Fótbolti

FIFA mun taka ákvörðun um HM í Katar árið 2015

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sepp Blatter, forseti FIFA
Sepp Blatter, forseti FIFA nordicphotos / getty
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu fer fram Katar 2022, það er ekki enn ljóst hvort keppnin fari fram á hefðbundnum tíma, í júní og júlí eða hreinlega í upphafi árs 2022.

Það hefur komið til tals innan sambandsins að mótið þurfi hreinlega að fara fram um miðjan vetur ef miðað er við ársíðaskiptinguna í Evrópu.

Gríðarlegur hiti er í Katar í júní og júlí um ár hvert og í raun ógjörningur að leika knattspyrnu við þær aðstæður.

Leikirnir eiga því að fara fram í yfirbyggðum knattspyrnuhöllum þar sem mikil loftræsting er, nema að um breyting á tímasetningu verði.

Ákvörðun um málið mun ekki liggja fyrir en árið 2015.

„Það verður líklega enginn ákvörðun tekinn um málið fyrir en í fyrsta lagi árið 2015,“ Michel D'Hooghe, talsmaður FIFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×