Sigurganga Sjóns í Bandaríkjunum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 29. september 2013 15:00 Bækur sjóns hans hafa vakið hrifningu í BNA. Skáldið Sjón hefur heldur betur verið að gera það gott í Bandaríkjunum undanfarið. Farrar, Straus & Giroux, sem er eitt virtasta forlag Bandaríkjanna og þar með heimsins, gaf samtímis út þrjár bækur Sjóns – sem er afar fáheyrt. Bækurnar Rökkurbýsnir, Argóarflísin og Skuggabaldur hafa þegar vakið gríðarlega athygli og fengið frábæra dóma. Verk hans hafa nú verið þýdd á 25 tungumál. Sjón fór utan og heimsótti fjórar borgir á vesturströnd Bandaríkjanna; Seattle, Portland, San Fransisco og Santa Barbara. Þar hélt hann fyrirlestra og fór í ótal viðtöl, þar á meðal heilsíðuviðtal í Newsweek. Einn helsti bókmenntagagnrýnandi Bandaríkjanna, Alan Cheuse, fjallaði um verk hans á NPR-útvarpsstöðinni. Í New York var síðan útgáfuviðburður í Scandianvia House þar sem Björk kynnti hann til leiks og enski rithöfundurinn Hari Kunzru tók við hann viðtal. Um það var skrifað í The Paris Review. „Það er mjög gefandi og ögrandi að sjá verk sín gefin út fyrir jafn kröfuharða bókmenntalesendur og er að finna í Bandaríkjunum,“ segir Sjón. „Upplestrarferðin var einmitt sérstaklega fróðleg þegar kom að því að hitta þetta fólk í mörgum af þeim frábæru bókabúðum sem enn standa vörð um bókina og eru á móti studdar af dyggum viðskiptavinum sínum sem versla þar og mæta á viðburði.“Hvers vegna heldurðu að bandarískir lesendur hrífist svo mjög af verkum þínum?„Bandarískar bókmenntir fjalla gjarnan um líf og sögur fólks í smærri plássum í því gríðarstóra landi, og ég komst að því að höfundi sem segir sögur frá litlu landi langt í burtu er velkomið að láta á þær reyna líka.“ Ritdómarnir í stórblöðum USA og Kanada hafa allir verið mjög umfangsmiklir, upp í heilsíður. Ritdómar í veftímaritum hafa einnig verið umfangsmiklir og fjallað um allar þrjár bækurnar og kynnt höfundinn til leiks. Nýjast er það að frétta af áhuga erlendra útgefanda á verkum Sjóns að útgáfurétturinn að nýju skáldsögunni hans, Mánasteini sem ekki er komin út, hefur þegar verið seldur til Finnlands og Danmerkur. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Skáldið Sjón hefur heldur betur verið að gera það gott í Bandaríkjunum undanfarið. Farrar, Straus & Giroux, sem er eitt virtasta forlag Bandaríkjanna og þar með heimsins, gaf samtímis út þrjár bækur Sjóns – sem er afar fáheyrt. Bækurnar Rökkurbýsnir, Argóarflísin og Skuggabaldur hafa þegar vakið gríðarlega athygli og fengið frábæra dóma. Verk hans hafa nú verið þýdd á 25 tungumál. Sjón fór utan og heimsótti fjórar borgir á vesturströnd Bandaríkjanna; Seattle, Portland, San Fransisco og Santa Barbara. Þar hélt hann fyrirlestra og fór í ótal viðtöl, þar á meðal heilsíðuviðtal í Newsweek. Einn helsti bókmenntagagnrýnandi Bandaríkjanna, Alan Cheuse, fjallaði um verk hans á NPR-útvarpsstöðinni. Í New York var síðan útgáfuviðburður í Scandianvia House þar sem Björk kynnti hann til leiks og enski rithöfundurinn Hari Kunzru tók við hann viðtal. Um það var skrifað í The Paris Review. „Það er mjög gefandi og ögrandi að sjá verk sín gefin út fyrir jafn kröfuharða bókmenntalesendur og er að finna í Bandaríkjunum,“ segir Sjón. „Upplestrarferðin var einmitt sérstaklega fróðleg þegar kom að því að hitta þetta fólk í mörgum af þeim frábæru bókabúðum sem enn standa vörð um bókina og eru á móti studdar af dyggum viðskiptavinum sínum sem versla þar og mæta á viðburði.“Hvers vegna heldurðu að bandarískir lesendur hrífist svo mjög af verkum þínum?„Bandarískar bókmenntir fjalla gjarnan um líf og sögur fólks í smærri plássum í því gríðarstóra landi, og ég komst að því að höfundi sem segir sögur frá litlu landi langt í burtu er velkomið að láta á þær reyna líka.“ Ritdómarnir í stórblöðum USA og Kanada hafa allir verið mjög umfangsmiklir, upp í heilsíður. Ritdómar í veftímaritum hafa einnig verið umfangsmiklir og fjallað um allar þrjár bækurnar og kynnt höfundinn til leiks. Nýjast er það að frétta af áhuga erlendra útgefanda á verkum Sjóns að útgáfurétturinn að nýju skáldsögunni hans, Mánasteini sem ekki er komin út, hefur þegar verið seldur til Finnlands og Danmerkur.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira