Pistill: Endalausar dýfur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2013 13:45 Úr leik Stjörnunnar og Keflavíkur. Mynd/Stefán „Þetta er bara hluti af leiknum.“ „Maður gerir allt til þess að vinna.“ Hversu oft hefur maður heyrt afsakanir sem þessar fyrir því að hraustir menn hendi sér í gólfið við lítið sem ekkert tilefni. Allt er gert til þess að styrkja stöðu liðsins sem gæti, séu tilburðirnir nógu sannfærandi, leikið manni fleiri eða þurfa ekki að glíma við lykilmann úr röðum andstæðinganna. Dýfukeppni virðist hafa farið fram í öðrum leik Keflavíkur og Stjörnunnar í átta liða úrslitum Domino's-deildar karla á sunnudag. Leikmenn beggja liða hentu sér í gólfið þegar þeir töldu það þjóna hagsmunum liðsins best. Græddu Keflvíkingar á því í eitt skiptið þegar Jovan Zdravevski var vikið af velli auk þess sem hann sætir leikbanni í oddaleiknum annað kvöld. Tilgangurinn helgar víst meðalið. Eitt er þó víst. Mönnum finnst þetta kjánalegt. Stuðningsmönnum, þjálfum og jú, líka leikmönnum. Það sést í hvert einasta skiptið á svipnum á „sökudólgnum" þegar andstæðingurinn fellur í jörðina fyrir litlar sakir. „Æi common", „ertu ekki að grínast" og „stattu í lappirnar!" er það sem lesa má út úr svipbrigðum þess „brotlega" sem ýmist brjálast yfir tilburðunum eða hlær að þeim. Skiljanlega. Hegðunin er til skammar. Það versta er að nokkrum mínútum síðar liggur sá hneykslaði að ástæðulausu vængbrotinn á gólfinu. Annað kvöld mætast Keflavík og Stjarnan í oddaleik í troðfullum Ásgarði auk þess sem leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu. Leikurinn hefur fengið vænan skammt af umfjöllun, mikið til á röngum forsendum, og eftirvæntingin er mikil. Ég ætla rétt að vona að bestu körfuboltamenn landsins leiðrétti þann misskilning sem myndast hefur eftir síðustu rimmu liðanna: Að menn spili körfubolta láréttir en ekki lóðréttir. Dominos-deild karla Pistillinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
„Þetta er bara hluti af leiknum.“ „Maður gerir allt til þess að vinna.“ Hversu oft hefur maður heyrt afsakanir sem þessar fyrir því að hraustir menn hendi sér í gólfið við lítið sem ekkert tilefni. Allt er gert til þess að styrkja stöðu liðsins sem gæti, séu tilburðirnir nógu sannfærandi, leikið manni fleiri eða þurfa ekki að glíma við lykilmann úr röðum andstæðinganna. Dýfukeppni virðist hafa farið fram í öðrum leik Keflavíkur og Stjörnunnar í átta liða úrslitum Domino's-deildar karla á sunnudag. Leikmenn beggja liða hentu sér í gólfið þegar þeir töldu það þjóna hagsmunum liðsins best. Græddu Keflvíkingar á því í eitt skiptið þegar Jovan Zdravevski var vikið af velli auk þess sem hann sætir leikbanni í oddaleiknum annað kvöld. Tilgangurinn helgar víst meðalið. Eitt er þó víst. Mönnum finnst þetta kjánalegt. Stuðningsmönnum, þjálfum og jú, líka leikmönnum. Það sést í hvert einasta skiptið á svipnum á „sökudólgnum" þegar andstæðingurinn fellur í jörðina fyrir litlar sakir. „Æi common", „ertu ekki að grínast" og „stattu í lappirnar!" er það sem lesa má út úr svipbrigðum þess „brotlega" sem ýmist brjálast yfir tilburðunum eða hlær að þeim. Skiljanlega. Hegðunin er til skammar. Það versta er að nokkrum mínútum síðar liggur sá hneykslaði að ástæðulausu vængbrotinn á gólfinu. Annað kvöld mætast Keflavík og Stjarnan í oddaleik í troðfullum Ásgarði auk þess sem leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu. Leikurinn hefur fengið vænan skammt af umfjöllun, mikið til á röngum forsendum, og eftirvæntingin er mikil. Ég ætla rétt að vona að bestu körfuboltamenn landsins leiðrétti þann misskilning sem myndast hefur eftir síðustu rimmu liðanna: Að menn spili körfubolta láréttir en ekki lóðréttir.
Dominos-deild karla Pistillinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum