Fyrirlestur um Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar í Snorrastofu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 24. september 2013 13:25 Dr. Úlfar Bragason er rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. mynd/stefán Dr. Úlfar Bragason flytur fyrirlestur um Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar í Snorrastofu, Reykholti, í kvöld. Fyrirlesturinn er helgaður minningu Snorra Sturlusonar, sem veginn var í Reykholti 23. september árið 1241. Um árabil hefur Snorrastofa minnst dánardags hans með því að bjóða til fyrirlestrar um málefni sem tengjast honum og samtíð hans með einum eða öðrum hætti. 800 ár eru liðin síðan höfðinginn Hrafn Sveinbjarnarson var tekinn af lífi á Eyri við Arnarfjörð. Hrafns saga Sveinbjarnarsonar er ævisaga hans, rituð um 1250. Sagan er ein samtíðarsagna, varðveitt bæði sérstök og sem hluti af Sturlungu. Í erindi sínu mun Úlfar ræða samsetningu sögunnar, þá mynd sem sagan gefur af Hrafni og þær breytingar sem höfundur Sturlungu gerði á sögunni þegar hann skeytti henni við aðrar sögur í samsteypu sinni. Úlfar er rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Áður var hann forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals frá 1988 til 2006. Hann var gistikennari í norrænum fræðum við University of Chicago frá 1986 til 1987. Úlfar hefur setið í stjórn Snorrastofu í Reykholti frá því henni var komið á fót. Úlfar lauk doktorsprófi frá Kaliforníuháskóla í Berkeley árið 1986. Doktorsritgerð hans fjallaði um frásagnarfræði Sturlungu. Hann hefur haldið fyrirlestra um Sturlunga sögu víða, bæði heima og erlendis, og birt fjölda greina um sagnasamsteypuna og sögur hennar. Árið 2010 kom út hjá Háskólaútgáfunni bók hans: Ætt og saga: Um frásagnarfræði Sturlungu eða Íslendinga sögu hinnar miklu. Fyrirlesturinn hefst klukkan 20.30 og er aðgangseyrir 500 krónur. Boðið er til kaffiveitinga í hléi og svo er umræða að þeim loknum. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Dr. Úlfar Bragason flytur fyrirlestur um Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar í Snorrastofu, Reykholti, í kvöld. Fyrirlesturinn er helgaður minningu Snorra Sturlusonar, sem veginn var í Reykholti 23. september árið 1241. Um árabil hefur Snorrastofa minnst dánardags hans með því að bjóða til fyrirlestrar um málefni sem tengjast honum og samtíð hans með einum eða öðrum hætti. 800 ár eru liðin síðan höfðinginn Hrafn Sveinbjarnarson var tekinn af lífi á Eyri við Arnarfjörð. Hrafns saga Sveinbjarnarsonar er ævisaga hans, rituð um 1250. Sagan er ein samtíðarsagna, varðveitt bæði sérstök og sem hluti af Sturlungu. Í erindi sínu mun Úlfar ræða samsetningu sögunnar, þá mynd sem sagan gefur af Hrafni og þær breytingar sem höfundur Sturlungu gerði á sögunni þegar hann skeytti henni við aðrar sögur í samsteypu sinni. Úlfar er rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Áður var hann forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals frá 1988 til 2006. Hann var gistikennari í norrænum fræðum við University of Chicago frá 1986 til 1987. Úlfar hefur setið í stjórn Snorrastofu í Reykholti frá því henni var komið á fót. Úlfar lauk doktorsprófi frá Kaliforníuháskóla í Berkeley árið 1986. Doktorsritgerð hans fjallaði um frásagnarfræði Sturlungu. Hann hefur haldið fyrirlestra um Sturlunga sögu víða, bæði heima og erlendis, og birt fjölda greina um sagnasamsteypuna og sögur hennar. Árið 2010 kom út hjá Háskólaútgáfunni bók hans: Ætt og saga: Um frásagnarfræði Sturlungu eða Íslendinga sögu hinnar miklu. Fyrirlesturinn hefst klukkan 20.30 og er aðgangseyrir 500 krónur. Boðið er til kaffiveitinga í hléi og svo er umræða að þeim loknum.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp