem eru að hefja rekstur til að fjármagna verkefnin sín. Þeir sem styrkja Dimmblá um ákveðna upphæð geta valið sér flík úr nýju fatalínunni svo að þeir sem styrkja mig eru jafnframt að tryggja sér flík úr þessari fallegu fatalínu.“Fyrirsæta Ásdís Svava Hallgrímsdóttir Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
"Ég stofnaði fyrirtækið mitt, Dimmblá, snemma á þessu ári og hannaði fyrstu fatalínuna með norðurljósin sem þema því þau eru glæsilegt sjónarspil í einstakri náttúrufegurð Íslands,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Dimmblá. Fatalínan kemur á markað innan skamms en hún varð að veruleika í samstarfi við landslagsljósmyndarann Sigurð Hrafn Stefnisson en ljósmyndir hans af norðurljósunum eru prentaðar á flíkurnar. "Það er mikill heiður að fá að nota myndir Sigurðar í fyrstu línu Dimmblár því hann er talinn meðal þeirra fremstu á þessu sviði á Íslandi,“ segir Heiðrún Ósk. Hún segist bera mikla umhyggju fyrir íslenskri náttúru og telur mjög dýrmætt að Íslendingar eigi ósnortna náttúru. Verkefni af þessu tagi kostar skildinginn og því hefur Heiðrún Ósk óskað eftir aðstoð frá velunnurum til að greiða niður framleiðslukostnaðinn. Hægt er að styrkja verkefnið á hópfjármögnunarvefsíðunni Karolina Fund til 31. desember. „Þetta er frábær leið fyrir lítil fyrirtæki sem eru að hefja rekstur til að fjármagna verkefnin sín. Þeir sem styrkja Dimmblá um ákveðna upphæð geta valið sér flík úr nýju fatalínunni svo að þeir sem styrkja mig eru jafnframt að tryggja sér flík úr þessari fallegu fatalínu.“Fyrirsæta Ásdís Svava Hallgrímsdóttir
Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira