Erlent

Vilja ná tali af manni sem sást með ljóshært barn kvöldið sem Madeleine hvarf

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Madeleine eins og hún leit út þegar hún hvarf. Hin myndin er tölvugerð mynd af því hvernig hún gæti litið út í sumar.
Madeleine eins og hún leit út þegar hún hvarf. Hin myndin er tölvugerð mynd af því hvernig hún gæti litið út í sumar. mynd/afp
Maðurinn sem lögreglan í Bretlandi lýsir eftir sást bera ljóshært barn úr áttinni frá Ocean Club í bænum Praia da Luz í Portúgal í áttina að miðbænum eða strönd bæjarins. Þetta kemur fram í máli rannsóknarlögreglumannsins Andy Redwood sem leiðir yfirferð málsins.

Þetta kemur í frétt The Guardian. Maðurinn sem sást með barnið er sá sami og lögreglan hefur lýst eftir með gerð tveggja tölvuteikninga.

Andy segir mikilvægt að lögreglan komist að því hver maðurinn er, en hann mun hafa verið í kringum 30 ára, með stutt brúnt hátt og meðalmaður að hæð. Barnið sem hann var með, var um þriggja eða fjögurra ára, ljóshært og gæti hafa verið í náttfötum.

Lögreglumaðurinn segir að nýjar vísbendingar um hvað gerðist kvöldið sem Madeleine hvarf hafi breytt rannsókninni. Hann segir: „Það gæti vel verið að um sé að ræða saklausan mann, en við þurfum að komast að því hver hann er.“

Í kvöld verður sýndur þátturinn Crimewatch á BBC þar sem fjallað verður um mál Madeleine og rannsókn á því frá því að hún hvarf í maí 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×