Börnin í Dimmuvík kvikmynduð Bergsteinn Sigurðsson skrifar 15. júní 2013 09:57 Jón Atli er með þrjá leikstjóra í sigtinu sem hann vill að leikstýri Börnunum í Dimmuvík. Fréttablaðið/Stefán „Við handsöluðum þetta í morgun en eigum eftir að ganga formlega frá samningum,“ segir Jón Atli Jónasson, en danski framleiðandinn Nimbus ætlar að kvikmynda bók hans, Börnin í Dimmuvík, sem kom út fyrir nokkrum vikum. Börnin í Dimmuvík er stutt skáldsaga, nóvella, sem gerist að mestu árið 1930 og segir frá lífsbaráttu fjölskyldu í ónefndu plássi úti á landi. Tvö framleiðslufyrirtæki fengu að sjá handritið að myndinni sem Jón Atli vann upp úr bókinni, hið danska Nimbus, sem meðal annars framleiðir spennuþættina Brúna, og annað sænskt. Bæði lýstu áhuga á að gera myndina en á endanum hreppti Nimbus hnossið. Enn á eftir að finna leikstjóra fyrir verkið. „Ég hef mikið um það að segja hver verður fyrir valinu og er með þrjá í sigtinu; þá Søren Kragh-Jacobsen, Ruben Östlund og Thomas Vinterberg. Þeir eru að skoða þetta en það á eftir að koma í ljós hvort það gengur upp.“ Næst á dagskrá hjá Jóni Atla er að halda fjögurra kvölda sumarnámskeið í handritsgerð fyrir kvikmyndir og sjónvarp í næstu viku. Á námskeiðinu, sem ber heitið frá hugmynd að handriti, kennir hann undirstöðuatriði í handritsgerð með áherslu á leik og kvikmyndahandrit. Námskeiðið er byggt upp þannig að fyrst læra þáttakendur undirstöðuatriði í handritsskrifum og eru svo settir af stað í að skrifa handrit með öllu sem því fylgir. Þáttakendur skila svo uppkasti að handriti sem Jón Atli vinnur svo áfram með þeim hverjum og einum. Námskeiðið hefst á þriðjudagskvöldið 18. júní. Enn eru nokkur sæti laus. Allar nánari fyrirspurnir á hugmyndoghandrit@gmail.com. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við handsöluðum þetta í morgun en eigum eftir að ganga formlega frá samningum,“ segir Jón Atli Jónasson, en danski framleiðandinn Nimbus ætlar að kvikmynda bók hans, Börnin í Dimmuvík, sem kom út fyrir nokkrum vikum. Börnin í Dimmuvík er stutt skáldsaga, nóvella, sem gerist að mestu árið 1930 og segir frá lífsbaráttu fjölskyldu í ónefndu plássi úti á landi. Tvö framleiðslufyrirtæki fengu að sjá handritið að myndinni sem Jón Atli vann upp úr bókinni, hið danska Nimbus, sem meðal annars framleiðir spennuþættina Brúna, og annað sænskt. Bæði lýstu áhuga á að gera myndina en á endanum hreppti Nimbus hnossið. Enn á eftir að finna leikstjóra fyrir verkið. „Ég hef mikið um það að segja hver verður fyrir valinu og er með þrjá í sigtinu; þá Søren Kragh-Jacobsen, Ruben Östlund og Thomas Vinterberg. Þeir eru að skoða þetta en það á eftir að koma í ljós hvort það gengur upp.“ Næst á dagskrá hjá Jóni Atla er að halda fjögurra kvölda sumarnámskeið í handritsgerð fyrir kvikmyndir og sjónvarp í næstu viku. Á námskeiðinu, sem ber heitið frá hugmynd að handriti, kennir hann undirstöðuatriði í handritsgerð með áherslu á leik og kvikmyndahandrit. Námskeiðið er byggt upp þannig að fyrst læra þáttakendur undirstöðuatriði í handritsskrifum og eru svo settir af stað í að skrifa handrit með öllu sem því fylgir. Þáttakendur skila svo uppkasti að handriti sem Jón Atli vinnur svo áfram með þeim hverjum og einum. Námskeiðið hefst á þriðjudagskvöldið 18. júní. Enn eru nokkur sæti laus. Allar nánari fyrirspurnir á hugmyndoghandrit@gmail.com.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira