Hlutdrægni Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 24. júlí 2013 07:00 Að undanförnu hefur María Lilja Þrastardóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifað hverja fréttina á fætur annarri um veitingahúsin Vip Club og Crystal. Blaðamaðurinn er harður femínisti og talskona Druslugöngunnar, sem er ekki í frásögur færandi nema vegna þess að lífsskoðanir blaðamannsins virðast þvælast fyrir henni í vinnunni með þeim afleiðingum að blaðamanninum er ómögulegt að nálgast viðfangsefnið af hlutlægni. Af fréttum Fréttablaðsins er ljóst að allir viðmælendur blaðamannsins hafa verið valdir af kostgæfni og þess vandlega gætt að skoðanir þeirra falli að skoðunum blaðamannsins á málinu. Hafi viðmælandinn ekki kveðið nægilega fast að orði þá virðist blaðamaðurinn heldur ekki víla það fyrir sér að færa orð hans í stílinn eða hafa eitthvað eftir viðmælandanum sem viðkomandi kannast síðar ekki við að hafa sagt. Rangt haft eftir Í Fréttablaðinu, 19. júlí sl, hafði blaðamaðurinn tiltekin orð eftir framkvæmdastýru vændisathvarfsins sem framkvæmdastýran neitaði síðar að hafa viðhaft, sbr. bréf lögmanns framkvæmdastýrunnar, dags. 22. júlí sl., til greinarhöfundar, þar sem lögmaðurinn segir að umbjóðandi hans hafi aldrei fullyrt í samtali við blaðamanninn að vændisstarfsemi eða mansal væri stundað á umræddum kampavínsklúbbum og að ummælin séu ekki rétt höfð eftir umbjóðanda hans. Í Fréttablaðinu, 23. júlí sl., birtist síðan enn ein fréttin eftir blaðamanninn. Fyrirsögn fréttarinnar var „Formaður borgarráðs dregur starfsleyfi í efa“ og undirfyrirsögn „Formaður borgarráðs segir að klúbbarnir sem um ræðir hafi ekki leyfi fyrir starfseminni sem þeir reki“. Í fréttinni er síðan vitnað beint í Dag B. Eggertssonar, formann borgarráðs, sem upplýsti að klúbbarnir hafi sótt um hefðbundið vínveitingaleyfi enda séu engin sérstök vínveitingaleyfi gefin út lengur, þ.e. leyfi fyrir annarri starfsemi en barrekstri. Hvergi í fréttinni er haft eftir formanni borgarráðs að hann dragi starfsleyfi framangreindra staða í efa. Hvað þá heldur að veitingahúsin sem um ræðir hafi ekki tilskilin rekstrarleyfi. Fyrirsögn og undirfyrirsögn fréttarinnar sem blaðamaðurinn lætur líta út fyrir að séu hafðar beint eftir formanni borgarráðs virðast því ekki frá honum komnar. Það er einlæg von mín að blaðamaðurinn hætti að láta eigin lífsskoðanir byrgja sér sýn í starfi sínu sem blaðamaður. Lesendur Fréttablaðsins eiga það skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur María Lilja Þrastardóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifað hverja fréttina á fætur annarri um veitingahúsin Vip Club og Crystal. Blaðamaðurinn er harður femínisti og talskona Druslugöngunnar, sem er ekki í frásögur færandi nema vegna þess að lífsskoðanir blaðamannsins virðast þvælast fyrir henni í vinnunni með þeim afleiðingum að blaðamanninum er ómögulegt að nálgast viðfangsefnið af hlutlægni. Af fréttum Fréttablaðsins er ljóst að allir viðmælendur blaðamannsins hafa verið valdir af kostgæfni og þess vandlega gætt að skoðanir þeirra falli að skoðunum blaðamannsins á málinu. Hafi viðmælandinn ekki kveðið nægilega fast að orði þá virðist blaðamaðurinn heldur ekki víla það fyrir sér að færa orð hans í stílinn eða hafa eitthvað eftir viðmælandanum sem viðkomandi kannast síðar ekki við að hafa sagt. Rangt haft eftir Í Fréttablaðinu, 19. júlí sl, hafði blaðamaðurinn tiltekin orð eftir framkvæmdastýru vændisathvarfsins sem framkvæmdastýran neitaði síðar að hafa viðhaft, sbr. bréf lögmanns framkvæmdastýrunnar, dags. 22. júlí sl., til greinarhöfundar, þar sem lögmaðurinn segir að umbjóðandi hans hafi aldrei fullyrt í samtali við blaðamanninn að vændisstarfsemi eða mansal væri stundað á umræddum kampavínsklúbbum og að ummælin séu ekki rétt höfð eftir umbjóðanda hans. Í Fréttablaðinu, 23. júlí sl., birtist síðan enn ein fréttin eftir blaðamanninn. Fyrirsögn fréttarinnar var „Formaður borgarráðs dregur starfsleyfi í efa“ og undirfyrirsögn „Formaður borgarráðs segir að klúbbarnir sem um ræðir hafi ekki leyfi fyrir starfseminni sem þeir reki“. Í fréttinni er síðan vitnað beint í Dag B. Eggertssonar, formann borgarráðs, sem upplýsti að klúbbarnir hafi sótt um hefðbundið vínveitingaleyfi enda séu engin sérstök vínveitingaleyfi gefin út lengur, þ.e. leyfi fyrir annarri starfsemi en barrekstri. Hvergi í fréttinni er haft eftir formanni borgarráðs að hann dragi starfsleyfi framangreindra staða í efa. Hvað þá heldur að veitingahúsin sem um ræðir hafi ekki tilskilin rekstrarleyfi. Fyrirsögn og undirfyrirsögn fréttarinnar sem blaðamaðurinn lætur líta út fyrir að séu hafðar beint eftir formanni borgarráðs virðast því ekki frá honum komnar. Það er einlæg von mín að blaðamaðurinn hætti að láta eigin lífsskoðanir byrgja sér sýn í starfi sínu sem blaðamaður. Lesendur Fréttablaðsins eiga það skilið.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun