Skiluðu seðlaveskinu til Sir Alex Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2013 14:18 Frá vinstri: Árni Gautur, Sir Alex, Orri Þórðarson og hárprúður Gunnlaugur Jónsson. Mynd/Gunnlaugur Jónsson „Það var fallega gert hjá konunni í búðinni að treysta okkur fyrir því að skila veskinu," segir Gunnlaugur Jónsson. Gunnlaugur var ásamt félögum sínum í 16 ára landsliðinu á Heathrow flugvelli í London þar sem liðið millilenti á leið sinni til og frá Möltu vorið 1991. Á göngu sinni með Árna Gaut Arasyni og Orra Þórðarsyni urðu þeir varir við knattspyrnustjóra Manchester United, Alex Ferguson. „Við vorum bara að þræða búðirnar og þá sáum við goðið. Við vorum reyndar hálffeimnir en gripum tækifærið þegar við sáum hann gleyma veskinu," segir Gunnlaugur sem lék um árabil með Skagamönnum og KR en þjálfar í dag meistaraflokk HK. Á þessum tíma hafði Ferguson stýrt United í fjögur og hálft ár og aðeins landað einum titli af þeim 38 sem áttu eftir að koma í hús hjá Rauðu djöflunum. „Við vorum með það alveg á tandurhreinu hver þetta var. Við vorum og erum allir harðir United aðdáendur," segir Gunnlaugur um sig og félaga sína. Hann minnir á að Ferguson hafi í tvígang komið með lið Aberdeen á Skipasaga á níunda áratugnum. Gunnlaugur segir að sérstaklega góður vinskapur hafi tekist með þeim Gunnari Sigurðarsyni knattspyrnufrömuði á Skaganum. Þeir hafi skipst á jólakortum í mörg ár og vinskapurinn varð til þess að Gunnlaugi bauðst að fara út og æfa einn veturinn og stóð valið á milli Aberdeen og United. „Það var valið að fara til Aberdeen af því það var minna félag og meiri fjölskyldustemmning. Ég hef hugsað um það síðan af hverju ég barðist ekki fyrir því að fara til United og æfa með Beckham og félögum sem eru á svipuðum aldrei," segir Gunnlaugur og hlær. Skagamaðurinn er árinu eldri en David Beckham, Gary Neville, Paul Scholes og Nicky Butt. Ferguson er vel stæður eftir árin 26 á Old Trafford. Gunnlaug rekur ekki minni hvort seðlaveskið hafi verið úttroðið hjá þeim skoska. „Við vorum svo góðir strákar að við opnuðum veskið ekki einu sinni."Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Enski boltinn Tengdar fréttir Gullkorn úr smiðju Sir Alex Sir Alex Ferguson hefur verið óhræddur við að segja blaðamönnum skoðun sína í gegnum árin. Mörg gullkornin hafa fallið og margir fengið að heyra það. 8. maí 2013 12:12 Svipmyndir frá litríkum ferli Ferguson Sir Alex Ferguson lætur af störfum sem knattspyrnustjóri Manchester United í lok leiktíðar eftir einstakan feril. 8. maí 2013 09:53 Moyes sagður taka við af Ferguson The Times greinir frá því að David Moyes verði næsti knattspyrnustjóri Manchester United. 8. maí 2013 12:56 Sir Alex kveður United Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. 8. maí 2013 08:47 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
„Það var fallega gert hjá konunni í búðinni að treysta okkur fyrir því að skila veskinu," segir Gunnlaugur Jónsson. Gunnlaugur var ásamt félögum sínum í 16 ára landsliðinu á Heathrow flugvelli í London þar sem liðið millilenti á leið sinni til og frá Möltu vorið 1991. Á göngu sinni með Árna Gaut Arasyni og Orra Þórðarsyni urðu þeir varir við knattspyrnustjóra Manchester United, Alex Ferguson. „Við vorum bara að þræða búðirnar og þá sáum við goðið. Við vorum reyndar hálffeimnir en gripum tækifærið þegar við sáum hann gleyma veskinu," segir Gunnlaugur sem lék um árabil með Skagamönnum og KR en þjálfar í dag meistaraflokk HK. Á þessum tíma hafði Ferguson stýrt United í fjögur og hálft ár og aðeins landað einum titli af þeim 38 sem áttu eftir að koma í hús hjá Rauðu djöflunum. „Við vorum með það alveg á tandurhreinu hver þetta var. Við vorum og erum allir harðir United aðdáendur," segir Gunnlaugur um sig og félaga sína. Hann minnir á að Ferguson hafi í tvígang komið með lið Aberdeen á Skipasaga á níunda áratugnum. Gunnlaugur segir að sérstaklega góður vinskapur hafi tekist með þeim Gunnari Sigurðarsyni knattspyrnufrömuði á Skaganum. Þeir hafi skipst á jólakortum í mörg ár og vinskapurinn varð til þess að Gunnlaugi bauðst að fara út og æfa einn veturinn og stóð valið á milli Aberdeen og United. „Það var valið að fara til Aberdeen af því það var minna félag og meiri fjölskyldustemmning. Ég hef hugsað um það síðan af hverju ég barðist ekki fyrir því að fara til United og æfa með Beckham og félögum sem eru á svipuðum aldrei," segir Gunnlaugur og hlær. Skagamaðurinn er árinu eldri en David Beckham, Gary Neville, Paul Scholes og Nicky Butt. Ferguson er vel stæður eftir árin 26 á Old Trafford. Gunnlaug rekur ekki minni hvort seðlaveskið hafi verið úttroðið hjá þeim skoska. „Við vorum svo góðir strákar að við opnuðum veskið ekki einu sinni."Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gullkorn úr smiðju Sir Alex Sir Alex Ferguson hefur verið óhræddur við að segja blaðamönnum skoðun sína í gegnum árin. Mörg gullkornin hafa fallið og margir fengið að heyra það. 8. maí 2013 12:12 Svipmyndir frá litríkum ferli Ferguson Sir Alex Ferguson lætur af störfum sem knattspyrnustjóri Manchester United í lok leiktíðar eftir einstakan feril. 8. maí 2013 09:53 Moyes sagður taka við af Ferguson The Times greinir frá því að David Moyes verði næsti knattspyrnustjóri Manchester United. 8. maí 2013 12:56 Sir Alex kveður United Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. 8. maí 2013 08:47 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Gullkorn úr smiðju Sir Alex Sir Alex Ferguson hefur verið óhræddur við að segja blaðamönnum skoðun sína í gegnum árin. Mörg gullkornin hafa fallið og margir fengið að heyra það. 8. maí 2013 12:12
Svipmyndir frá litríkum ferli Ferguson Sir Alex Ferguson lætur af störfum sem knattspyrnustjóri Manchester United í lok leiktíðar eftir einstakan feril. 8. maí 2013 09:53
Moyes sagður taka við af Ferguson The Times greinir frá því að David Moyes verði næsti knattspyrnustjóri Manchester United. 8. maí 2013 12:56
Sir Alex kveður United Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. 8. maí 2013 08:47