Af því ég er fötluð Embla Ágústsdóttir skrifar 16. mars 2013 06:00 Ég tilheyri samfélagi þar sem staðlaðar ímyndir um flesta hópa samfélagsins eru ríkjandi í allri umræðu. Þetta á sérstaklega við um hópa sem flokkast til minnihluta, ýmist með tilliti til fjölda eða valds. Einn af þessum hópum er hópur fatlaðs fólks sem vill svo skemmtilega til að ég tilheyri. Vegna þess að ég tilheyri þessu ofangreinda samfélag vil ég taka ábyrgð og gera hér stuttlega grein fyrir þeim afleiðingunum sem staðalímyndir hafa á mitt daglega líf. Þetta eru dæmi um það hvernig skerðing mín er álitin forsenda alls þess sem ég er eða geri. Ef ég á ekki vini, er það vegna þess að ég er fötluð… Ef ég á vini, er það vegna þess að vinir mínir eru svo góðir við mig þrátt fyrir að ég sé fötluð… Ef ég stend mig illa í skólanum, er það vegna þess að ég er fötluð… Ef ég stend mig vel í skólanum, er það vegna þess að fatlað fólk er svo samviskusamt og svo miklar hetjur… Ef ég er löt, er það vegna þess að ég er fötluð og hlýt að eiga svo bágt… Ef ég er rosalega dugleg, er það vegna þess að ég er fötluð og er þar af leiðandi algjör hetja… Ef ég reyki, er það vegna þess að ég er fötluð og lífið mitt er svo erfitt… Ef ég reyki ekki, er það vegna þess að fatlað fólk er skynsamt og reykir ekki… Ef ég á ekki maka, er það vegna þess að ég er fötluð… Ef ég á maka, er ég rosalega heppin að einhver vilji mig „þrátt fyrir að ég sé svona“… Ef ég hætti með makanum, er það vegna þess að sambandið gekk ekki upp því ég er fötluð… Ef ég gifti mig, fær maki minn líklega fálkaorðuna fyrir að vera svona stórhjartaður að giftast fatlaðri konu… Ef ég skil við makann, er það vegna þess að ég er fötluð og þetta var of mikið álag… Ef börnin mín verða óþekk, er það vegna þess að ég er fötluð og þau eru undir svo miklu álagi… Ef börnin mín verða þæg, er það vegna þess að ég er fötluð og þau hafa „þurft að þroskast svo hratt“… Ef börnin mín gleyma heimanáminu fyrir skólann, er það vegna þess að þau eiga fötluðu mömmuna… Ef börnin mín gleyma aldrei heimanáminu, er það vegna þess að þau eru sjálf svo ábyrgðarfull af því þau eiga fatlaða mömmu… Ef ég er leið, er það vegna þess að ég er fötluð og það hlýtur að vera ömurlegt… Ef ég er hamingjusöm, er það vegna þess að ég hef lært að sjá það góða í lífinu „þrátt fyrir að vera fötluð“… Það skiptir í raun litlu máli hvað ég geri. Í langflestum tilfellum er litið svo á að ég geri það „vegna þess að ég er fötluð“ eða „þrátt fyrir að vera fötluð“. Ég þrái að geta gert og verið eitthvað án þess að það sé sjálfkrafa álitið snúast eingöngu um fötlun mína. Ég þrái að geta staðið mig illa í skólanum bara af því að ég er löt og ég þrái að geta átt vini án þess að vinskapurinn sé álitinn góðgerðarstarfsemi vina minna. Ég þrái að fá að vera bara Embla, ekki alltaf „fatlaða Embla“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég tilheyri samfélagi þar sem staðlaðar ímyndir um flesta hópa samfélagsins eru ríkjandi í allri umræðu. Þetta á sérstaklega við um hópa sem flokkast til minnihluta, ýmist með tilliti til fjölda eða valds. Einn af þessum hópum er hópur fatlaðs fólks sem vill svo skemmtilega til að ég tilheyri. Vegna þess að ég tilheyri þessu ofangreinda samfélag vil ég taka ábyrgð og gera hér stuttlega grein fyrir þeim afleiðingunum sem staðalímyndir hafa á mitt daglega líf. Þetta eru dæmi um það hvernig skerðing mín er álitin forsenda alls þess sem ég er eða geri. Ef ég á ekki vini, er það vegna þess að ég er fötluð… Ef ég á vini, er það vegna þess að vinir mínir eru svo góðir við mig þrátt fyrir að ég sé fötluð… Ef ég stend mig illa í skólanum, er það vegna þess að ég er fötluð… Ef ég stend mig vel í skólanum, er það vegna þess að fatlað fólk er svo samviskusamt og svo miklar hetjur… Ef ég er löt, er það vegna þess að ég er fötluð og hlýt að eiga svo bágt… Ef ég er rosalega dugleg, er það vegna þess að ég er fötluð og er þar af leiðandi algjör hetja… Ef ég reyki, er það vegna þess að ég er fötluð og lífið mitt er svo erfitt… Ef ég reyki ekki, er það vegna þess að fatlað fólk er skynsamt og reykir ekki… Ef ég á ekki maka, er það vegna þess að ég er fötluð… Ef ég á maka, er ég rosalega heppin að einhver vilji mig „þrátt fyrir að ég sé svona“… Ef ég hætti með makanum, er það vegna þess að sambandið gekk ekki upp því ég er fötluð… Ef ég gifti mig, fær maki minn líklega fálkaorðuna fyrir að vera svona stórhjartaður að giftast fatlaðri konu… Ef ég skil við makann, er það vegna þess að ég er fötluð og þetta var of mikið álag… Ef börnin mín verða óþekk, er það vegna þess að ég er fötluð og þau eru undir svo miklu álagi… Ef börnin mín verða þæg, er það vegna þess að ég er fötluð og þau hafa „þurft að þroskast svo hratt“… Ef börnin mín gleyma heimanáminu fyrir skólann, er það vegna þess að þau eiga fötluðu mömmuna… Ef börnin mín gleyma aldrei heimanáminu, er það vegna þess að þau eru sjálf svo ábyrgðarfull af því þau eiga fatlaða mömmu… Ef ég er leið, er það vegna þess að ég er fötluð og það hlýtur að vera ömurlegt… Ef ég er hamingjusöm, er það vegna þess að ég hef lært að sjá það góða í lífinu „þrátt fyrir að vera fötluð“… Það skiptir í raun litlu máli hvað ég geri. Í langflestum tilfellum er litið svo á að ég geri það „vegna þess að ég er fötluð“ eða „þrátt fyrir að vera fötluð“. Ég þrái að geta gert og verið eitthvað án þess að það sé sjálfkrafa álitið snúast eingöngu um fötlun mína. Ég þrái að geta staðið mig illa í skólanum bara af því að ég er löt og ég þrái að geta átt vini án þess að vinskapurinn sé álitinn góðgerðarstarfsemi vina minna. Ég þrái að fá að vera bara Embla, ekki alltaf „fatlaða Embla“.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun