Vön stimpingum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2013 15:04 Nordicphotos/Getty „Þetta var bara mjög gaman," sagði Aníta Hinriksdóttir, hógværðin uppmáluð í samtali við Vísi, eftir að hafa verið krýnd heimsmeistari í 800 metra hlaupi ungmenna í Donetsk í Úkraínu. Aníta var virkaði vel stemmd fyrir hlaupið. Hún brosti upp í stúku og virtist í góðum málum. „Mér leið alveg rosalega vel fyrir hlaupið. Ég fann það strax í upphituninni og var því lítið stressuð," segir Aníta. Hún tók undir að fyrri hringurinn hefði verið mjög hraður og sagði það koma til að hlauparar hefðu verið taugaóstyrkir. Því hefðu þeir hlaupið hraðar. „Við vorum búin að stefna á að toppa hérna þannig að það er mjög skemmtilegt að þetta gekk upp," segir Aníta sem hafði töluverða yfirburði í hlaupinu. Svo virtist sem keppendur nánast ýttu hver við öðrum að loknum fyrri hring þegar Aníta bjó sig undir að taka á rás. Hlaupakonan kiptti sér lítið upp við það. „Það voru smá stimpingar. En maður er vanur því. Það setti mig ekkert útaf laginu," segir ÍR-ingurinn fótfrái. Aníta sagði það hafa verið mjög skemmtilegt að stíga á verðlaunapall og hlýða á þjóðsöng Íslands. Aníta var á leið í lyfjapróf þegar blaðamaður náði af henni tali. Hún gekkst einnig undir lyfjapróf eftir hlaup sitt í undanúrslitum en þar sem Aníta setti mótsmet var hún skikkuð í próf að nýju. Aðspurð hvort hún væri stressuð fyrir lyfjaprófið sagði Aníta afslöppuð: „Nei nei. Ég drekk bara nóg vatn." Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hér má sjá upptöku af hlaupi Anítu Aníta Hinriksdóttir varð í dag heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi en keppt var í Donetsk í Úkraínu. 14. júlí 2013 14:22 Aníta heimsmeistari Aníta Hinriksdóttir úr ÍR varð í dag heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi í Donetsk í Úkraínu. 14. júlí 2013 00:01 "Aníta er í skýjunum" "Hún sýndi algjörlega styrk sinn og okkar áætlun gekk alveg upp," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari heimsmeistarans í 800 metra hlaupi kvenna 17 ára og yngri Anítu Hinriksdóttur. 14. júlí 2013 14:10 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Parham leiðir fyrir lokaumferðina Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Þetta var manndrápstilraun“ Dagskráin í dag: Besta deild kvenna rúllar af stað, Meistaradeild Evrópu, NBA og margt fleira „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira
„Þetta var bara mjög gaman," sagði Aníta Hinriksdóttir, hógværðin uppmáluð í samtali við Vísi, eftir að hafa verið krýnd heimsmeistari í 800 metra hlaupi ungmenna í Donetsk í Úkraínu. Aníta var virkaði vel stemmd fyrir hlaupið. Hún brosti upp í stúku og virtist í góðum málum. „Mér leið alveg rosalega vel fyrir hlaupið. Ég fann það strax í upphituninni og var því lítið stressuð," segir Aníta. Hún tók undir að fyrri hringurinn hefði verið mjög hraður og sagði það koma til að hlauparar hefðu verið taugaóstyrkir. Því hefðu þeir hlaupið hraðar. „Við vorum búin að stefna á að toppa hérna þannig að það er mjög skemmtilegt að þetta gekk upp," segir Aníta sem hafði töluverða yfirburði í hlaupinu. Svo virtist sem keppendur nánast ýttu hver við öðrum að loknum fyrri hring þegar Aníta bjó sig undir að taka á rás. Hlaupakonan kiptti sér lítið upp við það. „Það voru smá stimpingar. En maður er vanur því. Það setti mig ekkert útaf laginu," segir ÍR-ingurinn fótfrái. Aníta sagði það hafa verið mjög skemmtilegt að stíga á verðlaunapall og hlýða á þjóðsöng Íslands. Aníta var á leið í lyfjapróf þegar blaðamaður náði af henni tali. Hún gekkst einnig undir lyfjapróf eftir hlaup sitt í undanúrslitum en þar sem Aníta setti mótsmet var hún skikkuð í próf að nýju. Aðspurð hvort hún væri stressuð fyrir lyfjaprófið sagði Aníta afslöppuð: „Nei nei. Ég drekk bara nóg vatn."
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hér má sjá upptöku af hlaupi Anítu Aníta Hinriksdóttir varð í dag heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi en keppt var í Donetsk í Úkraínu. 14. júlí 2013 14:22 Aníta heimsmeistari Aníta Hinriksdóttir úr ÍR varð í dag heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi í Donetsk í Úkraínu. 14. júlí 2013 00:01 "Aníta er í skýjunum" "Hún sýndi algjörlega styrk sinn og okkar áætlun gekk alveg upp," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari heimsmeistarans í 800 metra hlaupi kvenna 17 ára og yngri Anítu Hinriksdóttur. 14. júlí 2013 14:10 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Parham leiðir fyrir lokaumferðina Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Þetta var manndrápstilraun“ Dagskráin í dag: Besta deild kvenna rúllar af stað, Meistaradeild Evrópu, NBA og margt fleira „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira
Hér má sjá upptöku af hlaupi Anítu Aníta Hinriksdóttir varð í dag heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi en keppt var í Donetsk í Úkraínu. 14. júlí 2013 14:22
Aníta heimsmeistari Aníta Hinriksdóttir úr ÍR varð í dag heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi í Donetsk í Úkraínu. 14. júlí 2013 00:01
"Aníta er í skýjunum" "Hún sýndi algjörlega styrk sinn og okkar áætlun gekk alveg upp," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari heimsmeistarans í 800 metra hlaupi kvenna 17 ára og yngri Anítu Hinriksdóttur. 14. júlí 2013 14:10