Í föruneyti prinsins á Suðurskautslandinu Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 14. desember 2013 07:00 Íslenskur leiðangursstjóri frá Arctic Trucks fylgdi Harry Bretaprins á suðurpólinn. Mikill fögnuður braust út þegar leiðangursmenn stóðu á pólnum á hádegi í gær. Fréttablaðið/EPA „Harry Bretaprins er góður félagi, skemmtilegur og gaman að umgangast hann,“ segir Emil Grímsson, stjórnarformaður Arctic Trucks. Hann var leiðangursstjóri í ferð prinsins og hermanna, sem hafa hlotið örkuml, á suðurpólinn. Hópurinn komst loks á pólinn í gær. Leiðir Emils og prinsins lágu fyrst saman í sumar þegar prinsinn æfði sig á Langjökli fyrir pólgönguna. Arctic Trucks sáu um að aka sjónvarpsfólki, læknum og aðstoðarfólki sem var með prinsinum og ferðafélögum hans á Suðurskautslandinu. Leiðangurinn hófst formlega 22. nóvember þegar hópurinn kom upp á jökulbreiðuna. Hópnum var skipt upp í þrjá minni hópa. Í hverjum hópi voru fjórir hermenn sem höfðu særst, leiðsögumaður, aðstoðarmaður og einn frægur. Hinir frægu sem tóku þátt í göngunni á pólinn voru, auk Harrys, leikararnir Alexander Skarsgaard og Dominic West. Í upphafi var gert ráð fyrir að hóparnir myndu keppa um hver yrði fljótastur á áfangastað en fljótlega var ákveðið að hætta keppni og stytta dagleiðirnar. Líkamlegt ástand leiðangursmanna var mjög misjafnt, þarna voru hermenn sem höfðu misst útlimi, brennst og einn var blindur. Upphaflega átti að ganga 334 kílómetra en stytta þurfti gönguna niður í 200 kílómetra. Veður og smávægileg meiðsl sumra leiðangursmanna urðu til þess. Leiðangursmenn voru með farangur sinn á sleðum og varð hver og einn að draga 60 til 90 kíló. „Það kom fljótlega í ljós að sumir hermennirnir sem höfðu særst voru ekki nógu líkamlega sterkir til að draga púlkurnar, svo þeir sem hraustari voru léttu af púlkunum hjá þeim,“ segir Emil. Emil segir að frostið hafi verið frá 24 gráðum og niður í rúmlega 30 gráður. Þegar tekið var tillit til vindkælingar hafi kuldinn verið rúmlega 40 stig. Emil segir að engan hafi kalið illa, en nokkrir fengið lítil kalsár. Það var svo á hádegi að staðartíma í gær sem leiðangursmenn stóðu á pólnum, í ískulda en glaðasólskini. „Allir komust þeir á pólinn og það var mikil gleði. Það var tekin góð stund í að mynda og fagna áfanganum,“ segir Emil. Svo var haldið til baka en hópurinn ákvað að slá upp tjaldbúðum tuttugu kílómetra frá pólnum. „Harry vildi ólmur fá að keyra jeppann í tjaldbúðirnar. Hann var búinn að fá að keyra hjá mér áður og er hinn liprasti bílstjóri,“ segir Emil og bætir við að þeir hafi þurft að aka yfir rifskafla og bíllinn hafi hossast mikið á leiðinni. Leiðangursmenn fara svo með flugi um helgina til Suður-Afríku en Emil sagði að það væri ekki alveg komið á hreint hvenær hann kæmi heim. Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Sjá meira
„Harry Bretaprins er góður félagi, skemmtilegur og gaman að umgangast hann,“ segir Emil Grímsson, stjórnarformaður Arctic Trucks. Hann var leiðangursstjóri í ferð prinsins og hermanna, sem hafa hlotið örkuml, á suðurpólinn. Hópurinn komst loks á pólinn í gær. Leiðir Emils og prinsins lágu fyrst saman í sumar þegar prinsinn æfði sig á Langjökli fyrir pólgönguna. Arctic Trucks sáu um að aka sjónvarpsfólki, læknum og aðstoðarfólki sem var með prinsinum og ferðafélögum hans á Suðurskautslandinu. Leiðangurinn hófst formlega 22. nóvember þegar hópurinn kom upp á jökulbreiðuna. Hópnum var skipt upp í þrjá minni hópa. Í hverjum hópi voru fjórir hermenn sem höfðu særst, leiðsögumaður, aðstoðarmaður og einn frægur. Hinir frægu sem tóku þátt í göngunni á pólinn voru, auk Harrys, leikararnir Alexander Skarsgaard og Dominic West. Í upphafi var gert ráð fyrir að hóparnir myndu keppa um hver yrði fljótastur á áfangastað en fljótlega var ákveðið að hætta keppni og stytta dagleiðirnar. Líkamlegt ástand leiðangursmanna var mjög misjafnt, þarna voru hermenn sem höfðu misst útlimi, brennst og einn var blindur. Upphaflega átti að ganga 334 kílómetra en stytta þurfti gönguna niður í 200 kílómetra. Veður og smávægileg meiðsl sumra leiðangursmanna urðu til þess. Leiðangursmenn voru með farangur sinn á sleðum og varð hver og einn að draga 60 til 90 kíló. „Það kom fljótlega í ljós að sumir hermennirnir sem höfðu særst voru ekki nógu líkamlega sterkir til að draga púlkurnar, svo þeir sem hraustari voru léttu af púlkunum hjá þeim,“ segir Emil. Emil segir að frostið hafi verið frá 24 gráðum og niður í rúmlega 30 gráður. Þegar tekið var tillit til vindkælingar hafi kuldinn verið rúmlega 40 stig. Emil segir að engan hafi kalið illa, en nokkrir fengið lítil kalsár. Það var svo á hádegi að staðartíma í gær sem leiðangursmenn stóðu á pólnum, í ískulda en glaðasólskini. „Allir komust þeir á pólinn og það var mikil gleði. Það var tekin góð stund í að mynda og fagna áfanganum,“ segir Emil. Svo var haldið til baka en hópurinn ákvað að slá upp tjaldbúðum tuttugu kílómetra frá pólnum. „Harry vildi ólmur fá að keyra jeppann í tjaldbúðirnar. Hann var búinn að fá að keyra hjá mér áður og er hinn liprasti bílstjóri,“ segir Emil og bætir við að þeir hafi þurft að aka yfir rifskafla og bíllinn hafi hossast mikið á leiðinni. Leiðangursmenn fara svo með flugi um helgina til Suður-Afríku en Emil sagði að það væri ekki alveg komið á hreint hvenær hann kæmi heim.
Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Sjá meira