Þarf að horfa til allra eigna við afnám gjaldeyrishafta Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 12. apríl 2013 07:00 Þar sem hér ríkja gjaldeyrishöft þarf Seðlabankinn að samþykkja alla nauðasamninga, þar með talið þá sem lúta að erlendum eignum hér á landi og föllnu bönkunum. Fréttablaðið/Pjetur Þverpólitísk nefnd um afnám gjaldeyrishafta segir nauðsynlegt að horfa heildrænt á erlendar eignir hérlendis við afnám haftanna. Lausnir á afmörkuðum vanda, svo sem krónueignum eða sölu banka, geti seinkað afnámi haftanna og jafnvel ógnað fjármála- og gengisstöðugleika. Þetta kemur fram í bréfi sem nefndin ritaði fjármála- og efnahagsráðherra og formönnum stjórnmálaflokka. Fréttablaðið ræddi við nefndarmenn, en nefndin var skipuð fulltrúum allra þingflokka. Jón Helgi Egilsson, fulltrúi Hreyfingarinnar, segir að stjórnmálaflokkarnir verði að geta svarað því hvernig leysa eigi það vandamál, sem innlendar eignir erlenda kröfuhafa eru, í heild sinni. Um gríðarlegar upphæðir sé að ræða, eða 2.700 milljarða. Hann varar við umræðu um einstakar aðgerðir, svo sem sölu bankanna. „Það vantar alveg að setja stóru myndina niður. Innlendar krónueignir erlendra aðila geta haft veruleg áhrif á gengið til framtíðar.“ Huginn Freyr Þorsteinsson, fulltrúi Vinstri grænna, tekur undir það og segir að ekki megi búa til ímyndaða tímapressu. „Mikið hvílir á því að afnám gjaldeyrishafta takist vel. Ef ekki þá myndi hvaða skuldaleiðrétting sem er duga skammt gagnvart því vandamáli sem myndi þá blasa við í íslensku efnahagslífi.“ Tryggvi Þór Herbertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það geta skert samningsstöðu Íslands verði farið út í einhverjar sértækar aðgerðir. „Við leggjum gríðarlega mikla áherslu á að þetta verði allt saman gert í samstöðu allra stjórnmálaflokka og það verði gert á trúverðugan hátt.“ Bolli Héðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, segir erfitt ef búið er að ráðstafa þeim eignum sem talið sé að liggi í fjármununum. „Ef menn eru búnir að lofa mjög miklu þá vita kröfuhafarnir sem er að þú þarft að fara að afhenda til kjósenda og þá er hættara við því að þú sért að einhverju leyti búinn að gera þér verri samningsstöðu en þú þyrftir að vera í.“ Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þverpólitísk nefnd um afnám gjaldeyrishafta segir nauðsynlegt að horfa heildrænt á erlendar eignir hérlendis við afnám haftanna. Lausnir á afmörkuðum vanda, svo sem krónueignum eða sölu banka, geti seinkað afnámi haftanna og jafnvel ógnað fjármála- og gengisstöðugleika. Þetta kemur fram í bréfi sem nefndin ritaði fjármála- og efnahagsráðherra og formönnum stjórnmálaflokka. Fréttablaðið ræddi við nefndarmenn, en nefndin var skipuð fulltrúum allra þingflokka. Jón Helgi Egilsson, fulltrúi Hreyfingarinnar, segir að stjórnmálaflokkarnir verði að geta svarað því hvernig leysa eigi það vandamál, sem innlendar eignir erlenda kröfuhafa eru, í heild sinni. Um gríðarlegar upphæðir sé að ræða, eða 2.700 milljarða. Hann varar við umræðu um einstakar aðgerðir, svo sem sölu bankanna. „Það vantar alveg að setja stóru myndina niður. Innlendar krónueignir erlendra aðila geta haft veruleg áhrif á gengið til framtíðar.“ Huginn Freyr Þorsteinsson, fulltrúi Vinstri grænna, tekur undir það og segir að ekki megi búa til ímyndaða tímapressu. „Mikið hvílir á því að afnám gjaldeyrishafta takist vel. Ef ekki þá myndi hvaða skuldaleiðrétting sem er duga skammt gagnvart því vandamáli sem myndi þá blasa við í íslensku efnahagslífi.“ Tryggvi Þór Herbertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það geta skert samningsstöðu Íslands verði farið út í einhverjar sértækar aðgerðir. „Við leggjum gríðarlega mikla áherslu á að þetta verði allt saman gert í samstöðu allra stjórnmálaflokka og það verði gert á trúverðugan hátt.“ Bolli Héðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, segir erfitt ef búið er að ráðstafa þeim eignum sem talið sé að liggi í fjármununum. „Ef menn eru búnir að lofa mjög miklu þá vita kröfuhafarnir sem er að þú þarft að fara að afhenda til kjósenda og þá er hættara við því að þú sért að einhverju leyti búinn að gera þér verri samningsstöðu en þú þyrftir að vera í.“
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira