Erlent

Reynt að bjarga skemmtiferðaskipi af strandstað

Costa Concordia óhreyfð á strandstað
Costa Concordia óhreyfð á strandstað Mynd/AP
Brátt eru síðustu forvöð til að bjarga skemmtiferðaskipinu Costa Concordia af strandstað við Ítalíu. Björgunarfólk vinnur í kapp við tímann.

Nick Sloane, sem stjórnar aðgerðum á strandstað, segir í viðtali við AP fréttastofuna að skipið hafi skemmst töluvert. Það sé hreinlega að leggjast saman undan eigin þyngd.

Hann segir síðasta tækifærið til að rétta það við og fleyta því burt verði um miðjan september. Eftir það sé ekkert hægt að gera.

Alls fórust 32 þegar skipið strandaði við ítölsku eyjuna Giglio þann 13. janúar árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×