Fótbolti

Boulahrouz er genginn til liðs við Brøndby

Stefán Árni Pálsson skrifar
Khalid Boulahrouz er mættur til Danmerkur.
Khalid Boulahrouz er mættur til Danmerkur. mynd/fésbókarsíða Brøndby.
Danska knattspyrnuliðið Brøndby hefur samið við Hollendinginn Khalid Boulahrouz og mun hann leika með félaginu út tímabilið.

Þessi 31 árs varnarmaður hefur meðal annars leikið með Hamburger SV, Chelsea, Sevilla og Stuttgart og því mikill fengur fyrir Brøndby.

„Með tilkomu  Khalid Boulahrouz  erum við að sýna mikinn metnað í því að fá gæðaleikmenn til liðsins,“ sagði Per Rud , yfirmaður íþróttamála hjá félaginu í viðtali við vefsíðu Brøndby.

„Maður getur ekki annað en verið stoltur af því að hafa sannfært Boulahrouz  að spila með okkur“.

Boulahrouz   mun leika í treyju númer þrjú með liðinu. Liðið er í níunda sæti deildarinnar með 13 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×