Fannst alltaf skemmtilegast að horfa í smásjá Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. ágúst 2013 13:00 Björg Atla sýnir bæði í Kirsuberjatrénu og Breiðholtskirkju þessa dagana. Fréttablaðið/GVA Það hittist bara svona á að mér er boðið að sýna á þessum tveimur stöðum samtímis,“ segir Björg Atla myndlistarkona sem sýnir nú málverk bæði í Kirsuberjatrénu við Vesturgötu og í anddyri Breiðholtskirkju. „Í Herbergi í Kirsuberjatrénu sýni ég tuttugu litlar myndir en í Breiðholtskirkju eru þrjú stór málverk. Þetta eru óhlutbundin málverk í sterkum litatónum sem túlka mína innri sýn.“ Björg á nokkuð óvenjulegan feril í myndlistinni því hún útskrifaðist ekki úr Myndlista- og handíðaskólanum fyrr en hún var fertug. Áður en hún hóf námið hafði hún starfað sem lífeindafræðingur.Sterkir litir Eitt verkanna á sýningunni í Kirsuberjatrénu.„Þetta var löng leið,“ viðurkennir hún brosandi. „Pabbi minn hét Atli Már og var myndlistarmaður og grafískur hönnuður þannig að ég hafði alist upp við það að vera síteiknandi. Ætlaði mér samt ekkert að fara út í myndlistina, kenndi í nokkur ár úti á landi eftir stúdentspróf og fór síðan í Tækniskólann og lærði lífeindafræði. Ég starfaði við það í nokkuð mörg ár en fannst alltaf skemmtilegast að horfa í smásjá og vera með sterkar litaupplausnir þannig að maðurinn minn sá fram á það að ég yrði bara að komast í myndlistarskóla. Og það gerði ég. Útskrifaðist 1982 og hef lifað af myndlistinni síðan, bæði sem málari og kennari.“ Sýningunni í Kirsuberjatrénu lýkur 5. ágúst en sú í Breiðholtskirkju stendur til 18. ágúst. Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Gagnrýnir innihaldsefnin í matnum sem börnin fá: „Mér vægast sagt brá“ Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Það hittist bara svona á að mér er boðið að sýna á þessum tveimur stöðum samtímis,“ segir Björg Atla myndlistarkona sem sýnir nú málverk bæði í Kirsuberjatrénu við Vesturgötu og í anddyri Breiðholtskirkju. „Í Herbergi í Kirsuberjatrénu sýni ég tuttugu litlar myndir en í Breiðholtskirkju eru þrjú stór málverk. Þetta eru óhlutbundin málverk í sterkum litatónum sem túlka mína innri sýn.“ Björg á nokkuð óvenjulegan feril í myndlistinni því hún útskrifaðist ekki úr Myndlista- og handíðaskólanum fyrr en hún var fertug. Áður en hún hóf námið hafði hún starfað sem lífeindafræðingur.Sterkir litir Eitt verkanna á sýningunni í Kirsuberjatrénu.„Þetta var löng leið,“ viðurkennir hún brosandi. „Pabbi minn hét Atli Már og var myndlistarmaður og grafískur hönnuður þannig að ég hafði alist upp við það að vera síteiknandi. Ætlaði mér samt ekkert að fara út í myndlistina, kenndi í nokkur ár úti á landi eftir stúdentspróf og fór síðan í Tækniskólann og lærði lífeindafræði. Ég starfaði við það í nokkuð mörg ár en fannst alltaf skemmtilegast að horfa í smásjá og vera með sterkar litaupplausnir þannig að maðurinn minn sá fram á það að ég yrði bara að komast í myndlistarskóla. Og það gerði ég. Útskrifaðist 1982 og hef lifað af myndlistinni síðan, bæði sem málari og kennari.“ Sýningunni í Kirsuberjatrénu lýkur 5. ágúst en sú í Breiðholtskirkju stendur til 18. ágúst.
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Gagnrýnir innihaldsefnin í matnum sem börnin fá: „Mér vægast sagt brá“ Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira